Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 25
fái nógu f 1 jótt upplýsingar um störf þeirra, sem vinna að skyldum verkefnum. Þetta gagnast ekki einungis rannsókn- unum heldur bætir samstarf og vinnuanda milli sérgreina og stofnana. Það er því ekki ómerkari rannsóknagrein en aðrar að finna, hvernig kynna á og dreifa þekkingu þeirri, sem verður til innan landbúnaðarrannsókna. Verkefninu má deila í tvær höfuðgreinar: a) Kennsla. Þar í er falið kennsluefni og kennsluaðferðir á háskólastigi. Hlutverk menntunar í landbúnaði og dreifbýli. Verkaskipting og samstarf búnaðarskóla við aðra skóla í skólakerfinu, einkum með fjölbreytni í námsleiðavali unglinga fyrir augum. Könnun á stefnu- mörkun skólanna og þróun í kennslufyrirkomulagi, könnun á námsefni og tilraunakennsla, könnun á við- horfum (motivasjon) nemenda og stefnumiði og könn- un á því, hvað hefur áhrif á aðsókn að búnaðarskólum. b) Leiðbeiningastarfsemi. Leggja þarf áherzlu á, að vinna aðgengilegar upplýsingar úr vísindalegum skýrslum og ritgerðum og kanna, hvaða aðferðir við ráðunauta- starfsemi gefa beztan árangur. Aðstoð við þróunarlönd. Ljóst er, að aðstoð við þróunarlönd þarf að gefa forgangs- rétt í framtíðinni. Hér á landi hafa það einknm verið fiski- fræðingar og jarðfræðingar, sem farið hafa til þessara starfa. Á íslandi hefur náðst árangur í fiskveiðum og fiskirann- sóknum, sem aðrar þjóðir geta margt lært af, en við hið kalda veðurfar, sem hér ríkir eru vandamál í landbúnaði ólík vandamálnm þróunarlandanna, sem flest búa við heitt loftslag. UMFANG RANNSÓKNA OG FJÁRVEITINGAR í síðasta kafla álitsgerðarinnar er fjallað um umfang rann- sókna og fjárveitingar. Eins og fram hefur komið eru land- búnaðarrannsóknir í Noregi hinar fjiilbreytilegustu. Ymis 27

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.