Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 17
ustumenn stéttarfélaganna á ýms- an bátt. Ég hef oft dáðst að fórn fýsi hans og áhuga. Ég vil, fyrir hönd Félags bryta, og Félags mat reiðslumanna sérstaklega, færa honum beztu kveðjur og þakkir á þessari kveðjustund. Undir þessar kveðjur er óefað tekið af öilum þeim stéttarfélögum, er á sama hátt hafa notið aðstoðar hans. Fé- lag matreiðslumanna heiðraði hann á merkum tímamótum sín um árið 1967. Atvinnu minni er þannig háttað, að daginn eftir að Guðjón Tryggvi Þorfinnsson lézt, fór ég úr bænum, og af þeirri ástæðu m.a. hef ég ekki getað gert línur þessar eins vel úr garði og ég hefði viljað, og hinn látni hefði verðskuldað af minni hendi. Þetta bið ég aðstand- endur, sem og aðra velunnara hins látna að virða á betri veg. Senni- lega get ég ekki, af sömu ástæðu,. verið viðstaddur útför hans, sem ég hefði viljað. Með línum þessum mun ég því kveðja þennan mikil- hæfa félaga minn og starfsfélaga, og þakka árangursríkt og ánægju- legt samstarf að sameiginlegum áhugamálum gegnum aldafjórð- ungs skeið. Ég votta Birgit konu hans, börnum, og öðrum ástvinum hins látna innilegustu samúð við frá- fall Guðjóns Tryggva Þorfinnsson- ar. Böðvar Steinþórsson. Hann Tryggvi skólastjóri er lát- inn. — Ég minnist með þak'klátum huga, hve innilega hann bauð mig velkomna í framreiðsludeild Skól- ans hjá sér, er ég hóf nám þar. Þau orð voru mér mikil lyftistöng, því að það voru ekki margir sem töldu mig, eða kvenfólk yfirleitt, eiga erindi í þá stofnun. Og þeg ar ég varð 10 ára sveinn 1970 útskrifaði hann fyrstu konuna í matreiðsludeild. En þá vorum við orðnar 9 í framreiðsluiðn. Ég er sannfærð um að hver einasta okk- ar minnist hans með virðingu og þökk. Tryggvi átti rnjög gott með að umgangast ungt félik og ávann sér fljótlega traust nemenda sinna, sem flestir voru mjög ungir er þeir hófu nám. Og þegar þeir héldu uppá skólaslit var hann ekki síður nauðsynlegur þátt- Valgarður Hafsteinsson Fæddur 6. julí 1955. Báinn 7. sept 1971. Þegar ég kom heim kl. 7 þriðjudagskvöldið 7. sept. og Róbert sagði mér að Valli væri dáinn, varð ég slíkri skelfingu lostin, að mér mun sú stund seint úr minni líða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að eiga ekki von á að sjá hann framar hér í Bakkakoti og fylgjast með öllum framtíðaráætlunum. Valli hafði hringt til Róberts nokkrum mín útum áður en hann var allur, og þá glaður og hress að vanda. takandi í gleðskap framreiðslu- deildar en matreiðslu. Svo var og um lians fögru og góðu konu. Birgit, prinsessan í hópnum ljúf, kát og háttvís. Það vildi svo til að þessir fagnaðir voru stundum haldnir á vinnustað mínum, svo ég veit hve mjög þau hjón áttu hjörtu nemendanna. Aldrei vissi ég til að þau hjón væru svo stödd í húsinu að þau heilsuðu ekki uppá mig um leið mér til mikillar ánægju. Bezt kynntist ég þó Tryggva eft ir að hann gerðist meðlimur i Kiwanisklúbbnum Heklu en þeir héldu fundi á vinnustað mínum. Þá ræddi hann oft við mig með- al annars um ferðir þeirra hjóna um hálendi íslands. Ég drakk í mig lýsingar hans og komst síðar að raun um að hástemmdasta frá- sagnargleði getur ekki oflofað ör- æfin okkar. Þannig geta fræðimenn af guðs náð óbeint stráð um sig vizku og bent á leiðir til innihaldsríkara lífs, þótt ekki sé frá kennarastóli. Við kveðjum Tryggva að sinni, þar sem hann hefir að æðra boði lagt á móðuna miklu. Sál hans mun halda áfram að þroskast og tekur af alúð á móti okkur nem endum sínum þegar að oikkur kem ur. Frú Birgit og öðrum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Svanhildur Sigurjónsdóttir. Valgaröur Hafsteinsson er einn eftinninnilegasti drengur, sem hér hefir komið, og eru þeir þó orðnir býsna margir drengirnir af Nes- inu, sem við höfum haft kynni af. Hann varð vinur okkar allra. Ekki eru mánuðirnir margir síðan Valli fór að venja komur sín- ar til okkar, en það gerðist mikið á svo skömmum tíma. Að vísu munum við vel eftir honum frá því liann var smá hnokki, laglegur og sérlega aðlaðandi lítill drengur. Það er óhætt að segja og ærið umhugsunarefni að einn mánuður í lífi Valla virtist jafngilda heils árs sambandi við venjulegt fólk. Eftir á að hyggja er engu líkara en hver mínúta hafi verið mikilvæg, þar sem tíminn var svona naumpr. Við erum öll þakklát fyrir þessa mánuði frá í byrjun þessa árs. Tillitsemi var í hverju hans fót- máli, hvernig hann ók heim að hús inu, bankið hans á hurðina, allt miðaðist það við að gera ekki ónæði. Það er ekki sama livernig fólk bankar á hurð. Mér finnst ég geta kynnzt manneskju talsvert á ' þeirri athöfn einni. Háttvísi og til- litsemi voru hans.aðalsmerki. Ekki kynntist ég foreldrum Val- garðs heitins persónulega, hins ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.