Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 12
MINNINC Kjartcm Þorgrímsson. Hann fæddist í Reykjavík 4. apríl 1889, og þar lauk liann einn- ig ævi sinni 2. jan. sl. og hafði þá nál. tvo um áttrætt. En spor hans liggja víða og ég þekkti hann fyrst fyrir nál. hálfri öld sem Kjartan í Hvammi, en sú jörð er í Þistilfirði norður. Margir nutu verka hans, og margir minnast þess nú, að hann átti haga hönd og létta lund, sem entist honum vel i blíðu og stríðu. Ólöf hét móðir hans Ólafsdóttir, en faðir hans var Þorgrímur kenn ari og leiðsögumaður sonur Þórð- ar sýslumanns í Hjálmholti, kunn- ur maður syðra. Ekki heyrði ég hann ræða um bernsku sína eða æsku, en hann ólst upp í Reykja vík þangað til hann var 11 ára, og fluttist þaðan um aldamótin norð- ur að Gunnsteinsstöðum í Langa dal. Dvaldist hann árum saman þar á bæ eða þar í héraði. Eftir að hann fór úr Húnaþingi dvald ist hann eitt ár í Grímsey og um tíma á Húsavík, og e.t.v. víðar. Það mun hafa verið rétt fyrir hjá Viðari Péturssyni og Ellen, eins og við höfum gert í svo mörg undanfarin ár. En ég á í huga mér minningu um góða vinkonu, góða frænku sem allt vildi á sig leggja til að hjálpa og gleðja, og það eru dýr- mætar minningar, sem eru Þuru minni vel samboðnar. Ég ætlaði að vera búinn að skrifa nokkrar línur um Þuru, en það dróst úr hömlu. Og sem ég er að Ijúka við þess- ar línur á skipsfjöl á leið til Eng- lands, er óskalagaþáttur í útvarp- inu að enda á einu af uppáhalds- lögunum okkar Þuru, „Áfram veg inn í vagninum ek ég, inn í vax- andi kvöldskugga þröng“, vel söng Stefáno. Það var skrítin tilviljun, að lagið þitt var leikið einmitt nú. 21. ágúst 1971. Iljalti Pálsso'U. fyrri heimsstyrjöldina, að Kjart- an fluttist norður í Þistilfjörð og gerðist vinnumaður í Hvammi. Hann kvæntist Maríu Sigfúsdóttur bónda þar og hófu þau búskap í Hvammi, en einnig bjuggu þau um tíma í Garðstungu í sömu sveit og í nokkur ár í Tunguseli á Langa nesi. Efni voru lítil en barnahóp- ur vaxandi, og stundaði Kjartan vinnu utan heimilis, bæði á landi og sjó. Konu sína, Maríu, missti Kjartan árið 1928 frá sex börnum ungum, en tvo drengi höfðu þau misst í bernsku. BÖrn þeirra á lífi eru: Karl Haukur, bifreiðastjóri og sparisjóðsformaður á Þórshöfn, kvæntur Vilborgu Kristjánsdótt ur, Aðalbjörg Rósa, sem giftist ívari Björnssyni á Hofsósi, Sig- hvatur, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Aðalsteinsdótt ur, Þorgrímur, útgerðarmaður á Þórshöfn, kvæntur Oktavíu Karls- dóttur, Hermundur, bóndi í Sval- barðsseli í Þistilfirði, kvæntur Fjólu Þorsteinsdóttur og Jón Haf liði, verzlunarmaður í Reykjavík. Eftir missi konu sinnar, Maríu, brá Kjartan búi og ólust börn þeirra siðan upp hér nyrðra. Árið 1931, um það leyti sem Kjartan Þorgrímsson hafði tvo um fertugt, urðu enn þáttaskil í ævi hans. Hann hvarf þá til bernsku- stöðvanna syðra og gerðist ráðs maður á Kópavogshælinu gamla. Stundaði hann það starf um skeið en var í tvö sumur við húsasmíði í Dalasýslu. Árið 1938 kvæntist hann öðru sinni, þá kominn undir fimmtugt. Síðari kona hans, sem nú lifir hann, er Halldóra Jóns dóttir frá Kringlu í Dölum. Börn þeirra Kjartans og Halldóru eru: Sigríður, gift Birni Kristmunds- syni, verzlunarmanni, Hálldór sím virki, kvæntur Þórunni Sigurjóns dóttur og María gift Einari Guð- mundssyni, pípulagningameist ara, öll búsett syðra. Kjartan stundaði byggingavinnu í Reykja vík, en vann síðan í 15 ár á bif- reiðaverkstæði Egils Vilhjálmsson- ar, og eftir að hann hætti þar, stundaði hann ýmsa vinnu meðan kraftar entust. Um það leyti sem Kjartan haíði fjóra um sjötugt, bilaði heilsa hans. Var hann af þeim sökum óvinnu fær og lengi rúmfastur að meira og minna leyti. En kona hans, Hall- dóra, annaðist hann og studdi af mikilli umhyggju, og beið þess er vei'ða vildi. Mun það sammæli kunnugra, að hún hafi reynzt hon- um traustur förunautur eftir að saman lágu leiðir þeirra. Margir Þistilfirðingar og Langnesingar minnast nú Kjartans Þorgrímsson- ar með hlýjum hug. Sterk bönd tengdu hann við norðurhjarann hér, þó að hann væri annarsstaðar upprunninn. Hann fylgdist jafnan vel með því, sem hér gerðist, og kom hingað all oft að vitja vanda manna og vina, síðast að ég ætla um það leyti, sem liann varð átt- ræður. Það mun hafa verið árið 1942 eða þar um bil, sem hann, ásamt Einari Sigurðssyni frá Klifs haga, kom hingað norður á reið- hjóli frá Akranesi, og vakti för þeþ'ra athygli, en á því ári var lok- ið við að ryðja veg yfir Öxarfjarð arheiði. Margir héðan nutu gest- risni á heimili hans syðra. Kjartan Þorgrímsson var hár maður vexti og vel á sig kominn og prýðilega verki farinn. Ég hygg, að hann hafi á meðan hann var hér nyrðra, verið talinn með beztu sláttumönnum hér um slóðir. Tók 12 ÍSLENDINGAÞÆTTíR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.