Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 26
vinna mun ekki hafa veriö að hans skapi, og hvarf hann fljótlega að öðrum störfum. Árið 1912 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Elísabetu Stef- ánsdóttur, bónda í Jórvík í Breið- dal, hinni mestu fríðleiks og dugn- aðarkonu, sem ætíð reyndist hin sterka stoð manrs síns í lífsbar- áttunni, ein af þessum góðu kon- um sem aldrei bregðast. Þau hjónin fluttust ung til Skaga fjarðar, ásamt fósturforeldrum Kemp. sem hjá þeim áttu sama stað til æviloka. Ludvig og Elísabet byrjuðu bú- skap á Hafragili í Laxárdal í Skef- ilsstaðahreppi, en fluttust þaðan fljótlega að Illugastöðum í sömu sveit, og bjuggu þar um 31 árs skeið með rausn og sóma. Þegar þau hjón komu að Illuga- stöðum, mátti heita að þar stæði ekki steinn yfir steini. En með ótrú legum dugnaði og samstemmdum viljakrafti voru þar reist öll hús frá grunni með meiri prýði en þá þekktist til sveita. Mikil vinna var lögð í jarðabætur og annað sem til framfara horfði, enda hlaut Kemp verðlaun fyrir verk sín og fram- kvæmdir á Illugastöðum. — Er sorglegt til þess að vita hvernig búið er að fara með þennan stað síðan Kempsf jölskyldan fluttist þaðan, því hver sem þangað kem- ur núna, getur sagt með sanni, ,,Nú er hún Snorrabúð stekkur“. Meðan Kemp bjó á Illugastöðum, var hann vegaverkstjóri um ára- tuga skeið í Skagafirði og víðar, einnig var hann verkstjóri við brú- argerðir og hafnarbætur. Hann var bæði verklaginn og verkhygginn svo af bar, og sjást þess víða merki. Þar sem Kemp var fjarverandi frá heimili sínu flest sumur og stundum á veturna líka, varð kona hans að sjá um bústjórn alla, vera bæði húsfreyjan og bóndinn, ásamt því að annast uppeldi margra barna. En allt þetta fór henni, sem og annað, vel úr hendi. Frá Illugastöðum fluttust þau hjónin til Skagastrandar, en börn þeirra voru þá að heiman farin. Þá var Skagaströnd í uppbyggingu og miklar vonir bundnar við þann vinalega stað. En þegar síldveiðar brugðust fyrir öllu vestur og norð- urlandi, féll þessi staður, sem og margir aðrir, niður í þann öldudal atvinnuleysis og örðugleika, sem flestir þekkja, og ekki þarf um að tala. Meðan Kemp dvaldi á Skaga- strönd sinnti hann ýmsum störf- um, en aðalstarf hans var við sjúkrasamlag hreppsins. Hann var framkvæmdastjóri þess þar til að búsetu þeirra hjóna lauk þar og þau fluttust til Reykjavíkur fyrir þremur árum. Þá var heilsu Kemps farið að hraka, enda langt og mikið starf að baki. Kemp stundaði leng ýmiss konar fræðimennsku, þó sérlega ætt- fræði. Hann unni öllum íslenzkum fróðleik og safnaði sögum og vís- um alls staðar að af landinu. Hann gaf Sögufélagi Skagafjarðar mikið af andlegum verðmætum áður en hann flutti til Reykjavíkur. Þetta safn er vel geymt og í góðra manna höndum, en hvenær það kemur fyrir almenningssjónir, get ég ekki um sagt. Hagmælska Kemps var það þjóð kunn, að um hana þarf ekki að fjölyrða. Ég þekkti hann í 41 ár. Á vináttu okkar bar aldrei skugga, en margar glampandi gleðistundir áttum við saman, sem um mætti skrifa, en mér er svo farið, að ég vil heldur að manni vefjist tunga um tönn en tala of mikið. Þó get ég ekki stillt mig um að geta þess, að mörg vísan fæddist og flaug á þessum vinskapar árum okkar. Jafnvel á veturna þegar við vorum „hríðtepptir heima hjá okk ur“, en leiðin heim til hans lá um Gönguskörð í Skagafirði, sem lok- aðist oft í fyrstu snjóurn, eða um líkt leyti og Siglufjarðarskarð, — þá var ort í gegnum símann. And- lega leiðin milli vina teppist aldrei. Kemp var meðalmaður á hæð og vel vaxinn. Andlitsfallið slétt og bjart, ennið hátt og mikið og gáfu- legt. En augun vöktu þó mesta athygli. Ef gamanmál bar á góma, sem oft vildi verða, urðu augu hans, sem annars voru nokkuð dul, og jafnvel tvíræð, skær og glansandi, og um þau flugu leift- ur sem gátu minnt á bragandi norð urljós. Svona augu eru í ættinni og verða vonandi lengi. Vinur minn Kemp er allur. Það fer vel um hann í Sauðárkróks- kirkjugarði. Þó að hann væri ekki fæddur Skagfirðingur, þá elskaði liann Skagafjörð eins og ég og fleiri, sem þar hafa notið fegurð- ar og sælustunda. Þeim hjónum Elísabetu og Lud- vig Kemp varð níu barna auðið, þar féllu eplin ekki langt frá eik- inni. Allt fyrirmyndarfólk. Þau eru þessi: Júlíus, skipstjóri á Hofsjökli, andaðist 1968, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur. Ragna, ekkja Guð- mundar Tómassonar, byggingam-, frú Bústöðum í Skagafirði. Stef- án, fyrstihússtjóri, Sauðárkróki, kvæntur Áslaugu Björnsdóttur. Friðgeir, bóndi í Lækjardal, kvæntur Elísabetu Geirlaugsdótt- ur. Aðils, byggingam. Reykjavík, andaðist 1968, kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur, hún er einnig lát- in. Björgólfur, verzlunarm. Reykja vík, kvæntur Unni Jóhannsdóttur, Oddný Elísabet, kvænt Pétri Thor- steinsson. ráðuneytisstjóra, Reykja vík. Helga Lovísa, kvænt Hrafn- katli Helgasyni, yfirlækni í Vífils- stöðum. Stefanía Sigrún, kvænt Sigurði Helgasyni, skrifstofustjóra, Reykjavík. Minni góðu vinkonu, frú Elísa- betu Kemp, börnum hennar og venzlafólki öllu, votta ég innilega samúð, og sendi kveðju rnína. Höggvið var á hörpustreng, hrakar ljóða gengi. Minningar um mætan dreng munu geymast lengi. Stefán Stefánsson, frá Móskógum. 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.