Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 10
ÞURÍÐUR JAKOBSDÓTTIR Fædd 17. febr. 189.3, Dóin 18. júlí 1971. Við hjónin vorum stödd uppi í Borgarfirði sunnudaginn 18. júlí. Komurn þangað kvöldið áður og hugðumst fara næsta dag ríðandi í hópi vina inn í óbyggðir og njóta þar hesta, kyrrðar og náttúrufeg- urðár. Veðrið var eins fagurt og það getur bezt verið, og allt lék í lyndi og við hlökkuðum mjög til fararinnar. En skyndilega skyggði. Okkur voru færðar þær fréttir að frænka mín, Þuríður .Jakobsdóttir, hefði orðið bráðkvödd þá um nóttina. Okkur setti hljóð við fréttina, því að okkur hafði sízt dottið slíkt í hug. Morguninn áður kvöddum við hjónin bana, eins og við vor- um vön að gera, þegar við fóium burt úr borginni. Hún var þá að vísu lasin og með örlítinn hitavott, en ekkert gaf þá til kynna að um alvarlegan lasleika væri að ræða. Já. það skyggði í huga mér við þessa frétt, að hún Þura, eins og hún var jafnan kölluð, væri dáin. Ég hafði þekkt hana allt mitt líf, þekkt hana mjög vel og þekkt hana að öllu góðu. Eg var rétt árs- gamall, þegar Vigdís systir mín fæddist. Hún var yngsta og sjötta barn foreldra minna, og þá féll það í Þuru hlut, sem var starf- andi hjá foreldrum mínum í marga áratugi, að taka mig að sér. Og það gerði hún Þura bæði vel og drengilega. Iljá henni svaf ég í mörg ár, og þó hún hai'i látið sér annt um okkur öll börnin, þá var hún ætíð sérstaklega góð við það, sem okkar mannlega samfé lag þarfnast mest og skortir mest í viðleitni sinni til fullkomnunar, séu menn slíkir sem hann var, en ekki þeir, sem kallaðir eru skör- ungar og stórmenni. Hans mun ég lengi minnast. Þormóður Pálsson. mig — okkar samband var öðru- vísi. Oft hjálpaði hún mér úr marg víslegum vanda, sem manni fannst á þeim árum vandleystur, en Þura átti jafnan ráð undir rifi hverju. Það var sannarlega lán fyrir óþekkan hnokka, sem tók þátt í mörgu ævintýrinu og oft varð skítugur, að eiga hana Þuru að. Við Þura áttum mörg leyndarmál, sum mjög merkileg eða það fannst mér á þeim árum, en önn- ur ósköp venjuleg eins og gengur. Já, hún Þura var ætíð boðin og búin til að aðstoða mig, gleðja mig, segja mér sögur eða Ijóð, en af þeim kunni hún kynstrin öll. Hún hafði alltaf tíma aflögu til að liðsinna okkur börnunum, lá aldrei á liði sínu, var alltaf að, ætíð sívinnandi. Eitthvað á þessa leið varð mér hugsað, þar sem ég sat á þúfu á bökkum Hvítár og lét hugann hlaupa yfir minningar mínar um Þuru, þessa dásamlegu konu, sem vildi gefa öllum allt og gleðja alla með verkum sínum, ást sinni og umhyggju. Þuríður Jakobsdóttir fæddist 17. febrúar 1893 að Hreðavatni í Norðurárdal. Foreldrar hennar voru Jakob Þorsteinsson, Iirepp- stjóri í Norðurárdal og kona hans Ilalla Jónsdóttir frá Deildartungu. Foreldrar Þuríðar voru systkina- börn, Jakob var sonur Þorsteins smiðs og bónda á Húsafelli. Jakobs sonar, Snorrasonar prests Björns- sonar, Þorsteinssonar bónda í Ilöfn í Melasveit, en kona Þor- steins á Húsafelli, móður Jakobs, var Ingibjörg Jónsdóttir, Jónssonar, Þorvaldssonar dannebrogsmanns í Deildartungu. Faðir Höllu var Jón Jónsson bóndi í Deildartungu, en hann var albróðir Ingibjargar á Húsafelli, móður Jakobs. Móðir Höllu, kona Jóns í Deildartungu, var Helga Jónsdóttir stúdents- Árnasonar bónda í Kalmanns- tungu og síðar á Leirá. Eru þess- ar ættir það þekktar að óþarft er að rekja þær frekar hér. Jakob á Hreðavatni og Halla kona hans eignuðust 10 börn. Heimilið var stórt en búið frekar lítið, og fátækt sagði fljótt til sín. Því fór svo, að þau hjón komu sumum börnum sínum í fóstur til frændfólks síns. Þannig atvikaðist það, að Þuríður var kornung sett í fóstur til ömmu minnar og afa í Deildartungu, þeirra Vigdísar Jónsdóttur og Hann esar Magnússonar. Vigdís var hálf- systi Ingibjargar á Ilúsafelli, móð ur Jakobs. Ilannes bóndi í Deildar- tungu var sonur Magnúsar Jóns- sonar hins auðga á Vilmundar- stöðum og Ástríður konu hans Hannesdóttur. Þau Vigdís og Hann- es áttu 7 börn, sem upp komust, en ólu auk þess upp 5 börn önn- ur og létu þau njóta sama atlæt- is og sín eigin börn. „Rausn þeii’ra hjóna var annál- uð“ segir þekktur Borgfirðingur um þau, og bætir við „þangað heim lágu leiðir marga, ef þurrð var í búi og hey upp gengin. Slík- ir gestir fóru sízt bónleiðir til búð- ar. Bú höfðu þau gagnauðugt, og allt var heimili þeirra stórt i snið- um og bæjarbragur allur með menningarsvip. Var þetta hoiuð- ból stolt Borgfirðinga og byggðar- prýði. í Deildartungu var i heiðri -höfð verkmenning islenzk nieð hagleik og fjölbreytni. Þeirn ung- mennum, sem nutu þessara hollu uppeldisáhrifa, varð það drjúgt vegarnesti, þegar út í lífsbaráttuna kom og þau urðu að standa á eig- in fótum. Hreinskilni í orðum, iðni í verki og mannbætandi hugs- unarháttur ríkti á þessu glæsilega heimili, sem mótandi uppeldisafl“. Heimilið í Deildartungu var mannmargt og lá um þjóðbraut þvera. Þar komu því jafnan marg- ir gestir. Þar ólst Þura upp. Þar átti hún sína glöðu æsku, vakti yf- ir túninu, sat yfir kvíám, lærði að lesa og vinna, og ótalmargt ann- að. Vísur og kvæði kunni hún í svo ríkum mæli, að það var segin saga þegar við vorum að kveðast 10 ÍSLENDINGAÞÆTTtR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.