Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 2
grím Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Var Ásgrímur mikill vinur þeirra félaga, átti með þeim skipin Kristjönu og Sigurð, og var skipstjóri á þessum skipum. Árið 1928 varð Þorvaldur að hætta sjómennsku vegna heilsu- brests. Tók hann þá við stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar, og var for stjóri hans til síðustu áramóta, eöa í 42 ár samfleytt. Samhliða því starfi hafði hann bókhald fyrir rekstur þeirra félaga, og vann ýms landvinnustörf í því sambandi. Einnig annaðist hann bókhald fyr- ir Hraðfrystihús Ólafsfjarðar um skeið. í hreppsnefnd var hann 1 mörg ár og oddviti um tíma, og auk þess gegndi hann ýmsum öðr- um trúnaðarstörfum fyrir byggðar lagið. Lengst af starfaði hann einn við Sparisjóðinn, en er starfið varð það umfangsmikið, að hann ann- aði því ekki einn, fékk hann sér til aðstoðar frænda sinn, Þorvald Þorteinsson, sem nú veitir Spari- sjóðnum forstöðu. Öll störf sín rækti Þorvaldur Sigurðsson með sérstakri snyrtimennku og sam- vizkusemi. Það var því ekki að ástæðulausu að hann var kjörinn heiðursborgari Ólafsfjarðarkaup- staðar á sjötugs afmæli sínu 1957. Þorvaldur andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst s.l. eftir stutta legu. Þorvaldur Sigurðsson var mynd arlegur og virðulegur að vallarsýn, og sérstakt prúðmenni í allri fram göngu. Hann var alla tíð hlédræg- ur og ekki gefinn fyrir að trana sér fram, en enginn þurfti að tvíla orð hans eða gerðir. í vinahópi var hann glaðvær og skemmtilega spaugsamur, og ef hann tók að sér hlutverk í sjónleik, þá komu fram hjá honum sérstakir hæifleikar. Ég naut þeirrar ánægju að sjá' hann leika Skrifta-Hans í „Ævin- týri á gönguför“, og svipbrigði hans og söngur hrifu mlg svo, að það er mér ógleymanlegt. Hann var vinur vina siifna og hjálpsam- ur þeim, er til hans leituðu. Þeg- ar hann í dag er lagður til hinztu hvíldar við hlið konu sinnar í Fossvogskirkjugarði, kveðja Ólafs- firðingar hann með þökk og virð- ingu, og minnast hans sem vinar og samferðamanns, er aldrei gleymist. 11. ágúst 1971. Rögnvaldur Möller. t Þorvaldur Sigurðsson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, er látinn og borinn til moldar, þegar þessi fáu orð birtast. Hann fæddist að Höfða á Höfðaströnd árið 1887, sonur hjónanna Sigurðar Pálsson- ar og Jónínu Jónsdóttur. Þorvaldur fluttist snemma til Ólafsfjarðar ásamt foreldrum sín- um og bjó þar til dauðadags. Hann rak þar lengi útgerð og fiskverk- un ásamt mági sínum Þorsteini Þorsteinssyni, en þeir voru svo samrýndir, að þeir voru ávallt nefndir „félagarnir“ í daglegu tali. Þorvaldur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Ólafsfirð- inga. Hann var m.a. lengi í hrepps- nefnd Ólafsfjarðar og oddviti henn ar um langt skeið. Lengst og mest hefur Þorvaldur þó unnið Spari- sjóði Ólafsfjarðar. Hann hóf þar störf árið 1929 og gegndi þeim óslitið fram á síðustu áramót. Það er ekki ofsagt, að þess munu fá dæmi að maður hafi helgað sig af jafn mikilli alúð og eljusemi starfi sínu og Þorvaldur gerði. Fyrir þetta og hægláta, en umfram allt góðviljaða, framkomu sína ávann hann sér slíkt traust og virðingu allra, sem höfðu viðskipti við spari sjóðinn, að þess munu fá eða eng- in dæmi um menn, sem slíkum störfum gegna. