Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 21
EINAR E. VESTMANN „Hvenær, sem kallið kemur kaupir sér enginn frí. Þar læt ég nótt. sem nemur, neitt skal ei kvíða því“ — Þannig farast orð, sálmaskáldinu mikla, — Hallgrími Péturssyni. Hall grímur kveið ekki viðskilnaði við jarðlífið, — þegar þetta líf er kvatt og haldið áleiðis inn á eílifð- arlöndin. — En það eru fleiri en Hallgrím- ur Pétursson sem ekki bera kvíða í brjósti. Ég hitti vin minn Einar E. Vestmann, nokkru áður en hann dó. — Hann sagði við mig: „Komdu blessaður og sæll, það gleður mig að sjá þig“. — Emar , ’ var þá orðinn svipur hjá sfón frá því sem áður var. Liíkamsþrek ið var að þverra, en kjarkurinn og reisn sálarinnar skein í gegn um jarðneska starfstækið, — líkam- ann. Úr augunum þínum, Einar minn, skein öryggi hins innri frið- ar. Öryggi, frá hinum eilífa mætti, sem öllu gefur líf og öllu stjórn- ar. — Ég tók kveðjunni þinni hlýju, með einlægri vináttu og lagði í fyllti á sama hátt. Hann var með einhverjum hætti ráðgjafi, trúnað- armaður og fróðleiksbrunnur hverjum þeim er átti spurn ósvar- að eða óleystan vanda. Ef eitthvað var andstætt og maður ekki vel fyrir kallaður, var oft að ganga á fund Axels, það mundi dreifa huganum og máske gæfist færi að leita svars við einhverju því er á manni hvíldi. Ef nýlokið var lestri einhvers þess efnis er vakti áhuga manns, svo sem skáldsögu, ljóða- bókar eða blaðagreinar var gott að líta inn til Axels og fróðlegt að heyra álit hans. Ef rætt var um orðalag í samningu bréfs, eða um beygingu orðs eða stafsetningu, þá var gjarnast viðkvæðið, spyrjið þið Axel. Um lausnir marghátt- aðra spurninga var til hans leitað, álit hans og umsögn orkaði minna tvímælis en spjall annarra. Nú leitar enginn lengur úrskurðar til Axels og ekki verður til hans geng ið til þess að dreifa ásæknum vand ræðum í hugþekku spjalli. Nú er hornið hans tómt, enda er stofn- unin nýflutt í nýrri og rýmri húsa kynni og hornið hans ekki leng- ur til, — slík er framvinda lífs- ns. Axel hafði nýlega lokið ferðalagi til æskustöðvanna ásamt konu og dóttur. Átti hann þar nokkra sól ríka gleðidaga á því bjarta sumri sem senn er liðið, og var hann mjög ánægður yfir því ferðalagi. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu aðfaranótt 5. ágúst og fór jarðarför hans fram 10. ágúst. Samstarfsmenn og vinir kveðja hann með hlýrri þökk og virðingu. Ég flyt konu hans og börnum inni- lega samúð og veit að minningin um hann verður þeim hugljúf og atgervi hans og karlmennska verð- ur þeim hvatning og styrkur við að standa af sér erfiðleika ókom- inna ára, sem mæta okkur öllum í margvíslegri mynd, — þá erfið- leika sem fylgja því að vera mað- ur. Intlriði Imhiðason. handtak mitt þá mildi, sem ég hafði yfir að ráða. — Þetta voru síðustu orðin, sem okkur fór á milli, hérna megin tjaldsins. — „Að heilsast og kveðjast, það er lifsins saga.“ — Einar E. Vestmann fæddur 4. júlí 1918. dáinn 11. ágúst 1971. Foreldrar hans eru, Einar B. Vest- mann og Guðríður Nikulásdóttir. Þau hjónin fluttust vestur til Winnipeg, árið 1912. Einar E. Vestmann fæddist að Gimli, í fylkinu Manitoba, í Kanada. — Einar B. Vestmann missti konu sína, Guðríði árið 1929. — Flytzt heim til íslands með börn sín, árið 1930, — setzt að á Akranesi. Einar E. Vestmann kvænist Guð laugu Jónsdóttur 20. ágúst 1941 á afmælisdegi Guðríðar móður hans, hefði hún þá lifað hér, á voru tilverusviði. Einar E. Vestmann var stór mað ur og vasklegur. Hann var hvers manns hugljúfi, laðaði menn að sér með hispursleysi sínu og alúð. — Einn starfsmaður í sömu iðn- grein og Einar stundaði, — (járn- smiðinni), lét svo ummælt. „Það var gott að vera í návist hans.“ — Hin létta lund Einars E. Vest manns og einlægni, laðaði alla að honum. Þetta eru ummæli manns, sem vann með Einari E. Vestmann livern virkan dag, á meðan hann lifði hér og starfaði. — Þessi vitn- isburður segir mikið og lýsir Ein- ari vel. Framanskráð orð voru við mig töluð sama dag og jarðarförin fór fram. Einar, vinur minn. Fátt eitt er sagt enda megna orðin svo litils og túlka svo fátt um hið sanna hug arþel og hjartalag, hvers eins. — Þar sýna verkin bezt, hvaö var gert og hvernig unnið var. — Ein- ar E. Vestmann var verkmaður mikill og vandaði sín störf, svo segja þeir sem þekktu hann bezt Ég, sem þessi orð rita, var að ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.