Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 17
við aðrar þjóðir, þótt illgresi gangi hér ekki hjá garði. Full- víst má telja, að með meiri ræktunarmenningu fylgi aukin sjúkdómshætta. Slegið hefur í bakseglin með notkun lyfja vegna aukaáhrifa þeirra og þess, að þau eyðast seint eða ekki og valda mengun. Augu manna hafa því stöðugt opnazt meira fyrir líffræðilegum vörnum, svo sem reynt var hér á landi fyrir nokkrum árum, þegar bjöllutegundin Maríu- hæna var flutt inn til að eyða lús á trjám. Uppskera, meðferð og geymsla matvöru og fóðurs. Hér á landi er mest í húfi meðferð á grasi og öðru fóðri hús- dýra. Þessu er mikill gaumur gefinn, enda eiga íslenzkir bændur undir fáu meira komið, en að vel takist um verkun fóðurs. Um þessar mundir stöndum við á tímamótum í þess- um málum með framleiðslu á heykökum og fjölgun á hey- kögglaverksmiðjum. Hagfræðilegar hliðar á þessari fram- leiðslu eru órannsakaðar. Við geymslu kartaflna hafa vandamál risið upp nýlega, sem lausn hefur ekki fundizt á. Skógarhögg, meðferð og flutningur viðar. Þessi grein er ekki mikil umfangs hér á landi, en verður vaxandi. Fóður búfjdr. Á árunum um 1950 má segja að lokið hafj áfanga í fóður- rannsóknum, þegar fundin voru flest hin mikilvægustu næringarefni búfjár, um 40—50 talsins. Eftir 1950 hefur athygli fremur beinzt að því að finna rétt hlutföll milli næringarefna í fóðri. Eins og í annarri framleiðslu er nauðsyn að vita, hve mikið þarf af hverjum framleiðsluþáttanna. Margs konar samspil hefur fundizt nú þegar, en með þeim fjölda efna, sem um er að ræða, er meira ógert. Hér verður ekki eingöngu byggt á erlendum tilrauna- niðurstöðum, þar sem það fóður, sem úr er að velja, er mis- munandi frá landi til lands. Hvert er t. d. gildi hinna al- gengustu fóðurtegunda okkar, við mismunandi verkun og þroskastig, í þessu sambandi? 19

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.