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt að nokkur sviki Þorvald um endurgreiðslu á láni eða kæmi slíkt til hugar, og þá þótti mönnum sem þeir hefðu þeg- ar fengið féð í hendur, þegar Þor- valdur hafði sagt að hann skyldi reyna að hjálpa þeim við þau hugð arefni, sem menn glímdu við. Kunningi minn, sem víða hefur far ið og kynnzt mörgu á sviði við- skipta og fésýslu, sagði eitt sinn við mig: Það er ég viss um, að Þor valdur Sigurðsson er einstæðasti bankástjóri í veröldinni. Það er mikil gæfa hverjum þeim, sem kynnist slíkum mann- kostamanni og Þorvaldur var. Ég er einn af þeim, sem á honum slík kynni að þakka. Á þeim árum, sem mér var falið að hafa nokkra um- sjón með fjármálum Ólafsfjarð- arkaupstaðar, þurfti ég oft til hans að leita. Um þau viðskipti þurfti aldrei að hafa mörg orð enda var Þorvaldur allra manna orðfæstur. Óskráð lög voru þeim betur haldin af báðum og stundum fór svo að mér blöskraði umburðarlyndi hans, þegar illa stóð á fyrir mér, en fyrir bragðið lét ég það verða mitt fyrsta verk að leggja inn hjá Þorvaldi, þegar betur gekk. Ég ætla að margir Ólafsfirðingar hafi svipaða sögu að segja. Hann var gerður að heiðursborgara Ólafs- fjarðarkaupstaðar á sjötugsafmæli sínu, sá fyrsti og eini, sem þá sæmd hefur hlotið, og mun öllum hafa þótt honum með því sýndur verðugur sómi. Þorvaldur var kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur Jónssonar frá Hól- koti í Ólafsfirði. Kristín var mikil húsmóðir og var heimili þeirra gestkvæmt, einkum þegar Þorvald ur var forustumaður í hrepps- nefnd. Heimili þeirra bar rausn og mannkostum þeirra beggja vitni. Þeir Þorsteinn og Þorvaldur reistu snemma veglegt hús í Ólafsfirði, seín ætíð hefur verið nefnt „Fé- lagahúsið“. Það er enn í dag með reisulegri húsum í Ólafsfirði, hlý- legt og rismikið, og umhverfis það er fegursti garður, sem til er í byggðarlaginu. Þessi garður var yndi Kristínar og mun varðveita al úð hennar og smebkvísi um ókom- in ár. Ekki var fátitt að sjá Þor- vald ganga út í garðinn á síðari árum og njóta þar handarverka konu sinnar í fegurð trjáa og gróð urs. Kristín lézt árið 1962. Þau Kristín og Þorvaldur áttu eina dótt ur barna, Sigurbjörgu, sem er gift Jóhannesi Elíassyni bankastjóra í Reykjavík. Einnig ólu þau upp Jakobínu Jónsdóttur, sem nú býr í Kaupmannahöfn. Þorvaldur Sigurðsson var fjöl- mörgum hæfileikum búinn. Hann var söngmaður og leikari svo góð- ur, að af bar. Síðan hann lék Skrifta-Hans í Ævintýri á göngu- för, hefur jafnan verið örðugt að leika það hlutverk í Ólafsfirði jafnvel fyrir beztu leiikara þjóðar- innar. Meðfædd hógværð og hlé drægni Þorvaldar réðu því að þessi sem aðrir eðlisþættir í skap- höfn hans voru ekki á vitorði þeirra, sem ekki höfðu kynnzt hon um fyrj^á árum. Hárfín kímni hans og skopskyn gat þó ebki dulizt þeim, sem brugðu við hann á glens, þá var eins og allur persónuleiki hans ljómaði í góðlátlegu brosi. Ég flyt ástvinum Þorvaldar inni- legustu samúðarkveðjur og öllum þeim, sem sakna þessa miikla drengsikapar- og eljumanns. Ég 2 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.