24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 1
„Það er syndsamleg eyðsla sem fer í lausagang,“ segir Sigurður Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. „Annars vegar er það lausagangur sem er neyddur upp á okkur með óskilvirku umferðar- kerfi. Svo er það lausagangur þegar bílinn er skilinn eftir í gangi, sem tilheyrir auðvitað fortíðinni því það borgar sig að drepa á bílnum ef hann stendur kyrr í meira en 20 sekúndur.“ 24stundir/Árni Sæberg »8 Syndsamleg eyðsla „Lausagangur er neyddur upp á okkur með óskilvirku umferðarkerfi“ 24stundirmiðvikudagur11. júní 2008109. tölublað 4. árgangur Taco Bell Hjallahrauni 15 Sími: 565 2811 www.tacobell.is Tunguhálsi 19 | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Kom inn! Jón Arnór segir atvinnumennsku í körfubolta hálfgert flökkulíf. Hann býr í Róm, ekur um á Porsche jeppa, les bækur, hlustar á tónlist og hnyklar vöðvana í frítímanum. Flökkulíf Jóns Arnórs ÍÞRÓTTIR»16 Hvort lykillinn að því að eignast fal- lega kærustu er að æfa fótbolta er ekki sjálfgefið en ljóst er að margir íslenskir fótboltakappar eiga gull- fallegar konur. Fótboltakærasta FÓLK»34 Landsbókasafn-Háskólabókasafn safnar efni af öllum vefsíðum þar sem lénið endar á .is Varðveislan hófst 2004. Einnig er efni af völd- um erlendum vefjum sem skrifað er á geymt. Bloggið geymt á Landsbókasafni »2 Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Íbúðalánasjóður hefur fengið sér- fræðinga til að gera úttekt á fram- boði og eftirspurn eftir húsnæði á öllum landsvæðum. Stjórn sjóðs- ins hittist í byrjun vikunnar og ræddi stöðuna á íbúðamarkaðn- um og hugsanleg ráð til bjargar þar sem erfiðleikar eru miklir. Farið var of geyst Guðmundur Bjarnason, for- stjóri Íbúðalánasjóðs, segir að þeirri tölu hafi verið fleygt að um 4.000 íbúðir standi auðar og óseld- ar á byggingarstigi, sumar óklárað- ar en aðrar nærri fullbúnar. „Við ætlum að láta kanna fyrir okkur hver fjöldinn er í raun. Vinna er hafin og búið að ljúka skýrslum vegna Suðurnesja og Austfjarða, en niðurstaðan verður ekki kynnt fyrr en rannsókn á öðr- um landsvæðum liggur fyrir og heildarmyndin telst skýr.“ Guðmundur segir þó þegar ljóst að á báðum þessum landsvæðum sé mikið af byggingum sem ekki er lokið og ekki hefur tekist að selja. „Það er full ástæða til að fara með varúð hvað varðar lánveitingar þar sem offramboð er á húsnæði.“ Ekki neitað um lán ennþá „Við hljótum að skoða hvort skynsamlegt sé að gefa lánsvilyrði þar sem búið er að byggja nóg og hvort sjóðurinn geti frekar komið til aðstoðar við að breyta eignar- húsnæði í leiguhúsnæði svo að það nýtist sem slíkt, þörfin þarf þó að vera fyrir hendi.“ Íbúðalánasjóður hefur ekki neitað um nein lán ennþá. Hins vegar hefur hann tek- ið sér tíma til að fara vandlega yfir umsóknir frá tilteknum svæðum og kanna aðstæður til hlítar áður en svarað er. Fyrsta sinn í tíð sjóðsins „Vonandi kemur ekki til þess að sjóðurinn fari að neita öllum lán- um til nýframkvæmda á ákveðnum svæðum. En mikið hef- ur verið byggt umfram þörf og þá getur ekki verið skynsamlegt að halda áfram að lána. Þetta er í fyrsta skipti í minni tíð sem sjóð- urinn íhugar að draga úr eða stöðva lánveitingar vegna offram- boðs,“ segir Guðmundur Bjarna- son. Engin lán á ný hús  Íbúðalánasjóður íhugar að stöðva útlán til nýbygginga þar sem mest er af auðu og ónýttu húsnæði  Ræða ráð til bjargar VERKTAKAR STOPP Í FOKHELDU»15 ➤ Íbúðalánasjóður tók við hlut-verki Húsnæðisstofnunar rík- isins, eftir samþykkt laga frá 1998. ➤ Þá voru Byggingarsjóður rík-isins og Byggingarsjóður verkamanna sameinaðir. ➤ Saga opinberra lánveitingatil íbúðarhúsnæðis hófst árið 1955 með lögum um hús- næðismálastjórn ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Forsvarsmenn Nýsis hf. og Lands- bankinn vinna að því að skuld- breyta um sjö milljarða lánum fé- lagsins til að létta róðurinn. Tekjur nægja ekki fyrir greiðslum. Lánum Nýsis hf. skuldbreytt »4 Stefnt er að stofnfundi heildar- samtaka á sviði almannaheilla síð- ar í þessum mánuði. Einstaklingar úr um 20 samtökum og félögum hafa frá ársbyrjun 2007 undirbúið stofnunina. Ný samtök almannaheilla »6 Undanfarin tíu ár hafa ríki varið sífellt meira fé til uppbyggingar og reksturs herafla. 2,5% sam- anlagðrar þjóðarframleiðslu heimsins fóru í þennan málaflokk árið 2007. Herkostnaður helmingi meiri »10 STOPPAÐ Á RAUÐU Hver mínúta í lausagangi hjá meðalbifreið með bensínvél kostar 4,25 krónur. Það borgar sig að drepa á bifreið sem er í lausagangi í meira en 20 sek. Hagkvæmast er að halda jöfnu rennsli í akstri.           Madonna síung kynvera Madonna segir samfélagið fullt af fordómum gagnvart fólki sem komið er af léttasta skeiði. 32 Hollt á námskeiðunum Krakkar þurfa að hafa með sér hollt nesti á leikjanámskeið enda annað ómögulegt þegar ærslast er allan daginn. Stefni á landsliðið Draumur Ladda er að komast í landsliðið í golfi og gefur hann sér tvö ár til að ná því takmarki. Laddi er með mikla golfdellu. 28           SÉRBLAÐ 10 50% munur á gistingu 9 10 8 8 9 22 Börn og uppeldi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.