Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Spurningin Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? (Spurt á Suðurnesjum) Jóhanna Sturlaugsdóttir hús- móðir: Að vera úti i góðu veðri með börnunum mínum. Stefanía Guðmundsdóttir ræsti- tæknir: Mér þykir skemmtilegast að lesa og þá helst góðar skáldsögur. Herdís Gunnarsdóttir verslunar- maður: Að vera með fjölskyldunni minni held ég að sé það skemmtileg- asta sem ég geri, ásamt þvi að ferð- ast og vera í sumarbústaðnum. Rúnar Már Jónsson tækjasmið- ur: Mér þykh’ mest gaman að snúa öllu við og velta mér upp úr hlutum og bara yfirleitt að leika mér. Sigurður Davíðsson sjómaður: Ég get ekki gert upp á milli stangaveiði og bridge. Ég spila bridge fjögur kvöld í viku og hef spilað keppnis- bridge í 30 ár. Þórkatla Bjarnadóttir bréfberi: Ég held að það séu gönguferðir úti í náttúrunni. Síðan er það bæði gam- an og heilsusamlegt að bera út póst- inn daglega. Lesendur___________ Fjölmiðlaflóð á Flateyri Veðrun á görðunum verður óhjákvæmileg þar sem þeir eru mjög brattir og kallar á viðhald sem bærinn borgar, segir m.a. í bréfinu. - Við snjó- flóðagarða á Flateyri. íbúi á Flateyri skrifar: Helgina 20.-21. febrúar gerði óveðurshrinu og ekki var mok- að hér í nágrenni ísafjaröar fyrr en síðari hluta sunnudags 21. Beðið var átekta vegna veð- urs og vitað að hætta væri á snjóflóðum. í ljós kom að snjó- flóð hafði fallið úr Skollahvilft innan við Flateyri og fór það yfir þjóðveginn og í átt að smá- bátahöfninni. Að sögn sjón- varps og annarra fjölmiðla var þetta mjög merkilegt snjóflóð. Fólkið fagnaði þessu flóði sem það taldi vera prófraun á leiði- garðana. Fréttamaður lýsti þessu mjög fjálglega eins og í íþróttakeppni, þetta „svínvirk- aði“ o.s. frv. Sérfræðingar að sunnan töldu flóðið allt að því heims- sögulegt og marka tímamót í rannsóknum á snjóflóðum og snjóflóðavörnum. Þetta var því kærkomið tækifæri til að sýna og sanna að þær aðferðir sem valdar voru í málefnum Flat- eyrar væru þær einu réttu. Þann 5. mars var haldinn fund- ur á Flateyri að tilhlutan íbúa- samtaka Önundarfjarðar. Þar voru mættir áðumefndir sér- ffæðingar að sunnan og greindu frá athugunum sínum á flóðinu. Hönn- uðir skýrðu hönnun og ágæti varn- arvirkja. Þar kom fram að ekki er leyft að byggja upp bensínstöð á sama stað nema hún væri sérstak- lega styrkt með tilliti til snjóflóða og áhrifa af þrýstibylgju sem því kynni að fylgja. Ekki hafði unnist timi til að koma upp búnaði sem mælir hraða flóðsins og þrýstibylgju og varð því að notast við aðrar aðferðir til að áætla hraðann. Ef áfalls- horn verður meira en gert er ráð fyrir fara flóðin bara yfir garðinn og þvergarðurinn sér um að stöðva flóðið og garður- inn þolir álagið og „svínvirk- ar“. Veðrun á görðunum verð- ur óhjákvæmileg þar sem þefr eru mjög brattir. Þetta kallar á viðhald sem bærinn borgar. Þjóðvegurinn verður í meiri hættu og sú umferð sem þar fer um. Með þessum varnarvirkj- um, uppkaupum húsa og end- ursölu, er búið að fara hring í þessu máli og velja dýrustu leiðina. Aðrar lausnir voru ekki skoðaðar. Það þurfti ekki að horfa í kostnað þótt sumir hafi borið þar skarðan hlut ffá borði og verða þar að sækja sinn rétt í dómskerfinu. Nóg um það, og góðærið sér um sína. Ég hef mínar skoðanir á þessu flóði, stærð þess o.fl., en sleppi að deila við sérfræðinga. Snjóflóð hafa aldrei orðið mér fagnaðarefhi þótt ég hafi haft að hluta til vinnu við snjó- mokstur og þar með að skrá flóð og mæla og því oft þurft að reyna að meta þá hættu sem því fylgir. Ég hvet hins vegar alla til að fara með gát um snjóflóðasvæði og að byggja ekki á þekktum snjóflóða- svæðum. - Það hefur orðið okkur of dýr reynsla. Aðrir menningarheimar nálgast - svar við lesendabréfi sl. miðvikudag Hjörleifur Helgi Stefánsson skrifar: í síðsta miðvikudagsblaði DV mátti lesa hugleiðingar bréfritarans P.