Heimilistíminn - 25.11.1976, Page 9

Heimilistíminn - 25.11.1976, Page 9
Þji getur hnýtt þér tusku mottu Þú þarft: plötu t.d. úr kross- viði, hamar og nagla, teikni- bólur, garn í undirstöðu og ræmur af bómullarefni, um 3 sm að breidd, eða eftir þvi hve þykka mottu þú vilt búa til. 1. Festu naglann í miðjuna á plötunni. 2. Klipptu 25 stk. 1 1/2 m langa spotta af undirstöðugarninu, leggðu þá saman um miðju og hnýttu fasta með tvöföld- um hnút á naglann. 3. Festu 25 teiknibólur í hring með jöf nu miilibili. Vttu ból- unum skáhallt inn í plötuna og festu undirstöðuþráðun- um, en strengdu ekki of fast. 4. Losaði undirstöðuna af einni teiknibólunni og leggðu efnisræmuna á milli og hnýttu einfaldan hnút, en við og við tvöfaldan hnút. Haltu áfram með tuskuræmuna frá vinstri til hægri, taktu næsta undirstöðuþráð og hnýt'tu o.s.frv. 5. Þegar þú ert kominn spöl- korn áleiðis, um 10 sm frá naglanum, er mál til komið að fjölga undirstöðuþráðun- um um helming svo ekki verði of langt á milli hnút- anna. Flnýttu nýju undir- stöðuþræðina fasta um leið og þú hnýtir tuskuræmuna fasta. 6. Hnýttu tvöfaldan hnút með nýju þráðunum mitt á milli þeirra gömlu og haltu áf ram — og hafðu einfalda hnúta og tvöfalda til skiptis. Bættu í nýjum undirstöðuþráðum, ef þér finhst of langt bil milli hnútanna. Þegar þú ert kominn út fyrir plötuna, losarðu mottuna af henni og heldur áfram á borði, sem er nógu stórt. 7. Kögrið býrðu til með því að hnýta tvöfaldan hnút, rembihnút, eftir síðustu um- ferðina.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.