Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 6
NG Kristján Sigurðsson bóndi Auðshaugi bæði tréverk og múrverk. Hann kvæntist skömmu eftir 1930 eftir- lifandi konu sinni. Fjólu Hólm geirsdóttur bónda í Fossseli og konu hans Guðfinnu Sigurjóns- dóttur frá Miðhvammi. Þau bjuggu fyrst í Glaumbæjarseli, en fluttu síðan að Hömrum í Reykja dal ásamt fjölskyldu Fjólu. Þar bjuggu þau í nokkur ár, unz Stef- án fékk til ábúðar jörðina Hjalla og flutti þangað ásamt Hólmgeiri tengdaföður sínum og börnum hans, Sigrúnu og Njáli. Bjó Stef án á þeirri jörð til dauðadags. Stefán og Fjóla höfðu aldrei stórt bú, en komust þó sæmilega af efnalega, enda bæði vel verki farin. Hann var velvirkur og harð- skarpur til vinnu meðan heilsan entist, vel búhagur, hirðusamur og natinn við fjárgeymslu, en hafði þó ekki áhuga á sauðfjárrækt eða jafn gott auga fyrir sauðfé og fað ir hans hafði. Hjónaband þeirra Fjólu var mjög gott svo þar bar ekki skugga á, að því er ég bezt veit. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru uppkominn. Þau eru: Guð- ný gift húsmóðir á Tjörnesi, Ás geir, kvæntur og stundar ýmsa vinni 1 Reykjadal, Erlendur Tóm as, kvæntur bóndi á Hjalla og Guð- finna, sem býr ógift með móður sinni. Heimilislífið á Hjalla bar jafnan léttan og glaðværan blæ. Það mátti með sanni segja, að oft var „glatt á Hjalla“, þegar gesti bar að garði. Bæði voru hjónin söngvin og söngelsk. Húsfreyjan lék á org el og hafði bæði mikla og góða söngrödd. Húsbóndinn lék á fiðlu og stundum á harmónikku og orgel, og var þá oft tekið lag- ið. Og ekki voru þeir fúlir á mann inn, Hólmgeir faðir húsfreyj unnar eða Njáll bróðir hennar, og munu Reykdælir þekkja það vel. Um leið og ég þakka Stefáni frænda mínum margar ógleym- anlegar samverustundir frá barn æsku til hins síðasta, sendi ég Fjólu á Hjalla og börnum hennar og barnabörnum hug heilar samúðarkveðjur. Frá konu minni flyt ég einlægar kveðjur. Hún kom úr öðrum landsfjórðungi inn á Hjallaheimilið, þar öllum ókunnug, og batzt þar þeim bönd um, sem eigi hafa slitnað síðan. Kópavogi í febrúar 1970, Geir Ásmundsson frá Víðum. Hinn 11. f.m. andaðist í Sjúkra- húsi Patreksfjarðar Kristján Sig- urðsson bóndi að Auðshaugi í Barðastrandarhreppi. Hann fædd- ist 10. júlí 1909 að Auðshaugi, son ur hjónanna Valborgar Þorvalds- dóttur og Sigurðar Pálssonar cand. phil, sem þar bjuggu. Voru þau bæði af merkum ættum. Valborg var dóttir Þorvalds Stefánssonar prests að Hvammi í Norðurárdal og Kristínar konu hans, — og syst- ir séra Jóns Þorvaldssonar prests að Stað á Reykjanesi og Árna Þor- valdssonar menntaskólakennara á Akureyri. Hún var stjúpdóttir séra Bjarna Símonarsonar prófasts á Brjánslæk. Sigurður, faðir Kristj- áns, var sonur Páls Pálssonar bónda og alþingismanns á Dæli í Víðidal, og bróðir séra Jóns Pálsson ar prests að Höskuldarstöðum og hálfbróðir Vigdísar, konu séra Gísli Einarssonar í Stafholti. Á Auðshaugi ólst Kristján upp í stórum systkinahópi, en systkini hans eru öll á lífi nema Bjarni, sem var sjúkrahúslæknir á ísa- firði og í Keflavík. Ilann lézt 1. júlí 1958. Hin systkinin eru: Þor- valdur bókbindari í Reykjavík, Kristín húsfrú í Reykjavík, séra Jón Árni í Grindavík og Friðþjóf- ur og Páll, sem báðir eiga heima að Auðshaugi. Einnig átti Kristján þrjá hálfbræður, þá Konráð, Jón og Gunnar. Móðir Kristjáns lézt 1919, og var það þungt áfall fyrir hið barn- marga heimili. Lán Sigurðar og barnanna var það, að þangað réðst sem bústýra, María Jónsdóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit, hin ágæt asta stúlka, sem síðar varð kona Sigurðar. Eignuðust þau einn son, Gunnar, sem er kennari í Reykja- vík. Reyndist María börnum Sig- urðar alla tíð sem móðir. Kristján og Friðþjófur, bróðir hans, bjuggu með föður sínum að Auðshaugi unz hann lézt, en tóku síðan við búinu. Um það leyti kvæntist Kristján. Kona hans Ann- etta er af færeyskum uppruna. Varð þeim sex barna auðið, og eru þau: Valborg, sem búsett er í Reykjavík, Sigurður, Már, Kristín, Jakobína og Bjarni, sem öll eru í foreldrahúsum. Öll eru börnin hin mannvænlegustu. Jörðin Auðshaugar hefur tekið miklum stakkaskiptum á undan- förnum árum. Landið hefur verið ræktað og nýtt íbúðarhús verið byggt. Allt, innra sem ytra, er þar með mesta myndarbrag. Ánægju- legt var að koma að Auðshaugi, enda heimilið fallegt og hjónin gestrisin og glaðleg í viðmóti. María, stjúpmóðir Kristjáns, hefur alla tíð dvalizt hjá þeim hjónum, er hún nú á níræðisaldri. Einnig hefur dvalizt þar Páll, bróðir Kristjáns, sem er fatlaður. Hafa þau hjón verið Maríu og Páli mjög nærgætin og góð. Kristján var hæglátur maður og hlédrægur að eðlisfari, en greind- 6 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.