Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 4
MINNING Þorsteinn Sigurjónsson hótelstjóri Fæddur 29. júní 1919. Dáinn 22. ágúst 1971. Nú, við andlát og útför Þor- steins beitins Sigurjónssonar fyrr- um hótelstjóra á Blönduósi, minn- ist ég margra góðra stunda undir hans þaki. Ekki sízt hans vegna var jafnan tilhlökkunarefni að koma til þorpsins litla og yfirlæt- islausa við ósa Blöndu, í húsa- og hjartahlýjuna, sem maður fann því betur, sem komið var utan úr meira myrkri, kulda og hríð. Þorsteinn var með afbrigðum skemmtilegur og aðlaðandi maður — húmoristi af guðs náð. Var eng inn vandi, jafnvel þótt maður væri þreyttur, að una talsvert nætur við leiftrandi frásagnir hans af tilfallandi atvikum lífsins. Þor- steinn var einn þeira manna, sem gefin er sú náðargáfa, og koma jafnan glöggu auga á hinar bros- legu hliðar hversdagsleikans og gefa þeim í gegnum frásagnarhæfi leika sína gleði, líf og iit, — meira að segja seiða fram bros og hlát- Sparisjóð Akureyrar og gegndi því enn, er „kallið“ kom svo snögg- lega. Elias Tómasson var góður vin- ur vina sinna, umhyggjusamur heimilisfaðir, sihugsandi um vel- ferð og gengi barna og barna- barna. Og það teygðist lítt á þeirri taug, er batt hann bernskustöðv- unum í Öxnadal. í öxndælskri jörð kaus hann að bein sín yrðu moldu orpin. Þangað var síðasta förin farin eftir fjölsótta minning- arathöfn í Akureyrarkirkju þ. 14, september sl. Við shiljum, hvað ástvinirnir hafa misst og viljum eiga með þeim minnínguna um Elías. Jakob ó. Pétursson. ,jir af litlum tilefnum, að venju- legra manna dómi. Slíkum töfrum var Þorsteinn gæddur í óvenju- lega ríkum mæli og gaf samferð- armönnunum ósmáa hlutdeild í. Hann beinlínis jós óspart dag hvern af gnægtabrunni fyndni sinnar og fjörs, og lyfti þannig á sinn hátt viðmælendum sínum upp úr deyfð og drunga hversdagsleik- ans, meðan líf og heilsa leyfði. Oft fann ég það greinilega, hversu góður drengur og hjarta- hlýr Þorsteinn var, alltaf, þegar til kastanna kom, þótt surmun fyndist stundum þjóta ónotalega í skjá hans. Margir kynntust Þor- steini sjálfsagt of lítið til þess að dæma rétt manngildi hans — þekkja hans rétta andlit, sem hann oftlega skýldi bak við grímu jafnvel nokkurs glannaskapar í tali. En allir, sem kynntust Þor- steiná «ð nokkru ráði, gátu ekki bomizt hjá því að finna fullvel fölskvalaus elskulegheit þessa gáf- aða gæðadrengs. Ég á ótalmargar glaðar og góð- ar stundir Þorsteini upp að unna nú við ótímabæra brottför hans af þessum heimi. Að vísu byggðust margra ára kynni okkar að mestu á stopulum stundum gestkomandi manns, en þau voru þó næg til þess að finna, lifa og njóta óbrigð- ullar hjálþfýsi og fyrirgreiðslu þessa skemmtilega félaga. Ósér- hlífni hans var einstök á allan veg — og mér gat stundum ekki ann- að en orðið hugsað til þess hvort Þorsteini gæti virkilega enzt lengi þessi örláti lífskraftur öðrum til svo ríkulegrar upplyftingar . . . Nú er hann þorrinn, og við erum mörg, sem drjúpum höfði. Ég trega Þorstein Sigurjónsson og þakka honum hjartanlega nú að leiðarlokum öll okkar kynni frá fyrstu tíð. Ég bið honum bless- unar á nýju tilverustigi, og trúi því, að hann njóti nú og framveg- is sjálfur uppskeru þeirrar gleði, sem honum auðnaðist að veita öðr- um í svo ríkum mæli hér á þessu stundum- hálfdapurlega plani til- verunnar. Ég votta háöldruðum föður Þorsteins, blessuðum Sig- urjóni, og öðrum aðstandendum samúð mína og bið þeim hugarlétt is við sorglegt fráfall hins ágaat- asta manns. Baldvin Þ. Kristjánsson. t 4 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.