Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 25
En þessi kvæði og vísur, sem á gamansaman hátt tóku til meðferð ar viðburði samtíðarinnar innan héraðs og utan og stundum ýmsa þá, sem viðkvæmastir voru fyrir, öfluðu honum þó ekki óvinsælda svo ég viti, og segir það meira en löng lýsing um hans mannlega og hlýja hugarþel, sem engum gat leynzt, er einhver samskipti hafði við hann. Aldrei gat ég merkt, að Kemp liti á sig sem skáld, og þó hefðu mörg af fremstu ljóðskáldum samtíðar hans mátt öfunda hann af því hve létt honum var um að tjá sig skýrt og óþvingað, og það meira að segja í dýrt kveðnum vísum. Það var heldur aldrei hægt að merkja, að Kemp teldi sig boðbera eins eða neins, og allt sem kalla má prédikun var honum víðs fjarri. En af honum skein fordóma leysi, sjálfstæði gagnvart venju- toundnu verðmætamati samtíðar innar, hugrekki til að skera sig úr í hverju sem var og skemmtileg tilhneiging til að hneyksla þá, sem fastir sátu í hræsni tíðarandans. Það er eins og hann hafi verið fyrirboði þeirra hræringa, sem nú gera vart við sig meðal ungs fólks og hafa fyrir aðalsmerki einkenni þau, sem ég var að nefna. Því ber að fagna, að blöð Kemps með kvæðum hans skuli vera á vís um stað og varðveitast frá eyði leggingu, þó þau komi ekki fyrir almenningssjónir í bráð, skv. hans eigin ákvörðun. Kemp var dugmikill afkastamað ur við allt, sem hann tók sér fyr- ir hendur, og búnaðist vel. Hann tók við jörð sinni, Illu *a- stöðum, svo til húslausri og ór; vt aðri, en byggði þar þegar hús .ð þeirra tíma vísu. Síðar, eftir að nýj ungar í húsagerð ruddu sér til rúms, húsaði hann Illugastaði að nýju. Hann lagði einnig í miklar ræktunarframkvæmdir, rak stórt og myndarlegt bú svo af bar, en var þó við önnur störf hálft árið. Velgengni hans var því ekki síð- ur að þakka konu hans, Elísabetu Kemp, glæsilegri og dugmikilli konu, sem lifir mann sinn. Þau hjón eignuðust 9 gjörvuleg börn og ólu einnig upp hálfbróður Kemps, Pétur Stefánsson. Við fráfall Kemps votta ég konu hans, Elísabetu, svo og öðrum að standendum samúð mína. Jón Hafsteinn Jónsson. f Ludvig Rudolf Kemp, eins og hann hét fullu nafni, andaðist 30. júlí s.l., 82 ára gamall. Hann var jarðsettur á Sauðárkróki að við- stöddu fjölmenni, svo sem vænta mátti. Ludvig var þjóðkunnur maður og bar margt til þess. Sum af ljóð um hans hafa verið á hvers manns vörum, ef svo má segja, sakir frá- bærrar rímsnilli og málfars, en ekki sízt af þeim blæ, sem yfir ljóðum hans er velflestum. Lausa vísur hans eru og margar þjóð- frægar. Ludvig Kemp var meðal maður að vexti og samsvaraði sér vel. Svipur hans var fast mótaður, en gát verið glettinn á stundum óg vissu fáir hvað undir bjó. Gat þá gjarna orðið til ódauðleg vísa af litlu tilefni. Ævistarf Ludvigs var margþætt. Hann stundaði búskap að Illuga stöðum á Skaga norður, en var jafnframt landskunnur vegaverk- stíóri. Ludvig Kemp var kvæntur El' abetu Stefánsdóttur, mikilli m; ;nkostakonu. Eignuðust þau 9 mannvænleg börn. Tveir synir þei' a eru látnir og var það mik ill J armur þeirra hjóna. Síðasta star' hans, að ég hygg, var sjúkra samlágsstjórn á Skagaströnd og ná grcnni. Ileyrt hef ég um hann, að ha \ skilaði verkum þeim, sem ho; m voru falin, með fullkomn- um óma. Þá hef ég lieyrt af vör um j eirra manna, sem unnið hafa að vcgagerð undir stjórn hans, að hann væri þeim ógleymanlegur, sakir meðfæddra hæfileika og mannkosta. Eift af ævistörfum L.K. er þó ótaiið. Hann var óvenju vel greind ur n 5ur og fjölhæfur. Auk ljóða gerð. hans, sem áður getur, var honun jafn sýnt um að rita óbundið mál, er Ijóst kemur fram í sirrifu i hans um ættfræði og ski á'-etningu ýmissa heimilda, sem eflau munu lifa lengi eftlr hans dag, i fræðimennska var honum hugk^kin. Mér er nær að halda, að mrl'-"ur fróðleikur, sem hann hef- v r ’ialdið til haga um dagana, hafi erm ekki komið fram í dagsljósið. Ég minnist þess, er Ludvig kom t:l Akureyrar að hitta vandafólk sitt og dvaldist þar um lengri eða skemmri tíma, að liann kom og heimsótti mig. Lét óg þá allt ann að „lönd og leið“ til þess að geta dvalið stund með þessum orðsnill- ingi, sem hann vissulega var í aug um mínum, og raunar flestra þeirra, er til hans þekktu. Ég var eins og bergnuminn að hlýða á frá sagnir hans og ljóð. Fyrir þetta allt vil ég þakka honum með þess ari fátæklegu grafskrift um leið og ég sendi konu hans og bömum innilega samúðarkveðju. Harpan er þögnuð. Heilögust ró hjúpar nú snillingsins náinn. Ljóðvana söngfuglar læðast í mó. Ludvig R. Kemp er dáinn. Pétur Jónsson frá Hallgilsstöðum. t „Andi þinn á annað land, er nú fluttur burt frá mér. Bandað hef ég bleikan gand ber hann mig á eftir Þér“. V. Benónýsson. Eins og að likum lætur, eru alda mótamennirnir svonefndu óðum að kveðja þetta vort jarðlífssvið, mennirnir sem háðu harðari lífs- baráttu en þekkist nú til dags, en þeir tryggðu um leið afkomendum sínum betri og bjartari daga en þeir sjálfir áttu kost á. Verður þessum mönnum seint fullþakkað. Ludvig R. Kemp andaðist 30. júlí sl. á heimili sínu, Karlagötu 20 í Reykjavík, og var jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju 7. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ flutti kirkju- ræðuna og jarðsöng. Kemp var í þennan heim bor inn 8. ágúst 1889, í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, Suður-Múlasýslu. Voru foreldrar hans Stefán Árna- son og kona hans, Helga Ludvigs dóttir Kemp. Á fyrsta ári var liann tekinn í fóstur af hjónunum Júlíusi ísleifs- syni og Guðfinnu Eyjólfsdóttur í Hlíð í Breiðdal, og lijá þeim ólst hann upp, sem þeirra eigið barn væri, til þroska ára. Greind hans og námfýsi kom snemma í ljós. Hann lauk gngn- fræðaprófi frá Flensborgarsk )la vorið 1909 og tveim árum síðai it- skrifaðist hann frá Verzlunars) la íslands, og stundaði verzlunars! rf um skeið á Sauðárkróki, en si: it- fSLENDINGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.