Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 29
SEXTUGUR: NÓI JÓNSSON BÓNDI VINDÁSI EYRARSVEIT Sextugur varð hinn 16. sept s.l. Nói Jónsson bóndi Vindási í Eyr- arsveit. Nói fæddist á Eyrarsveit 16. sept. 1911, en á hvaða bæ veit ég ek'ki. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, bóndi þar á ýmsum stöðum og kona hans Guðrún Jóns- dóttir. Áttu þau stóran barnahóp, mig minnir 10, og voru jafnan fá- tæk, en börn þeirra hin efnileg- ustu og urðu öll dugandi fólk. Eru nú sum þeirra látin. Átta ára gam- all fluttist Nói með foreldrum sín- um að Vindási og hefir jafnan átt þar heima síðan, fyrst hjá þeim, en eftir lát þeirra sem sjálfstæð- ur bóndi. Þegar Jón faðir Nóa flutt- ist að Vindási, var býlið hjáleiga frá Setbergi, sem í aldaraðir var prestsetur Eyrsveitunga, en er nú lagt niður sem slíkt og býr prest- urinn nú í Grafarnesi, sem að réttu lagi heitir Grundarfjörður. Vindás var talið lélegt býli og þegar Jón faðir Nóa flutti þangað voru húsakynni mjög léleg og flest niðurnídd. Túnið gaf t.d. af ili á Höfn. Þangað var leitað, þeg ar laga þurfti, umbæta eða breyta einhverju á heimilinu eða hjá verzl un kaupfélagsins og var jafnan leyst úr því, sem að var, bæði fljótt og myndarlega, hvort sem leitað var til frú Soffíu eða Ásgeirs manns hennar. Heimilisstjórn fórst frú Soffíu með ágætum, allt var fágað og prýtt og öllu fyrirkomið haganlega þótt húsrými væri þröngt. Þar áttu þau hjón bæði sinn hlut að. Og utan húss nutu hæfileikar beggja hjónanna sín einnig með ágætum eða eins og bezt varð á kosið. Börn þeirra hjóna eru tvö: Katr ín, húsfreyja á Höfn, gift Sigurði útgerðarmanni Lárussyni og Guð mundur pipulagningameistari í Reykjavíik, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur. Ilafa þau systkin bæði hlotið frá foreldrum sínum þá fórn- sér tæpa 30 hestburði af töðu, fyrsta árið sem Jón var þar. Nói fór strax þegar hann hafði aldur til að vinna alla algenga vinnu bæði á landi og sjó og þótti vel duglegur, þótt eigi væri hann hár í loftinu. Á þeim árum var ekki mulið undir kotbændur liér á landi. Þeir fengu oftast lélegustu býlin, og ef þeir þurftu hjálpar við, þá var sú hjálp, sem þeif fengu, veitt með eftirtölum og sk'orin við nögl. Þetta mun snenímá liafa runnið Nóa til rifja og hann héit- ið því að duga sem bezt í lífsbar- áttunni og verðá dugandi bóndi, efnalega sjálfstæður. Það héfir hann gjört, og er Vind ás nú hin prýðilegasta jörð, og hann einn bezti bóndi sveitar sinn ar. Jörð sína keypti hann fyrir allmörgum árum og er þar mynd- arlegt heim að líta. Hús öll upp- byggð og mikil ræktun. Nú fást af túninu í Vindási í meðalári um 1500 hestburðir af töðu, og sýnir það og sannar að sá sem þar býr arlund, snyrtimennsku, starfs áhuga og hagleik, sem þau hvort um sig voru gædd í ríkum mæli. Frú Soffía hafði átt við nokkurn heilsubrest að stríða, einkum seinni árin, eftir að aldur færðist yfir hana en tók þó ætíð þátt í störfum á heimili sínu og dóttur sinnar, þangað til að hún varð fyr ir slysi snémma á síðasta vori. Það slys varð henni ekki bætt þrátt fyrir aðgerðir fær ustu lækna hér á Landsspítalan um, en þar lézt hún 23. júlí þessa árs, eins og áður er sagt. Við hjónin og fjölskylda okkar þökkum henni langa og ágæta kynningu og minnumst Ijúf mennsku hennar og traustrar vin áttu og vottum eiginmanni, börn um og vandamönnum hennar fylstu samúð. Jón fvarsson. hefir ekki oft setið auðum hönd- um. Fyrir fáuin árum keypti hann líka Setberg, gamla prestsetrið, og hafa tveir synir hans afnot þeirr- ar jarðar ásamt honum. Kona Nóa er Svanborg Kjartansdóttir frá Þór dísarstöðum, sem reynzt hefir hon- um frábær förunautur í blíðu og stríðu, enda orðlögð fyrir dugnað og myndarskap. Eiga þau 7 mann- vænleg börn, 4 syni og 3 dætur, sem flest eru uppkomin og sum gift. Svo hefir Nói sagt mér, að sinni ágætu konu eigi hann fyrst og fremst vlegengni sína að þakka, og skal það ekki dregið í efa, því þegar hann hefir unnið utan heim ilis, sem oft hefir verið, þá hefir á hennar herðum hvílt umsjá heimilis og allt farið vel. Slíkar konur verða aldrei ofmetnar. Þau hjón eru bæði samhent í gestrisni og myndarskap og er jafnan gott að koma að Vindási. Nói á mikið af bókum og les mikið, kann vel að meta fögur ljóð og vel gerðar stökur. Með þessum fátæklegu línum vil ég færa Nóa mínar beztu þakkir fyrir góð kynni á liðnum áratugum, og óska honum hjartan- lega til hamingju með sextugs- afmælið. Guð blessi þig, Nói minn, og fjölskyldu þína. Lifið öll heil í nú- tíð og framtíð. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.