Þ.R. sem gengur út á ágæti aríakynstofns- ins og það hversu hræðilegt það sé að horfa upp á innflutning fólks hingað til lands frá Asíu og Afríku. Sem ís- lendingur skammast ég mín er ég les pistil eins og þennan frá fáfróðum og hræddum einstaklingum. Hvernig dirfast heilvita menn að halda því fram að afbrot og flkniefnaneysla séu „þó nokkuð tið“ hjá þeldökku fólki? Sér þessi einstaklingur ekki hvað þessi ágæti íslenski kynstofn er bú- inn að koma sér í án hjálpar frá þeldökkum mönnum og Asíubúum, þrátt fyrir að hann sé hvítur og blá- eygur? Rán, ofbeldi og eiturlyfja- neysla, sem nú tröllríða öllu hér, hafa ekkert með innflytjendur að gera. P.R.Þ. heldur kannski að eitthvað sé í litarfrumum fólks sem geri það illt? Skrif hans enda svo á þeim ummæl- um að eitthvað beri að gera. Og hvað vill umræddur aðili „gera“ í málun- um? Banna þeldökkt fólk hér á landi eða banna allar giftingar á landinu nema fólk geti með vottorði sannað að það hafi hreint aríablóð í æðum? Látum svona skrif ekki eyðileggja þá staðreynd að kynþáttahatur og of- beldi gagnvart ákveðnum kynþáttum er hægt og bítandi að líða undir lok. Sýnum umburðarlyndi og njótum þess að aðrir og hemandi menningar- heimar nálgast og teygja sig inn á skerið til okkar. Ferðaþjónusta í Reykjavík Agnar skrifar: Maður er að lesa fréttir um að Reykjavíkurborg hyggist leggja nið- ur Atvinnu- og ferðamálastofu borg- arinnar. Stofnun þessi hefur kannski ekki verið stór í sniðum en ég er hjartanlega sammála því að hana eigi að leggja af. Hún kemur litið við sögu í almennri upplýsingaöflun fyr- ir ferðafólk og þangað sækja ekki ferðamenn, innlendir eða erlendir, til að leita aðstoðar. Þama er ein- göngu um að ræða batterí á vegum borgarinnar, fyrir borgina og þá starfsmenn er þarna starfa. í Bankastræti er hins vegar opin skrifstofa og ágæt aðstaða sem heit- ir Upplýsingamiðstöð ferðamála og er á vegum nokkurra aðila sem tengjast ferðamálunum, iíklega Reykjavikurborgar líka. Þessi skrif- þjónusta allan sólarhringinn 39,90 mínútan í síma 0 5000 illi kl. 14 og 16 Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík. - Góð aðstoð við innlenda sem erlenda ferðamenn. UPPLYSINGA MIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA TOURIST INFXHMATK)] CENTRE stofa er opin allan ársins hring. Þangað hef ég vísað ferðamönnum, sem leitað hafa aðstoðar á götu úti, og hef einnig sjálfur þurft þama að- stoð sem hefur fúslega verið veitt. Ég get ekki séð að opinberir aðil- ar þurfi að reka önnur fyrirtæki tengd ferðamálum. Borgin á ekki að sjá um stöðuveitingar eða tengjast atvinnu í ferðaþjónustu. Allt slíkt er best komið í höndum einkafyrir- tækja og svo stéttarfélaga sem ferða- þjónustunni tengjast. Borgin á að leggja niður sem flest bákn á sínum vegum, stór sem smá. Og ekki síður nefndirnar sem þeim tengjast. DV Fósturvísar bara byrjunin Sverrir Magnússon hringdi: Ég horfði á