Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 28
INNING SOFFIA GUÐMUNDSDÓTTIR HÚSFREYJA, HÖFN, HORNAFIRÐI Fædd 6. júní 1888. Dáin 23. júlí 1971. Á Höfn í Hornafir'ði er nú risið eitt hið blómlegasta og fram- kvæmdamesta kauptún landsins, en er þó í tölu hinna yngri kauptúna. Þar var fyrst byggð 1897, er Otto Tulinius, síðasti eigandi Papósverzl unar, tók sér þar búsetu og hóf þar verzlun. Hann var þá ungur maður og fullur áhuga og dugnað- ar. Á Papósi hafði verið rekin verzl un frá því laust eftir 1860, sem danskir menn voru eigendur að þangað til Otto Tulinius keypti hana 1895. Á þessu tímabili sóttu Austur- Skaftfellingar verzlun þangað, og einnig ýmsir úr austasta hluta Vest ur-Skaftafellssýslu. Það var ekki stór hópur manna, sem gerðust landnemar á Höfn vorið 1897. Það voru aðeins tvær fjölskyldur. þ.e. Otto Tulinius, kona hans og ein dóttir, einn verzlunarmaður og tvær stúlkur. Hin fjölskyldan var stærri, eða 10 manns. Það var Guð- rnundur Sigurðsson, Sigríður Jóns dóttir kona hans, sex börn þeirra, ein vinnukona og vinnumaður. 0. Túlinius dvaldist ekki til lengdar á Höí'n eða aðeins f.jögur ár, og fluttist til fjölmennari staða og þar sem umsvif voru meiri, og áttí lengst af ævinnar heima á Ak- ureyri og var meðal hinna nafn- kunnustu manna þar. Hin fjölskyld an varð fastari í sessi á Höfn og undi sér þar vel og lengi, sumir einstaklingar hennar til æviloka. Þeir urðu því hinir raunverulegu landnemar á Ilöfn. Guðmundur Sigurðsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Skriðdal 1856 en ólst að mestu upp á Stafafelli í Lóni hjá séra Bjarna Sveinssyni, föður liins mikla kennimanns Vest ur-íslendinga, síra Jóns Biarnason ar, og Sveins bónda í Volaseli í Lóni, en síra Bjarni Sveinsson hafði ver ið prestur í Þingmúla 1851—1862, er liann fluttist að Stafafelli. Kona Guðm. Sigurðssonar var Sigríður dóttir Jóns hreppstjóra Jónssonar í Byggðarholti, nafnkennds manns. Guðmundur hafði stundað nám í söðlasmíði í Kaupmannahöfn og vann að því starfi lengi en gerðist jafnframt verzlunarmaður á Papósi og einnig á Ilöfn um allmörg ár. Hann var og síðar bóksali á Ilöfn. Guðmundur lagði því gjörva hönd á margt, enda góðum hæfileikum búinn, átti létt um mál og naut sín vel í samræðum um landsins gagn og nauðsynjar, hélt vel á hlut sínum og af góðri einurð. Ég sagði honum stundum á efri árum hans, að hann ætti að nota þann tíma, sem hann enn ætti ráð á, til að tala við hina ungu kynslóð í landinu og kenna henni af reynslu sinni og hyggindum hversu henni bæri að lifa lífinu. þá yrðu störfin og viðfangsefnin henni létt og að nokkru í líkingu við það, sem þau höfðu orðið hon- um á langri ævi. Sigríður, kona hans, var mikil rausnar- og öðlingskona, tilbúin að veita hverjum og einum það lið sinni og aðstoð, sem brýnust var þörf á og kom sér bezt. Þetta kom meöal annars fram á fyrstu árun um á Fíöfn, þá áttu ferðamenn hvergi athvarf til hvíldar og hress ingar nema hjá þeim tveim fjöl skyldum er þar voru og var lengi rómað hvílíkri fórnarlund og hjálp fýsi þau hión voru gædd. Að sjálf sögðu tók þetta breytingum er íbúum fjölea'ði í kauptúninu og til fleiri heimila var a'ð leita, en að 14 árum liðnum voru Hafnarbúar orðnir nærri sjötíu. Börn þessara mætu hjóna voru sex, þrjár dætur og þrír synir. Dæturnar voru: Soffía Ragnhild ur, sem er nýlátin, Soflía Margrét ekkia Eiríks Beck á Reyðarfirði og Þrúður, sem lézt á barnsaldri. S.vnirnir voru: Bjarni, kunnur listmálari, verzlunarmaður og síð ar kaupfélagsstjóri, kvæntur Ingi björgu Gunnlaugsdóttur, systur Geir bónda í Eskihlíð og Björns læknis, sem er látinn. Jón, kennari, kaupmaður um skeið, og lengi skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Þórunni Beck frá Reyðar firði og Gísli, lengi símstöðvar stjóri á Djúpavogi. Af þessum syst kinum eru þau Margrét og Jón enn á lífi. Soffía Ragnhildur, sem var elzt systranna, ólst upp hjá foreldrum sínum, eins og systkinin öll, hún giftist árið 1917 Ásgeiri syni Guðmundar bónda og smiðs Jónssonar í Þinganesi í Nesj- um. Var Jón einn hinna kunnu Hoffelsbræðra eldri. Hinir voru: Eiríkur bóndi á Syðra-Firði og Brú á .Tökuldal og Jón bóndi og söðla smiður í Hoffelli. Allir nafnkennd ir atorku- og dugnaðarmenn, synir Guðmundar bónda Eiríkssonar í Hoffelli bróður Stefáns alþingis manns og bónda í Árnanesi í Nesj um. Ásgeir, maður Soffíu. er sem þeir frændur márgir fjölhæfur smiður, sem allt leikur í höndun um á, og mikill atorkumaður í hverju starfi. Þau Soffía og Ásgeir voru fyrstu tvö hjúskaparár sín í Þinganesi, en fluttust síðan á Höfn og áttu þar heimili síðan og bjuggu lengi í húsi foreldra Soffíu og í sambýli við þau. Hið gamla hús fyrsta landnemans á Höfn entist fjölskyldunni vel og lengi og þjón aði því hlutverki, sem ætlazt var til. Þar var jafnan gott a'ð koma og dvelja hvort heldur var til gömlu hjónanna Sigríðar og Guð mundar eða hinna yngri, Soffíu og Ásgeirs. Þetta fólk var í náesta ná- grenni við okkur hjónin í meira en tvo áratúgi 1921— 1943, er við áttum heim- 28 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.