Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Júgóslavneski herinn heröir sókn sína í Kosovo: Milosevic er alltaf sami harði naglinn Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómar, sagði í nótt að viðræður hans og Slobodans Milos- evic Júgóslavíuforseta hefðu ekki leitt til neinnar grundvallarbreyt- ingar á harðlínuafstöðu stjómvalda í Belgrad til deilunnar um Kosovo- hérað þar sem meirihluti íbúanna er af albönsku bergi brotinn. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur hótað að gera loftárásir á Júgóslavíu ef Milosevic lætur sér ekki segjast við þessa úrslitatilraun Holhrookes til að stöðva árásir júgóslavneska hersins á skæruliða albanskra aðskilnaðarsinna og til að fá júgóslavnesk stjómvöld til að fallast á sjálfstjóm Kosovo. Fulltrú- ar albanska meirihlutans undirrit- uðu samkomulag þar að lútandi í París í síðustu viku. Embættismaður í Washington sagði að Holbrooke myndi hitta Milosevic aftur að máli í dag. Hol- brooke sjálfur var ekki bjartsýnn um framhaldið eftir fjögurra klukkustunda fundasetu með Milos- evic í gærkvöld. HVERNIG SERBAR GÆTU SKIPT KOSOVO Sérfræöingar sem hafa rýnt í landakort af Kosovo telja aö með sókn sinni að undanförnu séu Serbar að leggja grundvöll að skiptingu héraðsins Mestur auöur Kosovo og helstu járnbrautarlínur og þjóðvegir liggja um mjótt belti í norður frá Pristina, milli bæjanna Podujevo og Mitrovica Talið að Serbar reyni að ná þessu svæði undir sig vegna auðæva þess (námugröftur, orkuver) og vegna trúar- og menningarsögulegs gildis 9 „Ég væri að leiða ykkur á villigöt- ur ef ég segði að viðræðumar í dag hefðu leitt til einhverra breytinga sem máli skipta á stöðunni," sagði hann við fréttamenn eftir að hafa upplýst embættismenn í Was- hington um gang mála. Holbrooke, sem allajafna er dug- legur að ræða við fjölmiðla, neitaði að svara spumingum fréttamanna og tók á sig náðir um klukkan hálf- flögur í nótt að staðartíma í Belgrad. Milosevic sendi frá sér yflrlýs- ingu eftir fundinn en minntist ekki á hann einu orði, hvatti aðeins til að hafnar yrðu raunverulegar frið- arviðræður. Spenna fer vaxandi í héraðshöf- uðborginni Pristina þar sem þrír menn féllu í skotárásum og sprengjutilræðum í gær. Daginn áð- ur voru fjórir serbneskir lögreglu- þjónar drepnir í fyrirsát. Stjómvöld í Belgrad kenna albönskum hryðju- verkamönnum um tilræðið. Um sjö- tíu þúsund manns hafa flúið heimili sín síðustu vikumar. Friður á brauðfótum Friöflytjendur á Norður-írlandi eiga ekki sjö dagana sæla um þess- ar mundir. Lýðveldissinnar brugð- ust í gær ókvæða við tilraunum Breta til að fresta því að sleppa föngum og fangar IRA eru andvígir því að afhenda vopn sín í skiptum fyrir setu í stjóm héraðsins. Erfitt hjá Prímakov Jevgeni Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands á erfitt verk fyrir höndum þegar hann þarf að sannfæra emb- ættismenn í Washington um að Rússar eigi skilið að fá frek- ari lán frá Al- þjóðagjaldeyris- sjóðnum. Prímakov kemur í heim- sókn til Washington í dag. Hungursneyð vofir yfir Hungursneyð vofir yfir í suður- hluta Súdans, að því er Sameinuðu þjóðimar greindu frá í gær. Þörf er á matvælahjálp í skyndi. Vill banna fiokk Tyrkneskur saksóknari reynir nú að láta banna stærsta flokk múslíma, Flokk dyggðarinnar. Flokkurinn er með 144 af 550 þing- sætum. Níu milljaröar Jarðarbúar verða 9 milljarðar ár- ið 2050 samkvæmt nýjustu spám Sameinuöu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að jarðarbúar verði 6 milljarð- ar í október á þessu ári. Raðnauðgari gómaður í París Gangbrautarvörður við skóla í París hefur játað á sig 24 nauðg- anir síöastliðna 15 mánuði. 15 fómarlamha gangbrautarvarðar- ins vom ungar stúlkur, allt niður í 11 ára gamlar. Nauðgarinn, sem er 25 ára gam- all, kvaðst hafa valið fómarlömb sín af handahófi og orðið æstur er hann heyrði þau hrópa á hjálp um leið og hann ógnaði þeim með hnífi í húsagörðum. Lögreglan lét til skarar skríða á föstudaginn í kjölfar árása á fimm stúlkur á þriðjudag og flmmtudag í miðborg Parísar. Um 50 lög- reglumenn í borgaralegum klæð- um tóku sér stöðu og gripu mann- inn sem fómarlömbin höfðu lýst. Skóli verður að viðurkenna galdranorn Afburðanemandi í menntaskóla í Detroit í Michigan i Bandaríkj- unum má bera merki sem sýnir galdraiðkun viðkomandi. Skólinn samdi um þetta við samtök sem standa vörð um réttindi borgar- anna. Crystal Siefferly, sem er 17 ára galdranom, segist verða fegin að málinu skuli verða lokið. Það hafi í raun ekki bara snúist um hana og hennar trúarbrögð held- ur einnig um fjölda annarra