Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 90

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 90
segja um fleiri lán og ýmsa styrki, sem svo eru nefndir. Það má auðvitað um stund, með lánum, peningum og laga- boðum skrúfa áfram eina þjóð, búa til framfara og menn- ingarblossa, en ef ekki er samfara hjá þjóðinni traust á sjálfri sér, og sjálfbjargarlöngun hjá einstaklingum, þá verð- ur slíkt skrúf aldrei heillaríkt til lengdar, bara stundarblossi, en enginn stöðugur logi. Vér íslendingar höfum kannske gjört fullmiklar kröfur einmitt í þessa átt. Eg hygg, að þegar vér verðum miklir menn, eins miklir eins og eg vona að vér einhvern tíma verðum, þá lítum vér smáum augum á þær sleikjur, sem nú er verið að bjóða landbúnaðinum og telja eftir af sumum, svo sem t. d. búnaðarstyrk og þess háttar. Eg hygg að talsvert af sjálfstrausti og sjálfsbjargarlöngun búi í þjóð vorri, en eftir niðurlæginguna alla og þvingun- ina, sem hún hefir haft við að búa, þarf þetta tíma til að ná vexti og þroskast. Og ráðið til að flýta fyrir þessum þroska, held eg að sé fyrst og fremst það að spyrja jafnan áður en farið er að skima í aðrar áttir eftir hjálp eða styrk eða láni, spyrja fyrst: „Hvað get eg sjálfur?“ Eg held, að það væri á þeim tímum gott fyrir oss að hafa hugfast þetta vísuorð skáldsins: Vort lán býr í oss sjálfum — í vorum reit ef vit er nóg. Og námskeiðið hérna virðist mér nú ekki hvað sfzt svo skemmtilegt og hugnæmt vegna þess, að hér stefnir allt að því að kenna okkur og minna okkur á það, hvað landið okkar á til, hvernig vér eigum að hagnýta oss það sem bezt, og láta það verða að sem mestum notum eða í einu orði, hvernig vér eigum sem bezt að geta bjargað oss sjálfir, og eg vonast til að þótt úr okkur leki kannske ýmislegt, sem hér hefir verið sagt, þá verði samt margt eftir, og að aldrei fari svo að ekki loði í oss sá andi, sem gegnum alla þessa fræðslu gengur, sá andi að vekja oss til umhugsunar um gæði þessa lands, hve mikið sé í það varið að hirða um þau og nota sem bezt, hve áríðandi sé og arðvænlegt í einu orði að stunda þennan atvinnuveg, landbúnaðinn með allri kostgæfni, vinnandi eftir því öllum stundum, að hollt er heima hvað .... 94

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.