Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 18
MINNING JÓNA GEIRSDÓTTIR vegar sagði hann okkur oft frá fjölskyldu sinni. Af öllu hans tali var greinilegt að samband þeirra hefir verið óvenju náið. Mörgum ógleymanlegum ferðalögum sagði hann okkur frá um sveitir lands ins með fjölskyldu sinni og frænd- fólki, og voru stundum fleiri bílar í samfloti. Á þessum árum, sem fólkið í landinu er búið að vera í stöðugum eltingaleik við peninga og önnur lífsþægindi af mikilli græðgi, er ég í miklum efa um að sum börn þekki foreldra sín og öfugt, því miður. Öll framkoma Valla bar þess vitni að hann var vel útbúinn að heiman. Það er gott að geta kvatt af kvæmi sitt með góðri samvizku, hitt er svo annað mál að mér er ómögulegt að lofsyngja það, að huggun sé harmi gegn að horfa á efnilegan son og bróður hverfa héðan á voveiflegan hátt og eiga aðeins eftir um hann allar björtu minningarnar. Það út af fyrir sig verður auðvitað heilagt safn for- eldra og systur, — en einnig stór kostlegt rothögg er þessi lífs- reynsla fyrir þau öll. — Við von um aðeins að tíminn verði hans nánustu miskunnsamur, og að sá sem styður við bakið á okkur á erf iðum tímum reynist sú hjálpar helía sem duear. Valli verður okkur hugstæður persónuleiki, hann var gætinn, ráð vandur, vinnusamur og hjálpsam- ur með afbrigðum^Það var gaman að fá að skyggnast inn í hans at- hafnasömu framtíð ókominna ára. Ekki virtist nein meðalmennska bíða hans, honum lá mikið á að verða fullorðinn og láta sína fram- tíðardrauma rætast, eins og títt er um duglega drengi. Að lokum vil ég þakka foreldr- um hans sérlega fyrir ferðina, sem þeir fóru saman þrír Honduvinirn- ir í Landmannalaugar í sumar, þar sem þau fylgdu þeim eftir í bíl sínum og sáu um að ekki yrði tefit í neina tvísýnu og gáfu sér tíma yliLað sjá um að hafa eftirlit með i Uu. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfrasal, - í hreiðrum fug'Iar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð er breiddu faðm mót sólu glöð Fædd 23. ágúst 1880 Dáin 6. ágúst 1971. Árin líða. — Ævin þrotin. Eigi skjöldur lífsins brotinn. Nemum staðar. — Horfum hærra. Hér er takniark lífsins stærra. Yfir f jallið, upp. er runnin ársól björt og sigur unninn. Dauðinn horfinn. Ljósið lifir. Líf er tímann hafið yfir. Guð, sem obkur andann gefur, elskar, — dauðann sígrað hefur. Sálu, — handan fyrir hafið hefur mildin að sér vafið. Minningarnar mörgu vakna. Móðurinnar, börnin sakna, er hefur þau und brjóstum borið blessað, líkt og sólin vorið. — Ljóssins þráður lífið spinnur. Ljóssins gleði, sálin finnur. Komin er nú kveðjustundin. Krýnir minning, — hetjulundin. Starfsöm höndin styrk, í önnúm stráði hlýjum gróðri, — sönnum. Mig hún gladdi glöð í lundu gleðirík, á rauna stundu. Ötul vann, um ævidaga. Óskráð geymir liðin saga. — Sveitakonu sjást þó merkin, sæmdarinnar handaverkin. Fljótlega þó fenni í sporin finnast brumin lífs, á vorin. Er aftanskinið hverfur hljótt þau hafa boðið góða nótt. Nú liverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut. Er aftanskinið hverfur hljótt það hefir boðið góða nótt. Guð blessi þig ungi vinur. Vigdís Ferdinandsdóttir. Vertu sæl, þig vinir kveðja. Vináttan mun hug vorn gleðja. Minninganna ljósið lifir, lýsir, — hafið hrörnun yfir. Eygir sál í önnum dagsins Eilífð, — handan sólarlagsins. Þórarinn Jónsson. Laugardaginn 14. ágúst 1971 var kona kvödd, í Innra-Hólms kirkju í Innri-Akraneshreppi. Hér var verið að kveðja konu, sem um áratugi hafði stritað hér í heimi, oft við erfið kjör. Hver var si( kona, sem hér var.kvödd? Hún hét Jóna og var Geirsdótt ir ívarssonar, pósts. — Móðir Jónu sálugu var Guðrún Jónsdótt- ir, ættuð úr Grímsnesi í Árnes sýslu. — Þau hjónin; foreldrar Jónu áttu 14 börn. — Átta komust til full orðinsára. — Þungur hefur róður- inn verið að koma þeim stóra hópi barna til manns og sjá þeim far- borða. ■— En þetta tókst þó, en til þess liefur þurft eljusemi og mann- dáð, því þá voru lífskjör manna rýrari, en nú gerist, enda minni kröfur þá gerðar til lífsafkomu manna, en nú tíðkast. — Jóna Geirsdóttir fæddist 23. ág. 1880. Hún ólst lengst upp á Kiða bergi, hjá Gunnlaugi Þorsteins- syni, merkum bónda og konu hans, Soffíu Skúladóttur. — Leið Jónu Geirsdóttur lá að Breiðabólsstað, í Reykholtsdal. Þar kynntist hún Sigurði Jóns- syni, er seinna varð eiginmaður hennar. — Þau hjónin, Jóna og Sigurður byrjuðu búskap árið 1902, á Höfða í Þverárhlíð. Búa þar í sjö ár. — Er þau fara þaðan, búa þau á ýmsum stöðum, unz þau fá bú- setu á Þaravöllum 'í Innri-Akra- neshreppi og bjuggu þar síðan til æviloka. — Sigurður Jónsson og Jóna Geirs dóttir eignuðust sex börn. Fjórar dætur og tvo syni. Börn þeirra hjóna komust til fullorðins ára og eru þekkt að þreki og dugnaði. — 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.