Heimilistíminn - 03.02.1977, Page 13

Heimilistíminn - 03.02.1977, Page 13
þeir væru búnir að gleyma þeim, að réttar- höldunum loknum”, hvislaði flugsrimslið. „Dæmalaus fifl”, sagði Lisa hneyksluð, en hún þagnaði i miðri setningu, þvi að nú hrópaði hvita kaninan: „Þögn i réttinum”. Kóngurinn hagræddi gleraugunum vandlega á nefi sinu og leit spekingslega um salinn. Lisa sá yfir axlir kviðdómaranna, að þeir voru að skrifa á spjöldin sin: dæmalaus fifl”. Og hún veitti þvi vinnig athygii, að einn þeirra vissi ekki, hvernig átti að stafa þetta, og varð að Ieita ráða hjá sessunaut sínum. — „Spjöldin verða skemmtileg útlits við lok málsóknar- innar, eða hitt þó heldur”, hugsaði Lisa með sér. Þá iskraði i griffli eins kviðdómarans. Lisu fannst hljóðið óþægilegt, og hún læddist þess vegna á bak við kviðdómarann og hrifsaði tii sin griffilinn. Hún var svo fljót að þvi að kviðdómarinn (það var eðlan Nonni litli) gat hreint ekki áttað sig á, hvað orðið hafði af grifflinum. Hann neyddist þvi að skrifa með fingrinum, það sem eftir var dagsins. En það var vitanlega til litils gagns, þvi að spjaldið var jafnautt eftir sem áður. „Kallari, lestu upp ákæruna”, sagði konung- urinn. Hvita kaninan blés þrisvar i lúðurinn, breiddi úr skjalinu og las það, sem hér fer á eftir: Bakaði drottning beztu kökur, bjartan sumardag. Gosinn stal þeim, át þær allar undir sólarlag. „Berið fram úrskurð yðar”, sagði kóngurinn við kviðdóminn. „Ekki strax, ekki strax”, flýtti hvíta kaninan sér að gripa fram i. „Það þarf ýmislegt annað að gera fyrst”. „Leiðið fyrsta vitnið inn”, sagði kóngurinn. Hvita kaninan blés nú aftur þrisvar í lúður sinn og kallaði: „Fyrsta vitni!” Hattarinn var fyrsta vitnið. Hann gekk inn i dómsalinn með kaffibolla i annarri hendi og brauðsneið i hinni. „Ég bið yðar hátign að afsaka, að ég hefi þetta meðferðis, en svo er mál með vexti, að ég hafði ekki alveg lokið við að drekka eftirmiðdagskaffið mitt, þegar gert var boð eftir mér”. „Þú hefðir átt að hafa lokið þvi”, sagði kóngurinn. „Hvenær byrjaðir þú?” Hattarinn leit á hérann, sem hafði komið á eftir honum inn i réttarsalinn, ásamt hesli- músinni. „Ég held, að það hafi verið þann fjórtánda marz”, sagði hann. „Þann fimmtánda”, sagði hérinn. „Þann sextánda”, sagði heslimúsin. „Bókið þetta”, sagði kóngurinn við kvið- dómarana. Þeir skrifuðu öll dagatölin á 13

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.