Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 32
85 ára, 30. sepf. 1971 Hafliði Guðmundsson í Búð Ekki verður um það deilt, að miklu skiptir, hverjir veljast til for- ystu í þjóðfélaginu, hvort sem um landsstjórn, sveitarstjórn eða fé- lagsmál er að ræða. Þar á veltur að miklu leyti heill lands og þjóð- ai. sem betur fer hafa íslendingar átt því láni að fagna að eiga marga menn og konrn, sem lögðu sig alla fram um að vinna að heill með- bræðra sinna og systra, oft fyrir litla greiðslu og takmarkað þakk- læti. Sh'ku verða þeir oft að hlíta, sem öðrum þjóna. En það er önn- ur saga. Hér skal með fáum orðum getið aldraðs forystumanns sveitaþorps á Suðurlandi, manns, sem nú er að mestu horfinn frá opinberum málum, en fylgist vel með öllu, sem fram fer. Dagsverk hans er býsna drjúgt orðið, og nú getur hann liíið með ánægju yfir liðna tíð. Maðurinn er Hafliði í Búð í Þykkvabæ. Ég held, að margir kannist við nafn hans. Svo lengi hefur hann komið við sögu síns byggðarlags og sýslu. Hafliði fædd ist i Búð 30. september 1886. Voru foreldrar hans Guðmundur bóndi Rnnólfsson í Búð (d. 18991 og Sig- ríður Ólafsdóttir (d. 1927) kona' hans, Jónssonar í Skarði, síðar í Hávarðarkoti. Er nú Hafliði einn á lífi 10 sv'tkina sinna. Hafiiði__gekk í barnaskóla í Þykkvabæ. þegar hann hafði ald- ur til. Barnaskóli var settur á stofn þar þegar árið 1892, eða 15 árum áður en fyrstu fræðslulög voru sett. Er hann með elztu barnaskól- um iandsins í sveit á landi hér, ef ekki elztur. Vísast hér með les- endum þessarar greinar til ágrips af sögu skólans, sem ég skrifaði og birtist í Sunnudagsblaði Tím- ans snemma á þessu ári. Fyrsti kennari Þykkvabæjarskóla var Nikolás Þórðarson, kunnur ágætis- kennari, þótt ekki hefði hann stundað kennaranám. Var gagnfr. frá Möðruvöllum. Er Hafliði mjög þakklátur Nikolási fyrir þá fræðslu, sem hann naut i skóla hjá honum. Þetta varð öll almenn skólamenntun Hafliða í Búð. En svo vel varð hann að sér, að síð- ar, þegar kennara vantaði við Þykkvabæjarskóla, var hann kvaddur til starfs þar. Það er líka alveg víst, að enginn skóii tekur fram góðu sjálfsnámi, sem fólgið er í lestri valinna bóka, félagsmála starfi og kynnum við vel gefna menn. Þetta hefur Hafliði ástund- .að um langa ævi. Skal nú vikið að nokkrum fram- faramálum Þykkbæinga, sem Haf- liði hefur átt hlut að. Skal þar fyrst telja rjómabú, em sett var á stofn 1907. Hafliði keypti land- ið, sem rjómabúsbyggingin var reist á, þá aðeins tvítugur ungliqg- ur. Rjóminn var strokkaður og smjörið selt til Englands. Með stofnun rjómabúsins tók fyrst að rofa til í efnalegu tilliti í Þykkva- bæ. Fátækt var áður mikil hjá öllum, óhætt að segja. Túnin lítil og þau að nokkru umflotin vatni, svo að fáar skepnur var hægt að hafa til lífsins viðurhalds. Sú framkvæmd Þykikvabæ til efl ingar, sem Iíafliði studdi mjög og þykir vænzt um, er fyrirhleðsla Djúpóss, árið 1923. Hefði ekki ver ið ráðizt í þessa framkvæmd þá, væri engin byggð í Þykkvabæ í dag. Þá væri landið allt nokkru fátækara. Þá væri væntanlega minna um kartöflur á innlendum markaði. En eins og kunnugt er, er Þykkvibær í Rangárþingi það hreppsfélag, sem mest framleiðir af þessari vöru. Búnaðarfélag Þykkvabæjar var stofnað árið 1914. Hafliði varð strax við stofnun þess eftirlitsmað ur, að undangengnu námskeiði, sem hann sótti í Reykjavík. Á þessu ári sagði Hafliði af sér for- mennsku búnaðarfélagsins eftir 37 ára starf, og við tók Yngvi Markús- son í Odds-Parti. Margar eru skýrslurnar orðnar, sem Hafliði hefur skilað til Búnaðarfélags ís- lands. Er kúaskýrslum hans við- brugðið fyrir frágang og ná- kvæmni. Páll Zóphóníasson naut- griparæktarráðunautur sagði eitt sinn við Hafliða, að hans skýrslur væru þær einu réttu það árið. í öllum öðrum var einhverja skekkju að finna. Segir þetta meira en mörg orð, hversu trú- verðugur maður Hafliði er og hef- ur alltaf verið. Búnaðarfélagið hef ur staðið að fleiru en kynbótum sauðfjár og nautgripa. Það hefur keypt skurðgröfur til framræslu lands. Er nú svo komið, að mest allt land Þykkvabæjar er orðið þurrt. Þar sem áður var óstætt vatn, eru nú tún og matjurtagarðar. Kirkjumál og trúmál hefur Haf- liði látið mjög til sín taka. For- maður sóknarnefndar var hann ár- ið 1914, þegar bygð var kirkja í Þykkvabæ. Áður hafði þurft að sækja kirkju að Háfi, en þangað þurfti yfir vatnsfall að sækja. Á vetrum uppbólgið og óaðgengilegt. Þær eru orðnar margar messurn- ar, sem Hafliði hefur sótt í Hábæj- arkirkju, en hann hefur verið með hjálpari næstum óslitið frá 1914. lEnn framkvæmir Hafliði þetta starf að sömu trúmennskunni og fyrr. Nú er í smíðum ný kirkja í Þykkvabæ, og vonandi endist Haf liða aldur til að standa þar fyrir framan altari og innan og vinna sitt gamla og kæra starf. Og það er sama hvar brugðið er 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.