Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 26
þau svið, sem nefnd eru hér að framan, flokkast hér á landi ekki undir landbúnaðarmál né landbúnaðarrannsóknir, en í álitsgerðinni er fjallað um þau verksvið, sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið í Noregi. Sum þeirra rannsóknasviða, sent talin hafa verið upp, eru lítilvæg hér á landi. Þessi sundurliðun á þó að geta verið nokkurt fordæmi að þeirri heildarmynd af stöðu rannsókn- anna, sem skort hefur hér á landi. Sem tilbúið dæmi til að skýra þetta nánar væri unnt að hugsa sér áburðartilraun, sem áætlað væri að gæfi landbúnaðinum eina milljón króna í hagnað á ári. Við hlið hennar væri lögð áætlun um fóðr- unartilraun, sem áætlað væri, að gæfi fimm milljón króna hagnað á ári, þegar niðurstöður lægju fyrir. í þriðja lagi gæti sama fjárhæð hugsanlega leyst vanda afskekktrar sveit- ar, þannig að líkur minnkuðu á, að byggð leggðist þar og í hliðstæðum sveitum niður. Slíkt er það mat efnislegra og ómetanlegra gæða, sem ráð valinna manna, t. d. núverandi tilraunaráð, á að gera. í mörg horn er að líta, en fjárveitingar eru takmarkaðar. Ákvarðanir og rökstuðning ráðsins ber síðan að kynna, eins og gjörðir annarra aðilja, sem ráðstafa opinberu fé. Með þessu er ekki ætlazt til smásmygli í vali rannsókna- verkefna. Undirstöðurannsóknir, sem eru þess eðlis, að erfitt er að meta árangur þeirra til fjár, eiga að hafa fulla sam- keppnisaðstöðu við hagnýtari verkefni, innan þess ramma, sem íslenzkt þjóðfélag og fjárhagsgeta setur. Fróðlegt er að kynnast, hve landbúnaðarrannsóknir eru miklar umfangs í Noregi. Árið 1970 var varið til þeirra 73.8 milljónum króna norskra, sem svarar til um 1100 milljóna íslenzkra króna. Árið 1973 nemur þessi upphæð rúmum 1300 milljónum króna, og stefnt er að því, að þessar fjár- veitingar aukist um 9% árlega næstu fjögur ár. Árið 1970 unnu 1371 sérfræðingur og aðstoðarmenn þeirra að rannsóknum, en þeir unnu einnig að fleiri störf- um, svo sem kennslu og leiðbeiningastörfum, þannig að reiknað er með, að 878 ársverk hafi farið til rannsókna. Til að gera samanburð á þessum tölum og sambærilegum 28

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.