Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 54
dýralíf. Af ritum útlendum (Weis-Fogh 1947—48) (Cernova et al 1971) má ráða, að m. a. séu lífræn efni í moldinni og bygging jarðvegsins mjög þýðingarmiklir þættir fyrir dýra- líf. Búfjáráburður er almennt talinn bæta byggingu jarð- vegsins og að líkindum eru lífræn efni í mykju betur að- gengileg fæða fyrir smádýr jarðvegsins heldur en lífræn efni í húmus og óumbreyttum jurtarótum. Gætu þetta því verið nægar ástæður fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi í mykjureit- unum. Benda má á að jurtir gera, að nokkru leyti, sömu kröfur til jarðvegsins og dýrin, og því einsýnt að beztu skilyrðin fyrir jurtirnar eru að öðru jöfnu einmitt í því landi, sem á hefur verið borinn búfjáráburður. Þriðji dýraflokkurinn, sem til talningar kom, voru þráð- ormar. Ef við lítum á þær tölur í töflu 3, kemur nokkuð annað í ljós en við athugun á fjölda maura og mordýra. Munur á N-áburðartegundum er nú nokkur og á þann veg, að flest dýr finnast í stækjureitum en fæst í kalksaltpéturs- reitunum. I bókum má sjá, að nokkuð virðist háð tegund- um þráðorma við hvaða sýrustig þeir þrífast bezt (Burns 1971). Aðrar rannsóknir sýna fækkun þráðorma með hækk- andi sýrustigi (Nyhan et al 1972). Er þetta í samræmi við það að fleiri þráðormar finnast í hinum súra stækjureit en í kalksaltpétursreitnum, sérstaklega er þessi munur áberandi í efstu 2,5 sm, en sýrustigsmunurinn á þessum tveim reitum er einmitt langmestur í þessu efsta lagi jarðvegsins. Ekki eru tök á því á þessu stigi málsins að fullyrða um hvort allir þessir þráðormar eru til ills eða góðs í moldinni. Vitað er að ákveðnar tegundir þráðorma eru skaðvaldar í nytjajurtum, t. d. hnúðormar í kartöflum. Ekki eru þeir þráðormar er fundust í Tilraunastöðvartúninu neinir beinir skaðvaldar í líkingu við hnúðorma, og ætla má að allur þessi her lífvera vinni ögn að umbreytingu lífrænna efna og geri þar með moldina frjósamari. Rannsóknaniðurstöður benda þó til þess (Oostenbrink 1971), að þrátt fyrir hinn gífurlega fjölda þráðorma í jarðveginum, oft 80—90% af öllum fleirfrumu dýrum jarðvegsins, sé þeirra hlutur í niðurbroti lífrænna efna og byggingu moldarinnar harla smár. I reitum með bú- 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.