Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 11
'V. Systurnar Þuríður, Guðríður og Hel ga Jakobsdætur frá Hreðavatnl. á, þá sigraði jafnan sá hópurinn sem hafði Þuru á að skipa. Þura kvað marga í kútinn um dagana. Hún var ágætlega vel greind, stál- minnug og söngelsk. Hún kunni eins og ég gat um áðan ótrúleg- an sæg af ljóðum og sögum, og hún átti auðvelt með að færa sög- urnar í búning og gera þær spenn andi. Sögurnar um selina í Hvítá, og önnur ævintýri fná því hún vabti yfir túninu eða sat yfir kvíaánum, sagði hún okkur æ oní æ, og alltaf voru frásagnir hennar jafn lifandi og spennandi. Frásagn ir af fólkinu á næstu bæjum, Hannesi í Brekkukoti og Albert í Klett, en þeir voru næstu nágrann ar, voru svo lifandi, að þær fest- ust i minni okkar barnanna, sem væru þær hluti af okkar eigin ævintýraheimi. Ævintýraleg var einnig frásögn hennar um strokið í honum Dreyra, en það var reið- hesturinn hennar, og hvernig Magnús bróðir hennar margsynti Hvítá til að sæfcia hann og sund- reið klámum síðan til baka með snærísspotta að taumi. Já, margar sögur sagði hún Þura okkur frá æsku sinni og unglings- árum í Deildartungu. Þuríður fékk tækifæri sem ung stúlka til að ganga á Hvítárbakkaskólann. Þar var hún í tvo vetur og eignaðist þar marga vini, suma sem hún hélt vináttu við í áratugi. Hún minntist ætið Sigurðar Þórólfsson- ar skólastjóra og konu hans með hlýhug, og átti margar endurminn ingar frá veru sinn á Hvítárbakfca, sem voru henni kærar. Eftir að Þuríður var á Hvítárbakka, fór hún heim 1 Deildartungu, en síð- an lá leið hennar suður til Reykja- víkur. Þar lærði hún að sníða og sauma. En aftur lá leiðin upp í Borgarfjörð, og að þessu sinni að Hvanneyri til foreldra minna, Guð rúnar Hannesdóttir og Páls Zoph- oníassonar, en þau höfðu þá fyrir stuttu stofnað þar heimili. Segja má, að því nær alla tíð síðan hafi leiðir foreldra minna og Þuru legið saman. Sú leið lá fyrst upp í Reyfcholtsdal, þar sem foreldrar mínir biuggu á Kletti, og síðan norður að Hólum i Hjaltadal og loks suður til Reykjavíkur. Þessi leið var löng og viðburða- rík, hún var eins og leið flestra stráð gleði og sorg, vonbrieðum og sigrum. Það var alltaf litið á Þuru sem eina úr fjölskyldunni, og hún tók ríkulegan þátt í fjölskyldulíf- inu. Mátu foreldrar mínir mifcils dugnað hennar, vinnusemi, trú- mennsku og velvild í garð heimil- isins. Það var að dómi móður minnar ómetanlegt fyrir hana, hve vel og drengilega Þura reyndist henni og okkur öllum. Hún var alltaf glöð og reiðubúin að hjálpa þeim, sem voru hjálpar þurfi hverju sinni. Hún annaðist okkur börnin á margan hátt, og sá um matreiðslu heimilisins að miklu leyti. Hún kunni vel til verka, og var næstum sama að hverju hún gekk, flest gat Þura gert öðrum betur. Barngóð var hún og nutu þess mörg börn og unglingar, m.a. leikfélagir mínir á Ránargötunni, í ríkum mæli, og síðar aðrir félag- ar, sem oft komu og voru heima á Sóleyjargötu og nutu þar margs af Þuru. Hún var ætíð boðin og búin að hjálpa þeim og greiða úr vanda þeirra og gefa þeim hress- ingu. Þura var óvenjuleg kona, sem allt vildi fyrir alla gera, en krafð- ist lítils fyrir sig. Eðlilega nutum við systkinin og síðar börn okkar og barnabörn. gæzku hennar mest. Okkur öllum sýndi hún ætið um- hyggiu. ástúð og vinarþel, sem orð fá okki lýst. Þuríður var jafnan hrókur alls fagnaðar. Á yngri áum tók hún a.m. þátt í söng og leikstarfsemi á Hvanneyri og Hólum. Á Hólum var jafnan haldin álfabrenna á þrettándanum. Var þá mikið um dýrðir, og gerðu Hólasveinar sitt til að gera daginn ógleymanlegan. Sumir léku púfca og létu allskyns illum látum, en prúðbúnir álfar dönsuðu í röðum umhverfis bál- köst og sungu. Á undan fór álfa- fcóngur, sem oft var Kristinn Guð- mundsson síðar bóndi á Mosfelli, og álfadrottning, sem í minni tíð var leikin af Þuru. Það fór hreint ekki lítið fyrir þeim Kristni og Þuru, þegar þau geystust fram í broddi hinnar skrautbúnu álfa- fylkingar syngjandi fullum hálsi, en inni í hringnum lóku púkarnir hinar margvíslegu listir sínar, upp ljómaðir af bálinu en skuggarnir teygðu sig langar leiðir allt upp í rætur Hólabyrðu. Slík fcvöld verða börnum ógleymanleg. Nú eru dagar Þuru allir, hún andaðist að morgni 18. júlí. Lífið hefur vissulega breytt um svip fyr ir okkur, sem þekktum hana bezt og vorum svo heppin að fá að njóta umhyggju hennar og ástúð- ar allt okkar líf. Efcki get ég þó sagt, að sorgin sé mér efst í huga. Ég átti ætíð von á því, að Þura færi á undan mér, en það er tómleifci f huga mér. Ég get ekki lengur slegið á þráðinn til hennar oe spialiað vifi bana um fólk ætt- fræði eða ljóð. Hún kemur ekki oftar heim til okkar. Við borðum ekki oftar saman á annan dag jóla U ÍSLENDflNGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.