Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 13
BRÆÐURNIR Ólafur Sigurðsson frá Efri-Rauðalæk, Holtum, Rang- árvallasýslu. Fæddur 22. júní 1887. Dáinn 26. ágúst 1971. OG Jón Sigurðsson frá Efri-Rauðalæk, Holtum, Rang- ái-vallasýslu. Fæddur 2. sept. 1895. Dáinn 30. sept 1971. Örfá minningarorð. Það er svo margs að minnast þegar mætir kveðja. Já, sannar- lega er margs að minnast þegar við hjónin nú kveðjum tvo bræð- ur mannsins míns, er létust yieð svo skömmu millibili. Miklir kær- leikar voru á milli bræðranna og stundum að sér túnaslátt í ákvæð- isvinnu, og var- mér sagt, að hann slægi dagsláttuna á sæmilega greiðfæru túni á 7 til 8 klst. Hann var greindur maður og ræðinn og aldrei sá ég hann öðru vísi en glaðan í bragði, jafnvel þótt hann ætti í seinni tíð örðugt um mál vegna vanheilsu sinnar. Hann átti við umkomuleysi og fátækt að stríða framan af ævi, en bomst vel af er á leið. Áhugasamur var hann um þjóðmál og hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum. Hann var einn af þeim, sem haldið hafa saman Sunnudagsblaði Tímans og íslendingaþáttum, hvorutveggja frá öndverðu, og lét binda inn vandlega. Fer vel á því, að þessir þættir geymi nafn hans og það, sem hér er skrifað um hann, sem raunar er ekki nema örstutt ágrip af sögu, sem sjálfsagt hefði getað orðið löng og læsileg, ef kunnáttu samur ævisöguritari eða „skáld menni“ hefði um hana fjallað á meðan tími var til. G.G. fjölskyldunnar allrar. Foreldrar þeirra, þau hjónin að Efri-Rauða- læk í Holtum, þau Sigurður Ólafs son bóndi og kona hans Guðrún Bjarnadóttir voru þekkt að mann- kostum. Þar fæddust þeir bræð- urnir og ólust upp ásamt systkin- unum við reglusemi og vinnu, eins og þá gerðist. Sex voru börnin er upp komust, en fimm þeirra eru nú horfin yfir móðuna miklu. Ólafur Sigurðsson vann við bú foreldra sinna til ársins 1929, en þá fluttist hann til Reykjavíkur og dvaldi þar til dauðadags þ. 26. ág. sl. Jón átti heima að Rauðalæk alla ævi að undanskildum tveimur ár- um (um 1930). Báðir voru þessir bræður vandaðir svo af bar til orðs og verka, og aldrei brást tryggð þeirra þar, sem vinsemd náði að festa rætur. Því höfum við hjónin svo mik- ið að þakka, við sem í svo ríkum mæli nutum mannkosta þeirra. Ekki get ég lokið svo þessum fáu línum, að ég ekki minnist á þau hjónin á Rauðalæk, Ólafíu Sig urþórsdóttur og Harald Halldórs- son og börn þeirra, er með alúð sinni og umönnun veittu Jóni Sig- urðssyni mági mínum sikjól til hinztu stundar. Það var hans heit- asta ósk að fá að sofna síðasta blundi að Rauðalæk, og fyrir kær- leikslund nefndrar fjölskyldu gat, sú ósk hans uppfyllzt. Að loknu starfi ljúft er hvíld að finna og lúnum verður svefninn hinzti vær, að koma heim, til Krists og vina sinna frá kulda heims, mun létt sem vorsins blær. > Þótt móða skilji lífs og dauða löndin og ljúfra bræðra nú sé höndin köld, j þá slitna aldrei bróður- kærleiks böndin j og bjart er yfir minninganna fjöld. | \ Já, minning vakir mæt í okkar hjörtum I því manndóms lund í hjörtum í ykkar brann, | hið milda skin frá morgni > ■ æsku björtum í er meira vert en nokkur 1 ' þakka kann. ] Að lífi og dauða ljúfur > Drottinn ræður, j það léttir harm og styridr \ huga manns. j f friði Guðs nú farnir > eru bræður ’ tii fegra lands á vegum kærleikans. | Ólafía Bjarnadóttir. 13 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.