Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1999 Starfsemi dvalarheimilisins Kjarnalundar á Akureyri hófst í des- emher sl. þegar dvalarheimilið í Skjaldarvík var lagt niður. í Kjamalundi dveljast hátt í 50 manns í góðu yfirlæti, enda aðstaða öll hin besta í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Tilveran leit inn í Kjamalund og ræddi við nokkra Uoíimítíc™™*, Dvalarheimilið Kjarnalundur. DV-mynd gk ##••#••••♦#■##'##•'##• „Mér líður eins og heima hjá mér" - segir Brynhildur Þorleifsdóttir hef líka nóg við að vera. Ég geri talsvert að skreppa í bæinn, svo les ég talsvert, hekla og sauma út. Svo koma krakkamir oft í heim- sókn til mín. Það er ekki nokkur ástæða til að láta sér leiðast héma. Ég kunni alltaf mjög vel við mig í Skjaldarvík og héma er líka mjög gott að vera, góður að- búnaður og gott starfsfólk. Svo er fallegt hérna í kring og það verður ekki verra þegar sum- arið kemur,“ sagði þessi hressa kona að lokum. -gk. Brynhildur Þorleifs- dóttir: „Lét börnin nl/l/a>4 «>• In (egar maðurinn minn dó vildi |ég ekki vera ein þannig að ég fór á dvalarheimilið í Skjald- arvík. Ég gerði þaö án þess að láta bömin mín vita og þau urðu reyndar ekki mjög hrifin,“ segir Brynhildur Þorleifsdóttir, 73 ára frú sem bjó á dvalarheimilinu í Skjaldarvík í 13 ár og er nú á dvalarheimilinu Kjama- lundi. „Héma líður mér alveg eins og heima hjá mér og leiðist alls ekki. Ég Hvert rúm skipað Dvalarheimilið Kjamalundur, sem er eins og nafnið bendir til staðsett nærri Kjamaskógi, var upphaflega byggt sem heilsuhæli á vegum náttúrulækningamanna. Sú starfsemi varö þó ekki að veruleika í húsinu sem hefur lengst af verið leigt undir hótel- rekstur, eða allt þar til Akureyr- arbær tók húsið fyrir rekstur dvalarheimilis. Þar eru rúm fyrir 48 manns og er hvert rúm skipað og einhverjir biðlistar eru ávallt til staðar. Kjamalundur kom í stað dvalar- heimilisins í Skjaldarvík þar sem slíkur rekstur hafði farið fram í 58 ár og voru húsakynni þar kom- in mjög til ára sinna og þóttu ekki lengur sinna þeim kröfum sem gerðar eru um húsnæði fyrir rekstur dvalarheimils. Auk dval- arheimilisins Kjamalundar rekur Akureyrarbær dvalarheimilið Hlið þar sem einnig er hjúkrunar- deild og þá rekur bærinn einnig sambýli fyrir aldraða. -gk Sigríður Helgadóttir, 92 ára og hress. DV-mynd gk Frábær staður að dvelja á - segir Sigríður Helgadóttir Eg kom hingað í Kjamalund í byrjun febrúar og hef því ekki verið lengi héma. Áður en ég kom hingað bjó ég hjá dóttur minni en annars hef ég verið hér á Akureyri í 30 ár,“ segir Sigríður Helgadóttir sem Tilveran hitti á dvalarheimilinu Kjarnalundi. Sigríður er 92 ára og ótrúlega hress. „Ég er nú svo heppin að heilsan er í góðu lagi og ég get t.d. dundað mér við hannyrðir á hveij- um degi, sjónin er góð og enginn handskjálfti þannig að ég geri tals- vert að því að hekla og prjóna. Núna er ég t.d. að hekla smekki fyrir bamabömin og þeir hafa gert talsverða lukku," segir Sigríður. Hún bjó lengst af á Laugarbakka í Skagaflrði ásamt sínum eigin- manni og þau vora þar með bú- skap, kindur, kýr og hesta. „Það hefur margt breyst frá þeim tíma en við fluttum svo til Akureyrar fyrir inn 30 árum. Að koma hingað í Kjamalund var mjög gott, þetta er frábær staður, fin þjónusta og allur viðurgjömingur til fyrirmyndar. Það væi3 vanþakklæti að gera sér þetta ekki að góðu,“ sagði Ingi- björg. -gk Svavar Aðalsteinsson og Kristján Úlafsson: Heimilislegra í Skjaldarvík Svavar Aðalsteinsson og Kristján Ólafsson. ■ g heiti Kristján Ólafsson en er ekki sá gripur sem var í Sjónvarpinu," segir hann og heilsar með handabandi. Kristján er 72 ára og var í Skjaldarvík í tæp- lega tvö ár áður en starfsemin flutt- ist í Kjamalund. Skömmu síðar gengur svo Svavar Aðalsteinsson inn í herbergi Kristjáns, og þar er kominn „65 ára barnungur mað- ur“, eins og hann orðar það sjálfur. Kristján er Akureyringur sem vann ýmsa verkamannavinnu, en Svavar Hörgdælingur sem lengst af stundaði vertíðir víða um land áður en bakið gaf sig. Þeir vora spurðir hvernig þeim líkaði vist- in í Kjarna- lundi. „Það er got að vera hér en við um þó betur við okkur í Skjaldar- vik,“ segja þeir og era samstiga i því svari. „Það var á einhvem hátt allt miklu heimilislegra í Skjaldar- vík og það hefði verið gott að geta verið þar áfram. Þar er heldur ekki eins veðrasamt og hér. Við getum hins vegar ekkert verið að kvarta, hér er allt til alls og sama fólkið, bæði þeir sem hér búa og starfs- fólkið sem er allt mjög gott.“ Þegar þeir eru spurðir hvað þeir hafi fyrir stafni á daginn svarar Kristján strax: „Ótilneyddur geri ég ekki neitt og kann vel við að næði,“ en Svavar bætir við: sund í bænum og f leik- imi hér á staðn- um. Annars era dagarnir hver öðrum líkir“. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.