Heimilistíminn - 25.11.1976, Side 30

Heimilistíminn - 25.11.1976, Side 30
Þú hefur ekki lokið áformum þinum. Þú hefur gert ýmis mis- tök, sem þú þarft að færa til betri vegar. Þú skalt hefjast handa. Þú færð mikilvægt bréf i vikunni. Þú hefur hneigzt til að setja ljós þitt undir mæliker og þess er ekki þörf, þvi þig skortir hvorki hæfileika né hugmyndir. Sýndu nú sjálfstraust og griptu tækifæri, sem þér gefst til aö komast I sviðsljósið. Vatnsberinn 20. jan — 18. feb. Þér berst óvænt frétt, sem krefst aö þú breytir ýmsu I þin- um högum. Erfiðleikar fylgja þessu, en meö dugnaði geturðu búizt við góðum árangri. Góöur timi til fjárfestinga. Þótt þú fáir ekki allar þinar óskir uppfylltar mun þetta samt verða ánægjuleg vika. Þú ert heppinn i flestu og berð meira úr býtum er þú hafðir gert ráð fyrir. Gleymdu ekki öldruðum ættingja á merkisdegi. Gullni meðalvegurinn er oft- ast bezta leiðin. Þú skalt þess vegna ekki vera róttækur i vissu máli, heldur hafa sannleikann i heiðri og málið mun leysast. Þetta verður bezt fyrir þig. Hæfileiki þinn til að sýna meðborgurum skilning kemur gömlum vini til góða og bjargar honum i erfiðri aðstöðu. Um helgina færðu tvö boð, sem bæði eru velkomin, og þaö veldur þér nokkurri gremju að þurfa að velja á milli. Þessi vika verður ööru visi en sú siðasta hjá þeim i þessu merki, sem komnir eru á full- orðinsár. Vinir og ættingjar koma i heimsókn og pósturinn kemur með fréttir, sem lifga upp á tilveruna. 30

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.