manna og trúarbragða. Skólinn, sem Crystal gengur í, hafði á und- anförnum mánuðum bannað galdra, djöfladýrkun, svartmálað- ar neglur og vampíruforðun svo eitthvað sé nefnt. Streyma til Monicu í LA íbúar í Los Angeles streymdu í gær í bókabúðina þar sem Monica Lewinsky áritaði nýútkomna bók sína. En margir þeirra 500 sem stóðu í biðröð klukkustundum saman til að sjá konuna sem var nærri búin að fella forseta Banda- ríkjanna kváðust aöeins vera komnir til að fá áritun Monicu. Þeir höfðu lítinn áhuga á að lesa bók hennar. Monica þótti líta vel út þótt hún hefði verið að skemmta sér fram eftir nóttu í veislu eftir óskarsverðlaunaaf- hendinguna. Hópur íbúa frá hlnu afskekkta Irian Jaya héraði f Indónesíu kom saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Jakarta í gær tll að mótmæla arðráni stórfyrirtækja á náttúruauðlindum héraðsins. Meðal mótmælendanna var þessi glæsi- legi karl sem brá sér í hefðbundinn skrúða þeirra héraðsbúa f tilefni dagsins. Hermenn fylgjast grannt með. Ófremdarástand í Norður-Kóreu: Ríkisrekin glæpastarfsemi Stjórnvöld í Norður-Kóreu sökkva sífellt dýpra í glæpafenið eft- ir því sem landið verður fátækara. Þau selja nánast hvað sem er til að afla fjár í ríkiskassann, heróín, kókaín, amfetamín, falsaða hundrað dollara seðla, ólögleglegt filabein og nashyrningshorn, að því er segir í grein í blaðinu Intemational Herald Tribune nýlega. I nýlegri skýrslu frá rannsóknar- deild Bandaríkjaþings er getið að minnsta kosti þrjátíu tilvika þar sem norður-kóreskir stjórnarerind- rekar hafa smyglað fikniefnum. Á síðasta ári vom norður-kóreskir diplómatar handteknir í Rússlandi, Þýskalandi, Egyptalandi og Japan fyrir eiturlyfiasmygl. Mikil aukning hefúr verið á slíku smygli í Japan þar sem á þriðja hundrað kíló af amfetamíni vom gerð upptæk í noröur-kóreskum skipum. Norður-Kóresk stjórnvöld nota uppskeru ríkisrekinna valmúaakra th að framleiða heróín. Bandarisk- ur embættismaður segir að þegar erlendir eftirlitsmenn hafi heimsótt Yongbyon kjamorkuverið 1994 hafi þeir séð valmúaakur nánast við húsvegginn. Norður-Kóreumenn eru alræmdir fyrir vandaða framleiðslu á fölsuð- um hundrað dollara seðlum. Sú framleiðsla átti sinn þátt i að banda- rísk stjómvöld settu í umferð nýja tegund hundrað dollara seðla sem erfitt er að falsa. Blankheit Norður-Kóreumanna hafa orðið til þess að sendimenn landsins erlendis fá ekki lengur greitt kaup. Þeir verða því að grípa til eigin ráða til að afla sér fiár. Stjórnarerindrekar í Afríku hafa gripið til þess að stunda viðskipti með fílabein og nashymingshom, hvort tveggja ólöglegt, og sendi- menn á Indlandi hafa slátrað hinum heilögu kúm þeirra Indverja innan veggja sendiráðsins og selt kjötið af þeim á svörtum markaði. „Það sem hræðir okkur mest með Norður-Kóreu er að hvaða meðöl sem er virðast helga tilganginn, það er tilvist stjómkerfisins," segir Katsumi Sato, forstöðumaður rann- sóknarstöðvar um Kóreu i Tokyo. Ákvöröun Pinochet í hag Breska blaðið the Times greindi frá því í gær að bresku lávaröam ir, sem hafa örlög einræðisherrans fyrrverandi, Augustos Pin- ochets, 1 sínum höndum, muni úrskurða að hann njóti ekki diplómatískrar friðhelgi. Lávarð- arnir muni hins vegar einnig úr- skurða að ekki verði hægt að fram- selja Pinochet fyrir glæpi sem hann framdi fyrir árið 1988. Brjóstastækkun 19 ára bandarískur piltur, sem greitt haföi brjóstastækkun kæmst- unnar með krítarkorti móður sinn- ar, var í gær dæmdur til að greiða um 100 þúsund íslenskra króna í sekt auk þess sem hann þarf að end- urgreiöa aðgerðina. Hann er þar að auki búinn að missa kærustuna. Kúrdar mótmæla Um 200 Kúrdar mótmæltu í gær- kvöld lokun kúrdískrar sjónvarps- stöðvar í London. Bresk yfirvöld lokuðu stöðinni þar sem hún haföi hvatt til ofbeldisverka. Ræöir framboösmál Hillary Clinton, forsetafrú Bandarikjanna, svaraði loks í gær spurningum fféttamanna um ffamboðsmál. Hillary, sem er á ferð um um N- Afr íkuríki, lét þó ekkert uppi xnn framtíðaráætlan- ir sínar. Hún kvaðst þó vilja halda áfram að sinna þeim málum sem hún heföi unnið að í 25 ár. Enn gæti hún ekki sagt um hvaða farveg hún myndi finna. Læknar kæröir Lögreglan í Stokkhólmi er farin að kæra lækna sem skrifa lyfseðla upp á svefnlyfið Rohypnol handa fikniefnaneytendum. 50 Svíar deyja árlega af notkun lyfsins. Mörg of- beldisverk hafa verið framin af þeim sem eru undir áhrifum Rohypnols. Jackson íhugar framboð Mannréttindaleiðtoginn Jesse Jackson tilkynnir á morgun hvort hann ætli í þriðja sinn í framboö fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.