Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 14
MINNING SYSTKINAMINNING JÓHANNES ÁRNASON OG INGIRlÐUR ÁRNADÓTTIR Úr hópi átta systkina, sem voru at$ alast upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði fyrir og eftir síðustu aldamót, voru tvö brott kvödd úr þessum heimi á árinu, sem er að líða; Jóhannes, fyrrum bóndi á Gunnarsstöðum, r im lézt 24. febr., áttræður að aldri, og Ingiríður, fyrrum húsfreyja í Holti, sem lézt 29. júní, 84 ára, og höfðu þau jafn an verið nágrannar eftir að þau hófu lífsstarf sitt. Ein úr þessum systkinahópi,Sigríður,er giftist Ara bónda Bjarnasyni á Grýtubakka í Höfðahverfi, er löngu látin, en á lífi eru þrjár systur og tveir bræð- ur. Foreldrar þeirra Gunnarsstaða systkina, sem hér er um að ræða, voru Árni bóndi á Gunnarsstöð- um Davíðsson frá Heiði á Langanesi og kona hans Arnbjörg Jóhannes- dóttir frá Ytra-Álandi í Þistilfirði. Davíð bóndi á Heiði var Jónsson og ættaður úr Bárðardal, en kona hans, Þuríður Árnadóttir, úr Mý- vatnssveit. En Jóhannes bóndi Árnason á Ytra-Álandi og kona hans, Ingiríður Ásmundsdóttir, voru bæði ættuð úr Norður-Þing- eyjarsýslu vestan heiðar. Arnbjörg á Gunnarsstöðum lézt árið 1908 og Árni árið 1912. Jóhannes Árnason fæddist 1890, á Gunnarsstöðum, og átti þar alla ævi heima. Hann stundaði nám í bændaskólanum á Hólum og lauk burtfararprófi þaðan vorið 1910. Tók síðan þátt í bændaför Norð- lendinga til Suðurlands, sem þótti markverður atburður í þann tíð. Var sú för farin á hestum, enda bifreiðaöld ekki almennt í garð gengin hérlendis. Sigurður Sig- urðsson síðar búnaðarmálastjóri, sem þá var skólastjóri á Hólum, hvatti Jóhannes til framhaldsnáms í búfræði erlendis, en úr því varð ekki, og kom það í hans hlut, er hann var 22 ára gamall, en for- eldrar hans látnir,. að taka við búi, og forsjá hinna yngri systkina sinna. Hann gerðist bóndi á Gunn- arsstöðum árið 1912. Hinn ungi Gunnarsstaðabóndi þótti fríður maður sýnum, og giftusamlegur og skorti hvorki bjartsýni né at- orku. Árið 1913 gekk hann að eiga heitmey sína, Önnu Guðrúnu Stefánsdóttur frá Brekku í Núpa- sveit, en missti hana eftir örstutta sambúð 1914. Var hann þá tæpl. 24 ára gamall, er sá harmur var að honum kveðinn, en hélt áfram búskapnum og annaðist systir hans, Þuríður (sem síðar giftist Halldóri Ólasyni, og enn er hús- freyja á Gunnarsstöðum), heimilis haldið fyrst um sinn., Árið • 1917 kvæntist Jóhannes öðru sinni. Síðari kona hans var Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir frá Ytri- Brekkum á Langanesi, og stóð heim ili þeirra með farsæld um rúipl tveggja áratuga skeið, en hana missti hann árið 1939, og af átta börnum þeirra voru þá' fimm inn- an við fremingu. Jóhannes var þá enn innan við fimmtugt, og hélt áfram búskap með börnum sínum lengi eftir það, unz tengdasonur hans og dóttir tóku við, og dvaldi hann á heimili þeirra meðan heilsa leyfði. En við andstreymi það, er fyrr var að vikið, bættist sú raun á efri árum, að hann átti við erfið an og langvarandi sjúkdóm að slííða, svo að hann varð óvinnufær og að lokum lengi rúmfastur. Voru þetta mikil viðbrigði fyrir hann, - slíkur áhugamaður sem hann var og kappsamur í starfi. En ekki varð honum tíðrætt um það, er á móti hafði gengið, og þó viðkvæmur í lund og ógleyminn. En hann átti líka góðs að minn- ast, m.a. þess, að hann hafði búið góðu búi um áratugi, bætt jörð sína og notið trausts samtíðar- manna. íbúðarhús úr steini, hið fyrsta þar í sveit, byggði hann ár- ið 1928. Hann var félagshyggju- maður og hafði með höndum ýmis trúnaðarstörf. Átti sæti í' stjórn Kaupfélags Langnesinga 1924— ‘47, var lengi formaður félags- stjórnarinnar og stundum fulltrúi á aðalfundum Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Stofnaði Búnaðar- félag Þistilfirðinga og var formað- ur þess -í 40 ár. Átti um 20 ára skeið sæti í hreppsnefnd Svalbarðs hrepps, var sýslunefpdarmaður um skeið og einnig um skeið skólanefndarformaður. Mjög áhugasamur um þjóðmál og einn af forustumönnum héraðsins á þeim vattvangi, um skeið formað- ur í Framsóknarfélagi Norður- Þingeyinga austan heiðar og oftar en einu sinni fulltrúi á flokksþing fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.