Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 8
hendi, enda var allt fágað o{- prýtt á heimili hennar, úti og inni. Fyrstu árin mörg í Brimnesi bjuggu þau í gömlum bæ, sem var að sumu leyti um 100 ára gamall og það nýjasta frá aldamótunum. Var það sem geta má nærri, að ýmsu leyti erfitt, þar sem öll nú- tímaþægindi skorti. En húsmóðir- in unga lét það ekki á sig fá. Hún sameinaði aðdáanlega gamla menn ingu, það bezta úr henni og kosti hinna nýju. Smátt og smátt end- urnýjuðu þau bæinn og endur- bættu, eignuðust ýmsar vélar, úti og inni, til aukinna þæginda, en lengi óf Sigurður faðir hennar og Anna dóttir hennar á gömlum vef- stól, að fyrri tíma sið, efni í föt og fleira. Áherzla var lögð á ræktun í Brimnesi, og eru nú mest allar engjarnar orðnar að túni fyrir löngu. Um 1955 var svo byggt vandað nýtt sveinhús og hlöður, fjós og fjárhús og unnu þeir að þvi Björn og Steingrímur, tengda- sonur Sigurlaugar. Sigurlaug mat mikils gamlar erfðir og átti sannkallað forngripa safn, með ýmsum merkum grip- um. Hún var framúrskarandi veitul og höfðingleg heim að sækja, glöð og gestrisin. Sama var, hvort komið var að Brimrresi að nóttu eða degi, alltaf voru viðtökurnar þær sömu. Börn- um var hún innilega hlý og um- hyggjusöm, en þó stjórnsöm, sem bezta móðir, og nutu þess mörg börn, bæði skyld og vandalaus, sem þar voru í sumardvöl, eða lengri tíma. Og dótturbörnin tíu kömu daglega, og oft á dag, yfir túnið heim til ömmu, í ýmsum er- indum, og oftast mun hún hafa átt eitthvað til að stinga upp i litlu munnana. Þau Gunnlaugur ólu upp elzta son Önnu, dóttur Sigurlaugar, Gunnlaug Steingrímsson, bifreiða- viðgerðarmann á Hofsósi. Auk þess voru þar drengir og stúlkur árum saman í sumardvöl, og fyrir kom, að börnum var kom- ið þangað fyrir í lengri tíma, af ýmsum ástæðum. Og öllum þótti þar gott að vera og höfðu gott af. Sigurlaug og Gunnlaugur höfðu sérstakt lag á börnum og allur heimilisbragur, rc^lusemi og stjórnsemi var til fyrirmyndar. Bæði voru þau vel hagorð og höfðu milcið yndi af ljóðum og lausavísum og kunni hún ógrynni af þeim. Hún hafði og yndi af öll- um góðum bókum, skáldritum og fræðiritum, sérstaklega þjóðlegum fróðleik, og var alltaf mikið lesið í Brimnesi, og áttu þau gott bóka- safn. Einnig var bókasafn Lestrar- félagsins í sveitinni lengi þar til húsa. Hún kenndi mér ungri að meta og dá t.d. ljóð Einars Benedikts- sonar, sem mörgum fannst, á þeim tímum, nokkuð stirfin og þung- skilin. Kunni hún mörg þeirra ut- an að og fór mjög vel með, t.d. Dísarhöll, Ævintýr hirðingjans og fleiri, og hygg ég, að hún hafi kunnað flest kvæðin í Hafblikum utan að. Einnig hélt hún mikið upp á kvæði Davíðs Stefánssonar og kúnni mörg þeirra. Yndi hafði hún af leiklist og hygg ég, að við höfum séð saman flest leikrit, sem hér voru sýnd í Reykjavík á þessum árum (1925— ‘28). Vissi ég, að hún skrifaði gam- alli vinkonu sinni, norður í Skaga- firði, efni leikritanna, í bréfum sínum til hennar. Á heimilinu í Brimnesi voru, í mörg ár, þrjú gamalmenni, for- eldrar Gunnlaugs, Halldóra og Björn, og Sigurður, faðir Sigur- laugar. Allt var þetta indælis fólk, enda var samkomulagið eins og bezt varð á kosið. Sigurður var mjög skemmtileg- ur maður og kunni frá mörgu að segja og aldrei féll honum, eða þeim gömlu hjónunum, verk úr hendi. Þau dóu öll í hárri elli og Sigurlaug annaðist þau til hinztu stundar, sem bezta dóttir. Sömu vinnukonuna höfðu þau frá því, að þau fluttust að Brim- nési og þangað til hún dó, fyrir nokkrum árum. Var hún þá búin að vera við rúmið í mörg ár, en vildi hvergi annars staðar vera en á gamla heimilinu sínu, enda var hún sem ein af fjölskyldunni. Sig- urlaug annaðist hana til hins síð- asta með sömu snilld og annað, er hún tók að sér. Sami vinnumaðurinn var hjá þeim hjónum í áratugi og ól Sig- urlaug upp dóttur hans, fram yfir fermingaraldur, en hún kom á heimilið tveggja ára. Var hún henni einnig góð móðir. Ég, sem þessar línur rita, á ótelj- andi dýrmætar minningar um þessa góður og mikilhæfu konu og alla tryggð hennar við mig og mína, um meira en fjörutíu ára skeið, og fellur þar á hvorki blett- ur né hrukka. Ég kynntist henni fyrst ung stúlka, hér heima í Reykjavík og höfðum við mikið saman að sælda í 3—4 ár, enda áttum við heima í sama húsi. Síðar heimsótti ég þau hjónin og börnin norður að Brimnesi, oft og mörgum sinnum. Illeyptum við saman gæðingum um grænar grundir, um hennar Ijómandi vor- fagra Skagafjörð. Síðar leitaði ég til hennar með börnin mín, í sveitasæluna, af malbikinu, sumar eftir sumar, og stóð með henni við rakstur á túni og engjum, dag eft- ir dag. En aldrei var neitt erfitt eða leiðiniegt í Brimnesi, því að alltaf var um nóg að ræða, sagnir, skáld- skap, örlög manna og kvenna, svo að erfiðið gleymdist og dagarnir urðu of stuttir. Það var eins og að koma í for- eldrahús, bæði fyrir mig og dreng- ina mína, og við minnumst þess enn í dag, með þakklæti er við kveðjum hana innilegri hjartans kveðju, að leiðarlokum og óskum S ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.