Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 80

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 80
Aftur á móti ber að nýta til fullnustu hæfileika kúnna til að breyta hinu innlenda fóðri, grasinu, í verðmæta fram- leiðsluvöru, mjólkina." NOKKUR ORÐ UM SELEN Þótt málmleysinginn selen hafi valdið íslenzkum bændum miklum búsifjum — og líklega meiri en í fljótu bragði sýn- ist, hefur verið furðu hljótt um öll skrif varðandi þetta efni. Friðrik Pálmason, sérfræðingur á Keldnaholti, þýddi þó ágæta danska grein um þetta, sem hirt var í Búnaðarblað- inu (10. thl. 1967, bls. 302). Um önnur skrif á borð við þessa grein er mér ekki kunnugt varðandi selen hér á landi. Nú er það t. d. vitað mál að dýralæknar í ýmsum héruð- um hafa útvegað bændum selenlyf við svokölluðu stíu- skjögri í lömbum í þó nokkur ár, án þess að dýralæknaþjón- ustan hafi gert nokkuð veður út af þessu svo mér sé kunn- ugt, hvað þá rannsóknir. Það er ekki ætlun mín að þessu sinni að ræða um þetta efni í neinni dýpt né til hlítar, enda er sannleikurinn sá að þekkingin á lífeðlisfræðilegu hlutverki selens í skepnum ristir ákaflega grunnt enn sem komið er. Læt ég í þessu til- viki nægja að vísa til greinar Friðriks. Það sem ég vildi einkum vekja athygli á, er hver búsifja- yaldur þetta efni getur hugsanlega verið, auk þess sem vit- að er með nokkurri vissu. Það má slá því nokkuð föstu, að selen hefur valdið svo- kallaðri hvítvöðvaveiki („white muscle desease,“ stíuskjögri) í lömbum, einkum lambgimbralömbum. Einkennin eru nokkuð breytileg, stundum eru lömbin orðin veik strax við fæðingu, en ég hygg að oftar fari ekki að sjá á þeim fyrr en nokkuð seinna, jafnvel ekki fyrr en eftir 4—6 vikur eftir burð. Oft ber á þessu eftir að lambánum er hleypt út eftir styttri eða skemmri innistöðu með lömbum sínum. Það virðist vera ákaflega útbreiddur misskilningur meðal bænda að inni- staðan sem slík valdi þessu. Skýringin er vitaskuld sú, að 84

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.