Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 40
FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þð í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞFtlÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Nóatún, KÁ og 11-11: Bestí stöðunni - segir Nóatún „Viö erum einfaldlega aö gera það •'sem okkur sýnist best í stöðunni til að ná fram hagræðingu, en ekki að fara gegn neinum né svara neinu. Þetta gerir okkur kleift að bjóða betri verð,“ sagði Einar Örn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nóatúns, eftir að samn- ingur um sameiningu Nóatúns, Kaup- félags Árnesinga og 11-11 búðanna hafði verið undirritaður í gær. Um verður að ræða keðju 33 verslana und- ir nafninu Kaupás, sem verður næst stærsta verslanakeðja landsins. Starfsmenn verða 880 talsins. Nóatún velti á síðasta ári 4,4 milljörðum króna, KÁ 2,7 milljörðum og 11-11 um einum milljarði. Áætluð velta á þessu ári nemur um 9 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að Baugur, riielag Bónuss Nýkaups og Haglaups, veltir um 18,7 milljörðum króna á ári. Nóatún og KÁ höfðu áður verið í samstarfi um sameiginleg innkaup með stofnun Búrs 1995 og síðan um rekstur 11-11 verslananna frá 1996. Einar Öm sagði að verslanimar yrðu reknar undir sömu nöfnum og áður og með sömu áherslum og verið hefði. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri KÁ, verður forstjóri Kaupáss. -JSS Byggðakvóti: *Breytinga er þörf Sighvatur Björgvinsson var í morg- un spurður um niður- stöður könnunar DV á viðhorfum fólks til byggðakvóta. Hann sagði hana staðfesta að nauðsynlegt væri að breyta núverandi úthlutun umtalsvert, en samkvæmt lögum er einungis hægt að úthluta kvóta til skipa en ekki byggðarlaga. „Menn hafa horft á það hvemig slíkur kvóti hefur verið seldur burtu. Það verður að breyta mjög úthlutun- —arreglum frá því sem nú er,“ sagði Sighvatur. Vantar byggðastefnu „Þetta lýsir jákvæðri afstöðu al- mennings til öflugrar byggðastefnu. Þannig má hugsa sér að byggður yrði hvati fyrir flskveiðistjórn- arkerfið sem örvar menn til þess að landa fiski til vinnslu innanlands," sagði Einar K. Guðfmns- son. „Andstaða manna við uppboðskerfi á kvóta kemur mér ekki á óvart - sliku myndi fylgja gífurlegt óöryggi fyrir minni fyrirtæki og veikari •Óbyggöarlög," sagði Einar. -Ótt/-SÁ FÆR PETUR AÐ MÁLA í „FRÍINU"? Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ, verður forstjóri Kaupáss og Einar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Nóatúns, verður stjórnarformaður. DV-mynd Teitur Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar: Kveikt var í Gallerí Borg Lögreglan hefur tilkynnt Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar, að kveikt hafi verið í fyrir- tækinu þegar það brann fýrir skemmstu. Þar brunnu á þriðja hundrað mynda og skipti verðmæti þeirra tugum milljóna. „Þetta er skelfileg tilhugsun og ekki veit ég hvernig þetta hefur mátt vera,“ sagði Pétur Þór eftir að lögreglan hafði tilkynnt honum um meinta íkveikju. „Ég stefni samt að því aö opna galleríið aftur innan þriggja vikna.“ Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagði í morgun að það væri niðurstaða tæknirann- sóknar að kveikt hefði verið f Gall- erí Borg: „Á staðnum fundust efni sem bentu til íkveikju. Nú höldum við Frá brunastað í Gallerí Borg. rannsókn áfrarn," sagði Ómar Smári en neitaði að svara spurningu um hvort brotist hefði verið inn í galler- íið umrædda nótt. „Vegna rannsókn- arinnar getum við ekki svarað fleiri spurningum," sagði hann. Hundrað og tuttugu aðilar áttu myndir í Gallerí Borg þegar það brann. Listi yfir þá og verkin er nú tilbúinn og til skoðunar hjá trygg- ingarmönnum. Sjálfur staðhæflr Pétur Þór að hann hafi ekki átt eina einustu mynd í brunanum: „... þannig að ekki græði ég á þessu.“ Pétur Þór var á dögunum dæmd- ur í héraðsdómi í sex mánaða fang- elsi fyrir málverkafolsun og hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar: „Dómur í Hæstarétti ætti að ganga í haust og verði hann staðfest- ur ætla ég að nýta lagaheimildir og vinna þegnskylduvinnu í stað þess að sitja inni. Ég geri þó ekki ráð fyr- ir að svo verði. Hæstiréttur á eftir að hnekkja dómi undirréttar," sagði Pétur Þór. -EIR Veðriö á morgun: Léttskýjaö suðvestan- lands Á morgun verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi og él norðan og austan til, en léttskýj- að suðvestanlands. Sums staðar verður frostlaust allra syðst, en frost annars 0 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Svala Björgvins: Miiljarður inn- an seilingar „Samningar þýða ekkert fyrr en þeim er lokið. Við vonumst til að klára þetta á næstu dögum eða vik- um,“ sagði Steinar Berg ísleifsson hljómplötuútgefandi í morgun varðandi samninga Svölu Björgvins söngkonu við eitt af undirfyrir- tækjmn hljómplötu- samsteypunnar EMI. „Fréttir þess efnis á Stöð 2 að búið sé að ganga frá milljarðasamningi Svölu við EMI er púöurskot og étið upp úr skoska dagblaðinu Daily Mail þar sem skoskir samningamenn eru að reyna að slá sig til riddara," sagði Steinar Berg. Skífan hefur verið að þróa hljóð- upptökur með söng Svölu Björgvins undanfarin ár og kynnt þær erlendis með þessum árangri. Steinar Berg segir að þessar hljóðupptökur hafi hins vegar ekkert verið kynntar hér- lendis. „Svala er ung og á framtíðina fyrir sér. Þetta vita samningamenn- irnir ytra og við getum ekki annað en vonað hið besta," sagði Steinar Berg. Svala Björgvins er dóttir Björgvins Halldórssonar söngvara og Ragnheið- ar eiginkonu hans. Svala er 22 ára. -EIR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 staerðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport npnRiir 50KKAEUXUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.