Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 31
Sjötugur 29. sept. 1971 Sveinn Hjáhnarsson bóndi, Svarfhóli Hann fluttist ungur að Svarf- hóli með foreldrum sínum, Guð- finnu og Hjálmari. Þá var túnið lítill skiki kringum gamlan bæ. Núna stendur reisulegt steinhús byggt fyrir stríð löngu áður en slík hús voru algeng í sveitum, og túnið hefur hann stækkað marg falt. Fátækleg orð, sem segja frá því mikla starfi, sem unnið hefur ver- ið í kyrrþey eins og mörg þrek- virki, verða að gjalti frammi fyrir svo hæverskum og lítillátum manni sem Sveinn er. Hann hefur verið bundinn við störf sín öll þessi ár, vetur, sumar, vor og haust, eins og islenzkir hændur í þúsund ár. Giktin hefur Ikreppt líkamann og stritið sett sitt mark á hann, en hugurinn er sí ungur, frjór og giettinn. í gömlu kvæði eftir Björn Hall dórsson stendur „ég skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari“. Þessi orð Björns lýsa Sveini vel, hver er betri borgari heimsins en sá, sem aldrei leggur styggðaryrði til nokkurs manns, hlúir að því veikburða, hvort sem það er gróðurinn eða skepnurnar og vinnur hörðum höndum alla sína tið? Hann er kvæntur Línu Arn- grímsdóttur og þau eiga átta böm, sjö á lífi. Þau hafa verið samhent um uppeldi barnana, enda komið þeim vel til manns. Það hefur verið sagt af vísum manni að hamingjan væri það m.a. að láta sig ekki langa til annars lands þó að hanagalið að handan bærist með blænum, sú hamingja hefur fallið Sveini í skaut. Hann hefur unnið á jörðinni allt sitt líf, fegrað hana og bætt verið gæfusamur í einkalífi sínu og get ur nú litið ánægður til baka, elj- an og ánægjan haldast oft í hend ur. Um leið og ég bið Svein afsök unar á því að ég er ekki þess um- komin að skrifa afmælisgrein um hann eða gera grein fyrir lífsstafi hans sem er mikið og þakkarvert, bið ég hann að fyrirgefa þessi fá tæklegu orð. Það er nefnilega búið að út- jaska svo mörgum orðum í ís landi að þegar lýsa á góðum manni veit maður varla hvað á að segja. Það er ekkert undarlegt að öll börn laðast að Sveini við fyrsta augnakast, því fyrir börnum þýðir ekkert að látast. Hjartanlegar afmælisóskir, og hamingjuóskir, lifðu vel og lengi. E.A. Framhald af bls. 32. niður í framfarasögu Þykkvabæj- ar. Alls staðar kemur Hafliði við sögu. Þegar nýtt skólahús var byggt, árin 1936—39, studdi Haf- liði mjög að þeirri þörfu fram- kvæmd, enda í hreppsnefnd, skóla- nefnd og sýslunefnd. í síðast töldu nefndinni í hvorki meira né minna en 30 ár. Sýnir þetta, svo að ekki verður um villzt, traust það, sem menn hafa borið til Hafliða — til hárrar elli. Þegar ég hitti Hafliða síðast, fyr ir fáum dögum, spurði ég hann, hvað honum hefði þótt mest í var- ið í lífsstarfi sínu. Að vinna að framfaramálum. Hann hefur mikla trú á arðsemi vel meðfarinna skepna, einkum nautgripa. Honum er ljós gagnsemi kynbóta búpen- ings — o<g hefur lagt sig mjög fram við það, eins og áður segir. Og ræktunin hefur borið ríkulegan ávöxt. Landið, þótt ekki sé stærra en á 40 hndr. jörð að fornu mati gefur nú af sér meiri verðmæti í jarðargróða <en nokkurs staðar ann- ars staðar, miðað við stærð. Er þetta ekki kraftavek? Jú, en það hefur orðið að veruleika, vegna dugnaðar ábúendanna og framsýni forystumanna eins og Hafliða í Búð, sem sneru vörn í sókn. Þykkvibær er nú ein blómlegasta byggð landsins. Eg hef þekkt Hafliða í mörg ár, eða síðan ég gerðist skólastjóri í Þykkvabæ, haustið 1957. Mér kom hann strax fyrir sjónir sem traust- ur maður. Að Búð var gott að koma. Það er lieiiuiii í bezta skiln- ingi þessa orðs. Húsfreyjan, Guð- rún Daníelsdóttir frá Guttorms- haga, hefur staðið dyggilega við hlið manns síns í rúmlega hálfa öld. Á hún vafalaust mikinn þátt í velgengni bónda síns. Af börn- um þeirra, sem urðu sex, tvær dætur og fjórir synir hafa synirn-, ir allir fe.t byggð sína í Búðar- landi. Vísast þeim, sem vilja vita gjörr um Búðarheimilið, til við- tals, sem ég átti við Hafliða og birtist í tímaitinu Heima er bezt. Þar fannst mér Hafliði eiga heima, fyrstur Þykkbæinga i því ágæta riti. Og mér finnst, að ef nokkur núlifandi maður í Þykkvabæ ætti það skilið að vera kjörinn heiðurs- borgari sveitarfélagsins, væri það Hafliði í Búð. Það skal virt, sem vel er gert, áður en það er of seint- Þegar Hafliði varð 75 ára, 1961, sendi ég honum eftirfarandi ljóð línur: Þú ert meira en skýr á skræður, — skilur mínar kringumstæður. Hafliði, þú ert hálfáttræður, hraustur enn — með lífsfögnuð. Fylgist vel með framsókn þjóðar færa skal þér óskir góðar. — Einhver seinna á þig ljóðar áttræðan, ef lofar Guð. Og áttræðisafmælið lét ekk> á sér standa. Tíminn líður hratt. Ekki held þig ellin beygi. Undra lítil merki sér þess, að átta áratugi eigir nú að baki þér. Hressan ég þig hitti að vanda, Hafliði minn Guðmundsson. Óðarmjöðinn enn þér blanda, — undu í kærleik, trú og von. Og enn er Hafliði í Búð hress í anda. Að lokum: Við þig, kæri vinur, segi, víst með hressa lund: Lifðu fram að lokadegi laus við böl og und. Auðunn Bragi Sveinsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.