Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 87

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 87
smiðju við fjós sitt og framleiðir byggingarvörur úr allri þeirri mykju, er hann fær úr sínum tuttugu þúsund holda- nautum. Hér að ofan hefur verið sagt frá því hvernig stórbúskapur Ameríkanans varð til þess — út úr neyð — að fundið var upp byggingarefni úr mykju. Aldagömul saga úr Indlandi hefur reyndar endurtekið sig hér, þó ekki verði hægt að segja að sambærileg sé, þar sem Indverjar í fátækt sinni notuðu, fyrir mörgum árum, þurrkaða kúamykju úr sínum heilögu kúm til kofahygginga. Rannsóknir eru einnig í gangi víða í heiminum með að umbreyta mykju í próteinauðugt fóður handa jórturdýrum, þá hefur áhurður undan svínum líka verið notaður í til- raunaskyni sem fóður. Hér lýkur tilvitnun í hið danska blað. Eins og af þessu sést er það ofarlega á baugi hjá mörgum þjóðum að koma húfjáráburðinum í sképnufóður. Þeir erfiðleikar, sem víða hafa skapazt hér á landi við að fjarlægja mykju, verða þó varla leystir með því að breyta henni í fóður, enda rétt fyrir íslenzka bændur að reyna i lengstu lög að koma mykju og öðrum búfjáráburði í flög eða á túnin og með því reyna að ná nýbrotnum og nýlega frágengnum túnum í viðunandi rækt, en slíkt verður trauðla gert með íslenzkan jarðveg nema á hann, eða þó öllu frekar í hann, verði borið verulegt magn af búfjáráburði. Þá erfiðleika, sem við er að etja, í sambandi við losun á haughúsum og útkeyrslu á þessum áburði, verða tæknimenn að leysa. Sú aðferð, sem eitthvað hefur þekkzt hér á landi, að setja hauginn í bæjarlækinn er forkastanleg og því verður að hætta sem fyrst. Kemur þar hvort tveggja til, að hér er dýrmætum efnum fleygt og um leið eru ár og lækir í mikilli mengunarhættu. Þó eigi sé ástæða til að breyta íslenzkum búfjáráburði í fóður á næstu árum, þá bendir margt til þess, að einungis sé tímaspursmál hvenær hænsnaskítur og ef til vill ýmis konar annar búfjár- áburður verði hér í erlendum fóðurblöndum, og hver veit nema hinir ótrúlegustu hlutir, merktir „Made in USA“, séu gerðir úr kúamykju. 91

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.