Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 16
mm IN m G t GuðjónTryggvi Þorfinnsson Skólastjóri Að morgni þriðjudagsins 21. sept. s.l. lézt á Landspítalanum Guðjón Tryggvi Þorfinnsson, skóla stjóri Hótel- og veitingaskóla ís lands, aðeins 54 ára að aldri. Þeg ar okkur berst slík fregn, að fé Jagar okkar og vinir séu kallaðir burtu á bezta aldri, teknir burtu frá störfum sínum og áhugamál um, eigum við, eins og svo oft áð- ur, erfitt með að sætta okkur við þau tíðindi og erfitt eigum við með að skilja slíkar ráðstafanir. Kynni mín og Guðjóns Tryggva hófust árið 1945, þegar hann kom til landsins að lokinni síðari heims styrjöld. Hann var öll styrjaldarár in í Danmörku og Svíþjóð, en í Dan mörku lauk hann árið 1941, sveins prófi í malreiðslu frá „Restaura- tionens Lærlingeskole“ í Kaup mannahöfn, með lofsverðum vitn isburði. Það ár luku 44 nemendur prófi úr þessum skóla, og varð Guðjó'n Tryggvi annar, í röðinni, og hlaut sérstök verðlahn fyrir þennan árangur sinn. Að prófi lðknu stundar hann störf í iðn grein sinni í Kaupmannahöfn, unz hann fer til Stokkhólms í desem ber 1943, og starfar þar við mat- reiðslustörf, þar til hann kemur til íslands með m.s. Esju í fyrstu skipsferð til landsins að ófriði loknum. Eftir að heim kemur, starfar hann við matreiðslustörf og við hótelstjórn á ýmsum stöð um. Strax eftir heimkomuna gerðist hann virkur þátttakandi í félags- störfum stéttarbræðra sinna. Hann var kosinn í stjórn Matsveina- og veitingaþjónafélags íslands, strax árið eftir heimkomuna, og lét hann hagsmuna- og velferðar mál stéttar sinnar mikið til sin taka ætíð síðar, allt til dauðadags. Á þeim árum má segja, að mennlunarskilyrði matreiðslu- og framreiðslumannastéttarinnar hér séu í mótun, þessar greinar höfðu þá fengizt viðurkenndar sem iðngreinar, en að öðru leyti var verið að hefja undirbúning að framtíðarverkefnum, varðandi fræðslu í þessum greinum. Öllum var ljóst á þeim árum, að nauðsyn- legt væri að stofnsetja sériðnskóla fyrir starfsgreinar þessar, og fór stéttarfélagið því að vinna að lausn þess máls. Gerðist Guðjón Tryggvi strax mikill áhugamaður þeirra mála, og verður ekki á nokkurn mann hallað, þótt sagt sé, að mun- að hafi um hann við skipulagningu skólamálsins á þeim tíma, sem og ætíð síðan. Lög um Matsveina- og veitingaþjónaskóla eru frá árinu 1947, en fyrsta skólanefnd íyrir skólann var skipuð í lok ársins 1949, og var Guðjón Tryggvi þeg ar einn nefndarmanna. Érfiðlega gekk að' koma skóla þessum upp, og voru ýmsar ástæður fyrir því, en ég tel að mestu hafi þó ráðið þar um skilningsleysi ráðamanna þessara mála. En þrátt fyrir allt gafst skólanefndin ekki upp, og var skólinn vígður 1. nóVember 1955, og var Guðjón Tryggvi sQtip- aður fyrsti skólastjóri skólans, og er hann sá eini, er því starfi hef ur gegnt. Matsveina- og veitinga- þjónaskólinn hefur vaxið mikið, undir farsælli stjórn Guðjóns Tryggva. Ég átti í tæpan hálfan annan áratug sæti í skólanefnd skólans, og fylgdist því mjög náið með vexti hans, og vil ég þakka hinum látna fyrir samstarfið að þeim málum, áhugamáli sem við áttum báðir saman. Og eftir að ég hætti í skólanefnd, hefur skóla stjórinn ætíð leyft mér að fylgjast með málum hans. Eins og áður segir, óx skólinn mikið í höndum Guðjóns Tryggva, þrátt fyrir mjög þrönga aðstöðu, sem skólinn hafði, og hefur haft. Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný lög fyrir skól- ann, og nafni hans breytt í Hótel- og veitingaskóla íslands. Og um leið var skólanum veitt bætt að staða og aukin verkefni, þannig, að nú er um að ræða alhliða menntastofnun fyrir allar starfs greinar innan veitinga- og gististaðahalds, í landi, á sjó og í lofti. Er leitt til þess að vita, að skólinn, á þessum merku tímamótum sínum, geti ekki notið afbragðs hæfileika þess manns, sem með stjórn sinni allri og starfi hefur gert þessa menntastofnun að því, sem hún nú er orðin. Skarð hans verður aldrei að fullu fyllt, þótt segja megi, að maður komi manns í stað. Eins og gefúr að skilja, hef ég ekki komizt hjá því á þessari stundu að geta hins mikla braut- ryðjandastarfs Guðjóns Tryggva Þorfinnssonar, að menntamálum þessara stéttar, en ekki vil ég gleyma öðrum störfum að félags málum, sem hann ætíð gaf sér tíma til að sinna af miklum áhuga. í stjórn stéttarfélags síns átti hann lengi sæti, og hann skorað- ist aldrei undan störfum þar, þeg ar til hans var leitað. Eftir að hann varð skólastjóri, var hann alltaf boðinn og búinn til að aðstoða for- ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.