Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAMcTTIR _______________________TÍIWANS 16. TBL. — 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. OKT. 1971 NR. 65. Þorvaldur Sigurðsson sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði Löngum hefur verið hljótt um ólafsfjörS, og enn er það svo, að fjökdi landsmanna veit ekki hvar á landinu sá staður er. En hér, við opnu hafi, þar sem öldur Norð ur-íshafsins ganga óbrotnar að ströndinni, hófst byggð þegar á landnámsöld. Lengst af fóru litlar sögur af Ólafsfirði, og annálar geta hans lítt, nema í sambandi við harðæri og óáran. En í gegnum aldirnar hefur lifað hér fólk, sem á sína sögu, og á hljóðlátan hátt hefur haft áhrif á samtíð sína. Ólafsfjörður hefur átt sína alda- mótamenn, og þeir áttu sinn þátt í myndun þess byggðarlags, er þró azt hefur í Ólafsfirði síðustu ára- tugina. Einn þessara manna kveðja Ólafsfirðingar hinztu kveðju í dag. Þorvaldur Sigurðsson fæddist að Höfða á Höfðaströnd í Skaga- firði 27. febrúar 1887. Voru for- eldrar hans hjónin Sigurður Páls- son og Jónína Jónsdóttir. Þau voru bæði ættuð af Upsaströnd í Eyja- firði, og bjuggu fyrstu búskaparár sín á Karlsá, en fluttust árið 1877 að Mannskaðahóli á Höfðaströnd, en síðan að Höfða og Arnarstöðum, og loks voru þau fáein ár í Hofs- ósi. Rétt fyrir aldamótin flutti Sig- urður til Ólafsfjarðar og gerðist útvegsbóndi á Brimnesi. Börn þeirra hjóna voru sjö, tvö þeirra dóu ung, en hin fímni höfðu lengst af búsetu í Ólafsfirði, og er frá þeim kominn mikill og góður ætt- leggur. Þorvaldur Sigurðsson stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri, eftir að hann fluttist til Ólafsfjarðar með foreldrum sín- um. Þess náms naut hann vel á langri ævi. Árið 1917, þann 29. september, kvæntist hann Krist- ínu, dóttur Þorsteins Jónssonar, bónda í Hólkoti. Var heimili þeirra að Brekkugötu 9 rómað fyrir gest- risni og myndarskap. Kristín var gjörvuleg kona og vel að sér, bæði til munns og handa. Fékkst bún mikið við útsaum og vefnað, og eitthvað mun hún hafa málað. Þá þótti ullarband, er hún litaði með jurtalitum vera frábært. Á þessum tímmn var oft erfitt fyrir þá, er leið áttu í Ólafsfjörð, að fá gist- ingu þar, en heimili Þorvaldar og Kristínar var þá opið vegfarandan- um og nutu þar margir greiða, sem þeir gleymdu ekki. Þau Þor- valdur og Kristín eignuðust eina dóttur, Sigurbjörgu, sem gift er Jóhannesi Elíassýni, bankastjóra í Reykjavík. Einnig ólu þau upp syst urdóttur Þorvaldar, Jakobínu, dótt ur Jóns Friðriksonar og Guðfinnu Sigurðardóttur. Er hún gift dönslc um manni, og búsett í Kaupmanna höfn. Konu sína missti Þorvaldur árið 1962 og dvaldist eftir það áfram á heimili sínu, og naut um- hyggju sambýlisfólks síns, hjón- anna Jónmundar Stefánssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur, yngri. Hefðu þau ekki reynzt honum bet- ur, þótt hann hefði verið faðir þeirra. Ungur að árum hóf Þorvaldur útgerð í félagi við mág sinn, Þor- stein Þorsteinsson, bróður Kristín- ar. Voru mágsemdirnar tvöfaldar, því að Þorsteinn var kvæntur Snjó laugu, systur Þorvaldar. Með þess- um tveimur mönnum tókst svo sterk og órjúfandi vinátta, að slíks munu fá dæmi að jafnmikil ein- ing sé milli bræðra, hvað þá óskyldra manna. Byggðu þeir hús- ið að Brekkugötu 9 saman og bjuggu þar í sambýli, sem aldrei féll skuggi á meðan báðum entist aldur, en Þorsteinn andaðist árið 1958. Völdust þarna saman sér- stakir dugnaðar- og mannkosta- menn, voru þeir í daglegu tali kallaðir „félagarnir", og báru það nafn með réttu. Voru þeir vinsæl- ir mjög af þeim er þeir kynntust, og margir þeirra manna, er hjá þeim unnu, minnast þeirra eins og þeir væru að tala um feður sína. Gerðu þeir félagar jafnan út tvo eða þrjá báta, og voru sjálfir for- menn á þeim, en höfðu fiskverk- un í landi. Einnig voru aðrir menn í félagi með þeim um skeið, og má þar nefna Guðmund Gíslason, sem var skipstjóri á Þór, og Ás-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.