Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 76

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 76
vinnslu heysins. Þá eigum við völ á dýrmætu snefilefnafóðrí þar sem þangmjölið er og mætti bæta því inn í eftir þörfum. Sé ég fljótt á litið fátt því til fyrirstöðu að koma á fót með tímanum blöndunarstöðvum á eða í tengslum við köggla- verksmiðjur framtíðarinnar, þar sem ýmsar gerðir fóður- ’blandna, sem að meiri hluta eða jafnvel að langmestum hluta, væru samsettar úr innlendu fóðri. Mér er það ljóst, að það er auðveldara um að tala en að framkvæma þetta eins og annað. Að baki slíku þurfa að liggja margar rannsóknir, t. d. á því atriði hvort, og þá að hve miklu leyti, megi blanda fitu í heyframleiðsluna. Auk þess þarf að ákvarða heygæðin, að svo miklu leyti sem mögulegt er, eins oft og þörf krefur, til þess að fóðurblöndurnar séu sem líkastar frá einum tíma til annars. Væri ekki fráleitt að hugsa sér að með innlendum efnum eingöngu gætu kýr mjólkað 22—24 lítra. A það ber að leggja mikla áherzlu að slíkur árangur næst ekki án þess að verulega aukin rannsóknarstarfsemi á þessu sviði sýni fram á að slíkt sé mögulegt. Ákvörðun heygæð- anna yrði einn ríkasti þátturinn í þessum rannsóknum, auk þess sem hver bóndi þyrfti að fylgjast með heyjum sínum í þessu tilliti. Óhjákvæmilega þarf öll leiðbeiningar- og fræðslustarfsemi varðandi fóðrun að stóraukast meðal bænda þessu samfara. Hafi fóðurinnflutningsfyrirtæki og leiðbeiningarþjónust- an ekki rætt þessi mál, sem því miður fátt bendir til (sbr. niðursetningu kornturna um allt land, að því er virðist skipulagslítið út.frá nefndu sjónarmiði) þyrftu þessir aðilar, ásamt sérfræðingum í fóðrun og bændasamtökunum, að setj- ast á rökstólana hið fyrsta. Annað væri vanmat á getu okkar til þess að vera okkur nógir og sérstaklega vantraust á getu íslenzkra landbúnaðarvísindamanna. Þar eð samfara slíkum aðgerðum fæst mun meiri þekking á eðli og áhrifum fóðursins, er sennilegt að kvillasemi í búfé, sem nú valda bændum oft stórtjóni, réni að mun. Hvort slík bylting í fóðrun kemur út með hagnaði fyrir hinn einstaka bónda og/eða fyrir þjóðarbúið er ekki í mínu valdi að sjá fyrir. Samt leyfi ég mér, sem leikmanni í hag- 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.