Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 30
NÍRÆÐUR: ÁRNI SIGURÐSSON fyrrum bóndi í Ketu í Hegranesi Níræður varð þ. 17. september 1971, Árni vinur minn í Ketu. Má ekki minna vera en ég sendi hon um kveðju Guðs og mína og sam- fagni honum, er hann prílar upp á 10. hjallann — án þess að vera að lotum kominn eftir að hafa klifið alla hina, og lagt að baki þessa löngu og bröttu leið. Við Árni í Ketu höfum verið ná grannar hátt í hálfa öld. Alla þá stund hefur hann og fjölskylda hans reynzt mér og mínu heimili þvílíkir nágrannar, að betri gátu ekki verið. Samskiptin hafa, fyrr og síðar, verið mikil og mörg og öll á þann veg að þar hefur aldrei borið skugga á. Það er vissulega ánægjulegt að geta sagt slíkt með fullum sanni að loknum svo löng- um kynnum. Er mér það ríkt í huga nú, á þessum afmælisdegi Árna, hversu miklar þakkir ég á honum að gjalda, þessum heila og undirhyggjulausa manni, fyrir brotalausa vináttu og góðvild í minn garð og minna. Eigi mun ég teygja lopann svo mjög í þessari afmæliskveðju. Mætti þó að sjálfsögðu margt segja um níræðan öldung, urigan mann á morgni nýrrar aldar, þeg ar árbjarma nýrra og fagurra hug sjóna um ræktun lýðs og lands lagði á himin upp og glæstar von- ir gagntóku opinn hug, um þrosk "aðan mann, greindan og góðan bónda, gildan mann af sjálfum sér, fastheldinn á fornar dyggðir: hófsemi í hverjum hlut, orð heldni, sparsemi, nýtni, um gaml- an mann. minnugan á allar þær óhemju breytingar og byltingar, sem orðið hafa í búnaði og at- vinnuháttum sem og á ytra borði og innri sviðpm mannlegs lífs. En þessi ferill verður eigi rakinn hér, fellur þar og í einn farveg saga þeirra manna margra, er kallaðir hafa verið aldamótamenn. 30 Árni í Ketu er Þingeyingur að ætterni, fæddur að Landamóti í Köldukinn 17. sept. 1881. Voru foreldrar hans Sigurður bóndi Pálsson, merkur maður og kunn ur norður þar, greindur vel og skáldmæltur, og kona hans Hólm fríður Kristbjörg Árnadóttir. Árni ólst upp á ættarslóðum til fullorð- insára, var m.a. um hríð á Stóru völlum í Bárðardal, því mikla mýndar og menningarheimili. Hann stundaði nám í Hólaskóla og þeir bræður þrír samtímis. Luku þeir allir búfræðiprófi voríð 1906, Páll elztur (f. 1880, d. 1967), bóndi í Keldudal í Hegranesi o.v., þá Árni og Kristján yngstur (f. 1883, d. 1970), síðar kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal. Fjórði bróðirinn, Jón er löngu lát inn. Systur voru tvær: Margrét, dáin fyrir mörgum árum, var gift Stefáni söðlasmið Stefánssyni, síð- ast á Brúnastöðum í Tungusveit, en hann lézt á tíræðisaldri á s.l. vori (1971), og Kristín, ekkja sr. Hermanns Hjartarsonar, prests á Skútustöðum og skólastjóra á Laugum. Eru þau Árni ein eftir hérna megin þessara mörgu og myndarlegu systkina. Eigi hurfu þeir bræður til lang dvalar á æskustöðvum eftir að skólavist lauk á Hólum, en festu sér allir ból hér vestra, í Skaga- firði og Húnaþingi. Árið 1915 kvæntist Árni Sigurlaugu Guð mundsdóttur, hinni mestu dugnað ar- og atgerviskonu. Hófu þau þeg ar að búa í Glaumbæ á Langholti og síðan í Brekku hjá Víðimýri, sitt árið á hvorum stað, en 1917 keyptu þau jörðina Ketu í Hegra nesi, fóru byggðum þangað og bjuggu þar óslitið til 1950, er þau seldu jörð og bú í hendur syni sín um og tengdadóttur. Aldrei var auður í garði þeirra hjóna, en jafn an bjuggu þau snotru búi og bættu jörðina stórum að rælktun og húsakosti, hefur og sonur þeirra haldið þar ótrauður áfram og eigi verið smátækur, svo að nú er Keta, sem áður var lítil jörð og léleg, orðin hið bezta býli. Sigurlaug, kona Árna, lézt 21. júlí 1968. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Sigurpáll, kaupm. i Lundi hjá Varmahlíð og bóndi á ípis- hóli, Hólmfríður, húsfr. á Akur eyri, hefur nú um hríð dvalizt ásamt manni sínum í Svíþjóð, og Ingimundur, bóndi í Ketu. Litla stúlku á öðru ári, Gyðu Pálsdótt ur, tóku þau Ketuhjón í fóstur og óíú upp sem eigið barn, hefur hún framazt vel og er nú Ijósmóðir við stórt sjúkrahús í Svíþjóð. Árni í Ketu hefur verið sívinn- andi eljumaður alla ævi og má um hann segja flestum fremur, að honum hafi aldrei verk úr hendi fallið, níræðum manni. Er liann t.a.m. svo til nýlega hættur fjár hirðingu um vetur og vor. Nokk- uð hefur hrakað sjón og heyrn, en líkamleg heilsa annars furðu góð og kjarkur nógur, svo að eigi skirrist hann við, ef svo býður við að horfa, að fara í ferðalög, lengri og skemmri. Og enn er hann and- lega heill, sjálfstæður í skoðunum sem jafnan áður, djarfmæltur, ein arður og hispurslaus. Hann er kirkjuvinur og trúmaður, en frjálslyndur og víðsýnn í trúarefn um og hefur ávallt lotið andanum en ekki bókstafnum. Árni í Ketu hefur, held ég, aldrei átt sér óvild- armann. Þess er gott að minnast níræðum manni. NVið hjónin og börn okkar öll biðjum vini okkar, Árna í Ketu, blessunar Guðs og góðra vætta. Megi honum allt til ánægju verða undir ævihvörfin. * Gisli Magnússon. fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.