Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 27
Jón Sigurðsson fyrrv. hafnarvörður, Akranesi Fæddur 25. marz 1888. Dáinn 19. júlí 1971. Jón Sigurðsson fyrrv. hafnarvörð ur á Akranesi lézt 19. júlí s.l. eftir rúmlega mánaðarlegu. Útför hans var gerð frá Akraneskirkju 23. júlí — á einum fegursta degi hins sólríka sumars — að viðstöddu fjölmenni. Með Jóni Sigurðssyni er geng- inn til moldar góður þegn bæjar- félagsins og eftirminnilegur sam- tíðarmaður. Hann fæddist að Lambhaga í Skilmannahreppi 25. marz 1888. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Þórðardóttir og Sig urður Jónsson, er var kunnur hómó pati á sinni tíð. Var hann ættaður úr Kjósinni, en Margrét vestan af Mýrum. Þau bjuggu 30 ár í Skil- mannahreppi og Svínadal, lengst af í Lambhaga. Árið 1906 fluttu þau að Lambhúsum á Akranesi og var Jón þá 18 ára. Eftir það var heimili hans jafnan á Akranesi. Systur átti Jón tvær og voru báð- ar eldri. Sigurlín á Steinsstöðum á Akranesi og Þóra í Lambhaga. Báð ar kunnar húsfreyjur á sinni tíð og eru margir afkomendur þeirra bú- settir á Akranesi. Jón kvæntist árið 1913, Ragn- heiði Þórðardóttur frá Vegamót- um á Akranesi. Hún er gjörvuleg dugnaðarkona, sem staðið hefur við hlið hans í lífsbaráttunni í tæp 60 ár með æðruleysi og reisn. Hafa þau verið samhent í því að búa sér og börnum sínum fagurt og gott heimili. Þangað var mörg holl ræði að sækja, þegar vandamál lífs ins sögðu til sín. Af 9 börnum þeirra létust 2 á fyrsta ári og tveir synir þeirra létust á tvítugsaldri, miklir efnismenn. Það var þeim hjónum mikið áfall. Fimm börn þeirra eru á lífi. Margrét og Helga búsettar í Reykjavík og þrír synir búsettir á Akranesi: Jón, Ríkharður og Þórður. Hinir tveir síðastnefndu voru lengi í fylkingarbrjósti ís- lenzkra knattspyrnumanna og Rík harður starfar enn að þeim mál- um, svo sem kunnugt er. Framan af ævi stundaði Jón sjóinn eða í 33 ár. Var hann ým- ist sem háseti, skipstjóri og stund- um jafnframt útgerðarmaður. Oft réri hann frá Sandgerði, sem var venja Akurnesinga á þeim árum. Hann var góður aflamaður og hepp inn og farsæll í sjómennskunni. Hafði hann gaman af því að sækja gull í greipar Ægis og minntist oft ýmissa ævintýra frá viðburðarríkri sjómannsævi sinni. Þá var hann ungur að árum og hinn mesti of- urhugi. Jafnframt hafði Jón nokk- um landbúnað fram eftir ævi og alltaf einhverja garðrækt. Hann var mikill atorku- og dugnaðar- maður að hverju sem hann gekk og lét aldrei verk úr hendi falla. Það var honum sönn lífsnautn að hafa fangið fullt af viðfangsefnum. Þá var hann í essinu sínu. Það var mikið happ fyrir Akra- neskaupstað, er Jón var ráðinn þar hafnarvörður 1945 og því starfi gegndi hann fram á árið 1961 eða þar til hann var orðinn 73 ára. Starf hafnarvarðar er umfangsmik ið og erilssamt. Hann hefur sam- skipti við fjölda manna, bæði sjó- menn sem koma í höfnina á farm- skipum víðsvegar að og þá, sem stunda fiskveiðar frá Akranesi. Hann kynnir því bæinn út á við, umfram flesta aðra starfsmenn hans. Var Jón vel til þess fallinn og í starfi sínu reyndist hann bæði stjórnsamur og réttsýnn. Undu menn vel að hlíta fyrirmælum hans, því að bak við þau bjó einlægni og festa hins ábyrga manns. Á þessum árum reyndi mjög á lagni og útsjónarsemi hafnarvarðarins, því þá voru einatt mikil umsvif við höfnina, en jafnframt þær mestu hafnarframkvæmdir, sem þar hafa verið gerðar 1945—‘47 og 1956— ’58 og reyndist þá oft erfitt að koma skipum fyrir til afgreiðslu. En allt tókst þetta vonum betur og þá fyrst og fremst fyrir árvekni og stjórnsemi hafnarvarðarins. Gagn- vart bæjarfélaginu var hann holl- ur og trúr starfsmaður. Minnist ég jafnan með ánægju samstarfsins við hann um málefni hafnarinnai öll þau ár, sem ég var bæjar- stjóri á Akranesi. Dáðist ég oft að reglusemi hans, nákvæmni og trú- mennsku um allt, sem varðað’ rekstur hafnarinnar. Og mér er nær að halda, að þegar Jón lét af starfi hafnarvarðar, hafi hann átt vináttu allra þeirra, sem einhver samskipti höfðu við hann. Jón Sigurðsson var á atlan hátt einstaklega vel gerður maður. Hann var fróður um marga hluti, viðræðugóður og gat verið smá glettinn, þegar því var að skipta. Að eðlisfari nokkuð skapríkur, en bjó yfir svo þroskaðri skaphöfn, að í umgengni var hann hlýr og notalegur. Góðvildin og hjálpsem- in brugðust aldrei. Hann var frá- bær heimilisfaðir og leit á heimil- ið, sem helgan reit, sem aldrei væri nógu vel hlúð að. Umhyggian fyr- ir hans nánustu átti sér engin tak mörk. Hann lifði sannarlega eftir því kjörorði að láta gott af sér leiða, meðan dagur var á lofti. Öll- um samferðamönnum sínum var hann góður og ráðhollur. Hann var gæfumaður, sem sigldi skipi sín’ heilu í höfn eftir langa og við- burðaríka siglingu. Þannig varð misvindasöm ævi hamingiudagur er yfir lauk. Þeir eru því áreiðan- lega margir, sem flytja Jóni þakk- ir að leiðarlokum og blessa minn- ingu hans. Jafnframt senda þeir ástvinum hans einlægar samúðar- kveðjur. Dan. Ágústínusson. fSLENDINGAÞÆVTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.