Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 5
Stefán Jón Tómasson bóndi á Hjalla í Reykjadal Þann 31. desember 1969 var til moldar borinn frá Grenjaðarstaða- ácirkju Stefán Jón Tómasson bóndi á Hjalla. Hann var fæddur að Þór oddsstað í Köldukinn 27. semtem- ber 1903, sonur hjónanna Guð nýjar Erlendsdóttur Sigurðssonar bónda á Brettingssöðum í Laxár- dal og Tómasar Sigurgeirssonar Jónssonar bónda í Víðum. Guðný var af Skútustaðaætt í báðar ætt Ir, ennfremur afkomandi Erlend ar Sturlusonar á Rauðá og Önnu Sigurðardóttur frá Gautlöndum. Bæöi voru þau hjón af Kálfa strandarætt og Mýrarætt og afkom endur Jóns Eiríkssonar á Hofsstöð um. Tómas og Guðný bjuggu flest sín búskaparár á Brettingsstöð um, en 1925 brugðu þau búi og fluttu til Akureyrar. Þau Brettings staðahjón voru vel gerð, Guðny greind kona eins og hún átti kyn til, en mjög heilsuveil síðari ár æv innar, Tómas frábær verkmaður. harðskarpur og velvirkur, fjármað ur góður og átti gott fé. Einnig var hann ágætur glímumaður á þingeyzka vísu þeirra tíma. Stefán var elztur af 4 börnum þeirra hjóna. Hin eru: Eva hús- freyja í Glaumbæ, Erlendur, sem dó úr berklum aðeins 22ja ára gamall, og Agnar klæðskeri á Ak ureyri. Vegna nágrennis hafði ég rnjög náin kynni af Brettingsstaða- heimili nálega frá því ég man fyrst eftir mér, og vorum við Stefán löngum leikfélagar á bernsku og unglingsárum okkar. Við fórum marga veiðiferðina með stangir okkar í Laxá á Brettingsstaðadal. b'jr sem þessi fegursta á landsins er allra fegurst. Við fórum saman á dorg uppá Mývatn og héldum stundum til dögum saman í Vind belg við þá veiði. Þá drógum við fyrir silung í Másvatni, vökuðum þar net undir ís og lékum okkur á skautum. Hann var mikill veiði maður og stóð ég honum þar langt að baki. Frá barnæsku var hann snilldar flugukastari, þótt stöng- in væri heimagerð úr venjulegum bambus og hjólið smíðað af hon um sjálfum. Efast ég um, að marg- ir sportveiðimenn með sín dýru tæki geri betur. Sama mátti segja um þá bræður alla og er Agnar alþekktur veiðimaður um S-Þing- eyjarsýslu. Stefán var einnig ágæt skytta. En Stefán var íþróttamaður á fleiri sviðum en veiðiskap. Hann var góður glímumaður, þótt fáum væri kunnugt um það. Það vissi ég gerla, því að frá því ég var um 8 ára aldur og þar til ég var kom inn um tvitugt vorum við síglím- andi saman við hvert tækifæri sem bauðst. Hann var þrem árum eldri en ég, en fremur smávaxinn, svo við vorum svipaðir að stærð á þessum árum. Við glímdum oft tímunum saman á Kirkjuhólnum á Brettingsstöðum og sagði Tómas faðir lians okkur til, glímdi þá gjarnan við okkur til skiptis, þar til hann gekk upp og niður af mæði. Góðir vorum við með okkur, þegar við gáturn slysað gamla manninn öðru hvoru. Stefán var skemmtilegur glímumaður, lauf léttur, bragðsnöggur, og fjölbrögð- óttur og með gott keppnisskap. Ljót glíma var honum fjarri. Það er því furðulegt, að ég minnist þess ekki, að hann tæki nokkru sinni þátt í opinberri kappglímu. Ég get ekki stillt mig um að geta um eina kappglímu, sem Stefán glímdi, þótt ekki gæti hún opinber talizt. Við vorum báðir nemendur í Laugaskóla veturinn 1926—27. Jón Haraldsson á Einarsstöðum kenndi þá glímu í skólanum. Kvöld nokkurt var efnt til glímukeppni meðal nemenda og jafnframt glímdu þar ein hverjir Reykdælir, sem ekki voru nemendur i skólanum. í þessum hópi voru nokkrir góð ir glímumenn með nokkra keppnisreynslu. stórir og sterkir, en höfðu ekki æft glímu lengi. Ég var af einhverjum ástæðum ekki staddur í skólanum þetta kvöld. Jón Haraldsson sagði mér síðar frá þessari glímu og hafði gaman af, hversu óvænt úrslitin urðu. Stef- án lagði þarna alla sína keppi nauta, og að því er Jón taldi létti lega og með yfirburðum. Mér er ekki kunnugt um, að Stefán hafi tekið þátt í annari glímukeppni og getur raunar margt hafa valdið því. Stefáni Tómassyni gekk þegar í æsku vel við bóklegt nám. Hann varð kornungur fluglæs og vand- ist snemma á að lesa uppliátt fyrir heimilisfólkið á löngum kvöldvök um, ásamt afa sínum Erlendi Sig- urðssyni, sem var frábær lesari, rómsterkur og hraðlæs. Stefán flutti ekki til Akureyrar með for eldrum sínum, en vann um árabil við margvísleg störf í Kinn og Reykjadal, m.a. við byggingar, ÍSLENDINGAÞÆTTIR S

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.