Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 6
Þessi rannsóknarsvið deilast síðan í rannsóknaráætlanir og að lokum í rannsóknarverkefni. RANNSÓKNIR OG ÞRÖUN ÞJÖÐFÉLAGSINS Annar kafli álitsgerðarinnar heitir: Rannsóknir og þróun þjóðfélagsins. Þar er vakin athygli á því, að stöðugur hag- vöxtur hefur verið keppikefli flestra iðnaðarlanda í heim- inum. Hins vegar hefur því sjónarmiði vaxið fiskur um hrygg, að leggja beri í framtíðinni meiri áherzlu á þau gæði lífsins, sem verða ekki metin til fjár, t. d. félagslegt öryggi, tækifæri til að njóta menningarverðmæta svo sem lista, og náin snerting við náttúruna. í álitsgerðinni er bent á, að umræður og skipulagning, sem varðar framtíð fólks, hljóti að byggjast á þeim verð- mætum, sem mannkynið byggir tilveru sína á, en það eru auðæfi náttúrunnar. Þessi auðæfi eru tvenns konar: Annars vegar eru þau, sem endurnýjast, svo sem gróður á landi og fiskur í sjó, ef rétt er á haldið, en hins vegar eru þau verð- mæti, sem endurnýjast ekki, svo sem efni sem unnin eru úr jörðu og orka frá olíu og kolum, sem safnazt hefur saman á milljónum ára. Þegar augu manna fóru að opnast fyrir þessu uxu jafn- framt kröfur um, að hagsmuna komandi kynslóða verði gætt í viðskiptum við náttúruna, þótt það hafi í för með sér, að tekjur aukizt minna í framtíðinni en að undanförnu. Það er alkunna, hve rannsóknir hafa átt mikinn þátt í auknum hagvexti. Gagnrýni á einhliða vaxandi hagvcixt, m. a. á kostnað auðæfa náttúrunnar og vistfræðilegs jafn- vægis, hefur leitt til þess að umræður um stefnur í rann- sóknamálum hafa vaxið. Vaxandi meðvitund um siðferðislegar hliðar rannsókn- anna benda í sömu átt. Oæskileg áhrif af tækniþróuninni, svo sem mengun, er auðvelt að túlka þannig, að rannsókn- irnar séu einnig mengunarvaldar. Sérhver ný uppgötvun 8

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.