Kastljósþátt Sjón- varpsins sl. fimmtudag þar sem m.a. var rætt um fósturvísana úr norsku kúnum til að kynbæta þær íslensku. Mér finnst máiið allt hið furðuleg- asta. Ég er auðvitað á móti því að fluttir verði inn fósturvísar, og tel að helftin af bændum séu sama sinnis. Eða til hvers væri að flytja inn slíka fósturvísa? Nytin í íslenskum kúm er næg, ef rétt er fæði kúnna. Eða myndu bændur gefa hinum stóra, norskættaða kúakynstofni meira fóður ef þeir ekki geta annað fóðri íslenskra kúa nú? Mér finnst þessi fyrirhugðu vinnubrögð vegna fóstur- vísanna líkust valdníðslu að ætla að reka málið ofan i bændur rétt si svona. Ég óttast að þetta sé bara byrjunin hjá stjóm Bændasamtak- anna, og verra fylgi á eftir. Loftvarnaflaut- urnar þagna Kalli skrifar: Nú á að aftengja loftvamarflautur Almannavama ríkisins, ekki bara nokkra laugardaga, heldur alveg fram á árið 2000! Þær hafa gjarnan verið „prófaðar" á laugardögum, en enginn auðvitað tekið eftir þvi eða tekið mark á flautinu. Þessar flautur hafa þjónað einstökum hverfum í Reykjavík en ekki öllu þéttbýlis- svæðinu og nú muna menn ekki lengur hvort einhver hætta er á ferð, svo oft hafa þær boðað „úlfur, úlf- ur“. En hvað á að koma í staðinn? Eða verða flauturnar notaðar þegar og ef einhver alvöruhætta steðjar að? Mér sýnist þessar aðvörunaitil- kynningar vera í komnar í ógöngur ef ekki verður allt heila kerfið end- urskoðað í skyndi. Einhverja aðvör- un verða menn aö þekkja. Húmorinn horfinn í Spaugstofunni Sigrún Óladóttir hringdi: Mig langar til að taka undir með Magnúsi Sigurðssyni sem skrifaði lesendabréf í DV fyrir nokkm um Spaustofuna. Mér finnst líka að þeir Spaugstofumenn séu ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Húmorinn er gjörsamlega horfinn, og í síðustu sex þáttum eða svo hefur ekki örlað á gamansemi eða sniðugum við- brögðum strákanna við þjóðlífs- myndinni eins og hún blasir við - bara frá viku til viku. Og þetta spaug, ef spaug skyldi kalla, sem haft er uppi í lok þáttanna eða eftir hvern þátt þar sem Spaustofumenn hlæja að sjáifum sér og með sjálfum sér, það bætir ekki upp hitt sem á þáttinn vantar, spaugiö sjálft. Ég segi: skjótar endurbætur eða svefn- inn langa fyrir þáttinn. Hjörleifur á móti Rúnar hringdi: Mér blöskrar að heyra í sumum þingmönnum okkar sem ávallt eru á móti því sem til framfara horfir í þjóöfélaginu. Sumir eru að vísu verri í þessu efni en aðrir. Ég vil sérstaklega geta eins þess þing- manns sem kjömir hafa verið fyrir Austurland gegnum tíðina, nefni- lega Hjörleifs Guttormssonar, sem mér finnst hafa verið samnefnari fyrir slagorðin „fúll á móti“ í næsta öllum málum sem til framfara horfa. Þetta eru því miður einkenni alltof margra þingmanna. Þingmað- urinn Hjörleifur hefur þó gengið einna lengst í þessu efni. Dæmin þarf ekki að taka sérstaklega, þau eru lýsandi í huga þeirra sem fylgj- ast meö þjóðmálum. Erótík til Akureyrar íbúi á Akureyri hringdi: Ég er móðir á Akureyri með stálp- aða unglinga og vil koma á framfæri hörðum mótmælum við að fá hingað erótískar danssýningar inn í íbúða- hverfi. Aukin fjölbreytni í skemmt- analífinu var fýrirsögnin í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Ég segi nei takk við aukinni fjölbreytni af þess- um toga. Nóg er af öðrum ósóma hér sem að sunnan kemur, þó svo að þetta bætist ekki við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.