Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 9
NG Helgi Jónsson Lestagangur tímans hefir senn lagt að baki fjóra tugi ára síðan ég fyrst kynntist Helga heitnum Jónssyni og konu hans, Sigrúnu Ásmundsdóttur. Átti ég þá um skeið athvarf á lieimili þeirra hjóna, en naut síðar oft liðsinnis þeirra og vinsemdar. Heimskreppan mikla var um það leyti í algleymingi. Þjóðfélagið hafði enga þörf fyrir nýliða. At vinnuleysi og fátækt. settu mark sitt á menn og málefni, einkum þó æsku landsins. Hlutskipti margra var hið þrúgandi umkomu leysi án vonar. Fátækur kotastrákur var, í þá daga, ekki stór bógur í höfuð- borginni. En hann var næmur á það, hvað að honum snéri í fari samferðarmannanna. Slíku ungmenni var hætt við að bíða tjón á sálu sinni í stormsveip um aldarfarsins og því brýn þörf á uppörfun og stuðningi góðra manna. Þess háttar maður var Helgi Jónsson og tala ég hér af eigin reynd. Hann var þeim kostum búinn, að samneyti við hann var ungum og gömlum ávinningur. Hann var henni alls góðs, í fegurri og sælli heimi, eins og hún á skilið. Það er okkar bjarðföst trú og vissa. Að leiðarlokum vil ég, um leið og ég samhryggist fjölskyldu henn ar innilega, óska þeim öllum til hamingju, með að hafa átt hana að móður, ömmu og leiðbeinanda öll þessi ár, því að þar sem góðir fara, eru Guðs vegir. Vertu góðum Guði falin, elsku vinkona, og hafðu hjartans þökk fyrir allt. „Krjúptu að fótum friðarboðans! Fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa, Guðs um geim!“ Þóra Marta Stefánsdóttir. kennari, Undralandi, Reýkjavík. frábær reglumaður og umhyggju samur heimilisfaðir. Hann var al- vörumaður og bjartsýnismaður í senn. Hann kunni vel að meta sól skinsbletti tilverunnar og gladdist oft innilega af því, sem við flest köllum smámuni, ef hann sá þar fegurð fólgna. Hann hafði numið hina einföldu speki góðleikans, sem er hlý og umburðalynd og enginn öðlast án mikillar lífs- reynslu. Hann var unnandi lífs og gróðurs og hverjum manni lítillát ari. Engir hlutir lágu honum fjær, en dómliarka og hvatvísi, spjátr- ungsskapur og hávaði. Helga Jónsson dreymdi víst aldrei um að safna auði eða met orðum, en hann vildi vera og var veitandi fremur en þyggjandi. En fyrst og fremst vildi hann skipa sinn sess með fullum sóma sem sannur drengur og það gerði hann til hinztu stundar. Slíkir menn eru gjöfulir sam- ferðarmönnunum á bjartsýni og lífstrú. Helgi fæddist að Höfða í Þver árhlíð 7. maí 1894 og voru foreldr- ar hans María Jónsdóttir og Jón Guðmundsson, fátæk hjón og barn mörg. Þau munu hafa verið ætt uð úr byggðum Borgarfjarðar. Ekki kann ég frá frumbernsku hans að segja, en á tíunda ári hvarf hann alfarinn úr foreldra- húsum og vann fyrir sér úr því. Segir það mikla sögu. Fyrst mun hann hafa vistazt að Gunnlaugs stöðum, en fermingarárið fluttist hann að Arnarholti til Sigurðar sýslumanns Þórðarsonar og dvaldi þar til tvítugsaldurs, en þá brá sýslumaður búi og fluttist til Reykjavíkur. Gott þótti Helga að minnast veru sinnar í Arnarholti. Eftir að Helgi fór frá Arnarholti stundaði hann ýmis störf til sjávar og sveita um nokkurt árabil, lengst í Borgarfirði og Austur- Barðastrandasýslu, en einnig í Reykjavík og „suður með sjó“. í Barðastrandasýslu kynntist hann konu sinni: Sigrúnu Ás- mundsdóttur og gengu þau í hjóna band 13. janúar 1931. Sigrún átti þá við vanheilsu að stríða og lengi síðan, en ekki skyggði það á sam búð þeirra hjóna eða hamingju, sem var frábær. Lýsir það báðum vel, enda samvalin að mannkost- um. Börn þeirra hjóna eru tvö, löngu uppkomin og myndarfólk, en þau eru: María, gift Haraldi Einarssyni kennara og Jón Gylfi ókvæntur í heimahúsum. Þau lijón settust að í Reykja vík árið 1934 og keyptu fáum ár- um síðar húsið nr. 23 við Reykja víkurveg og bjuggu þar æ síðan. Alla tíð, frá 1934 til ársins 1967, þegar Helgi lét af störfum fyrir aldurs sakir, vann hann hjá Sam bandi ísl. samvinnufélaga og naut mikillar hylli samverkamanna og yfirboðara. Eftir að Helgi lét af störfum, gafst honum betra tóm til en áð- ur, að sinna hugðarefnum sínum svo sem braglistinni, en hann var hagyrðingur góður þótt fáir vissu, enda bar hann ekki kveðskap sinn á torg. Ljóð hans frá þessu tímabili og raunar miklu eldri, lýsa miklu trúnaðartrausti og innilegri sátt við guð og menn. Slíkum er gott að kveðja þetta líf að loknu miklu dagsverki og heilladrjúgu. Hann lézt 7. apríl s.l. Þegar ég nú leiði sjónum feril Helga Jónssonar við daghvörf, manngerðina, orð og athafnir, fæ ég ekki varizt þeirri hugsun, að fSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.