Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 20
AXEL GUÐMUNDSSON Fæddur 14. apríl 1905. Dáinn 5. ágúst 1971. Árið 1905 14. apríl, fæddist að Grímshúsum í Aðaldal sonur bú- andi hjóna þar, Guðmundar Guðna sonar og Jónínu Jónasdóttur. Hann hlaut nafnið Axel. Axel var yngstur fjögurra sona þeirra hjóna, „er þar uxu úr grasi, góðum gáfum gæddir og vel íþrótt um búnir er þóttu mörgum mönn- um öðrum efnilegri um margvís- legt atgervi“- Þessi orð eru tekin upp úr grein er ég reit eftir Tryggva bróður hans fyrir nokkr- um árum. Ég endurtek þau hér, því svo sannarlega eiga þau við um yngsta bróðurinn sem er.kvaddur nú siðastur þeirra eins og þau áttu við þann næstelzta, Tryggva bú- stjóra á Kleppi, er þau voru í upp- hafi um sögð. Þeir Grímshúsabræður voru fjórir, Hallgrímur var elztur þeirra bræðra, bóndi í Grímshús- um er lézt 1954, tæplega 57 ára. Tryggvi var næstelztur, hann lézt 1964, 64 ára. Jónas var bóndi í Fagranesi í Aðaldal, dáinn 1952 49 ára, og nú er Axel látinn rúm- lega 66 ára, sá er yngstur var og náði hæstum aldri. Axel ólst upp í Grímshúsum með foreldrum og bræðrum og Þegar leið á ævikvöld Kristínar á Hróastöðum og heilsa hennar tók að bresta, sýndi Guðrún, dótt- ir hennar, bezt hvérn mann hún hefur að ggyma. Hún annaðist hana af mikilli umhyggju og ást- úð og brast eigi hófstillingu né skilning. Mun henni nú finnast eyða við arin, þegar þar vakir minningin ein. En þeirrar minningar er gott að njóta. Hún er skyld angan bjark arinnar og brósi blómsins við rís- andi degi. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. komst til góðs þroska, atgervis- maður til líkama og sálar, íþrótt- um búinn, söngvinn og skáldmælt ur. Axel hugði til mennta á unga aldri og hafði hafið nám í Gagn- fræðaskóla Akureyrar er hann veiktist í mænuveikisfaraldri er gekk yfir Norðurland vorið 1924. Eftir það steig hann aldrei heilum fæti á völl. Hann fluttist nokkrum árum síðar til Reykjavíkur, stund- aði 'hann söngnám um skeið og kennzlustörf unz hann gerðist starfsmaður á Skattstofu Reykja- víkur 1935 og þar var hans starfs- vettvangur þaðan í frá um meira en aldarþriðjungsskeið. Axel var einn af stofnendum Karlakórs Reykjavíkur og tók lengi þátt í störfum hans og var einsöngvari þar á fyrri árum kórs- ins. Innti hann af höndum mikið og gott verk fyrir kórinn, m. a. þýddi hann marga smekklega söng texta, því hann var vel skáldmælt- ur. Hann þýddi margt bóka úr erl- endum málum, skáldsögur, ferða- bækur og UHglingabækur. Öllu þessu var sameiginlegt fagurt mál og smekkvíst, á það ekki síður við um þrjár drengjasögur er komu út eftir hann á síðustu árum. Þar er um að ræða sanna sveitalífs- sögu frá nýliðnum tíma, hófstillta og náttúrulega að persónuSköp- un, atburðum og umhverfislýs- ingu. Árið 1943 kvæntist Axel Ruth Manders, danskri konu er fcomið hafði hér til lands stuttu fyrir heimsstyrjöldina. Þau byggðu sér fagurt heimili að Drápuhlíð 33 og áttu þar heima æ síðan. Börn þeirra eru Guðmundur flugvéla- virki, Ólafur laganemi og Dóra 15 ára. Þá er búið að skýra1 frá hinum venjulegum atriðum er á yfirborð inu liggja, en ef skyggnzt er lengra sér móta fyrir sögu, er ekki verður í stuttu máli sögð. Það er allt umhugsunarefni nóg og harms- og gleðisaga, hvernig ungur maður glæstum kostum búinn er knésett- ur til ævinlegra örkumla, en held- ur þó velli með þeim hætti sem hér gerðist með tamningu og sjálfsnámi, er náði langt á leið til að bæta sumt það er misst var og bætt varð, en sýndi þó skýrast og gleggst þann efnivið er í mannin- um bjó. Sannast þar það sem einn frændi hans orðaði svo: „Enginn veit sitt afl til fulls áður en gengur að stríði Eldraun skýrir aðal gulls, einnig hjartans prýði“. Það sem þessum orðum var fyrst og fremst ætlað, var að þakka vel rækta frændsemi og vin áttu frá barns- og unglingsárum í heimasveit okkar og samveruna langa hríð síðar. Þegar ég kom til starfa á Skattstofu Reykjavíkur fyrir hartnær þrjátíu árum, þá var Axel þar fyrir, reyndur starfsmað- ur. Þar unnum við saman alla tíð síðan til síðastliðins vors. Það langa samstarf vil ég þakka, og ég vil leyfa mér að færa þakkiæti fyrir tórnd allra hinna mörgu fyrri og nýrri samstarfsmanna í þeirri stofnun. Axel átti þar sæti sem enginn 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.