24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 35
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 35 Lögfræðingar R. Kelly luku vörn sinni fyrir söngvarann á mánudag. Búist er við því að saksóknari kalli nokkra sem vörnin kynnti til sög- unnar aftur í vitnastúku. Þar á með- al myndbandssérfræðing sem stað- hæfir að myndbandið sé ekki falsað og að ekki sé búið að eiga við það með stafrænni tækni eins og lög- fræðingar R. Kelly vilja halda fram. R. Kelly er ákærður fyrir að hafa framleitt kynlífsmyndband sem á að sýna hann hafa mök við stúlku sem var ekki eldri en 14 ára á þeim tíma sem það var gert. Stúlkan sem er sögð sjást á myndbandinu hefur áð- ur neitað því að það sé hún. Það þótti sæta tíðindum að hvorki sak- sóknari né verjendur R. Kellys létu stúlkuna bera vitni en hún er 23 ára í dag. Vörnin lýkur máli sínu ákvað að drífa í einni grínmynd. Ekki ónýt tekjuöflun svosem, en meðan afurðin er bersýnilega laus við allan frumleika og natni hefði hann betur heima setið en af stað farið. Og þó svo að hann skarti homma- klippingu, loðnu klofi og kjánalegum hreim, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að vera feikinóg fyrir hlát- urtaugarnar, nægir það ekki til að halda áhorfendum hlæjandi allan tímann. Kvikmyndir traustis@24stundir.is You Don’t Mess With the Zohan er nýjasta kjánamynd Adams Sand- lers, leikstýrt af Dennis Dugan sem leikstýrði einnig Happy Gilmore, myndinni sem skaut Sandler upp á stjörnuhimininn. Sú mynd þótti ferskur blær í grínheimum, nokk- uð sem þessi nýjasta afurð getur ekki flokkast undir. James Bond með hreim Myndin fjallar um ísraelska leyniþjónustumanninn Zohan, sem er sá allra færasti í bransanum og lætur sjálfan James Bond líta út einsog femínista í samanburð- inum. Hins vegar er Zohan orðinn þreyttur á öllu ofbeldinu og þráir ekkert heitar en að gerast hár- snyrtir. Hann fer því til Bandaríkj- anna til að láta drauminn rætast, þar sem hann þarf að kljást við hinn illa Walbridge, sem ætlar sér að byggja hótel yfir Palest- ínuhverfið, þar sem ástin hans Zohans býr. Ekki nógu fyndin Þó að alltaf sé hægt að hlæja að Adam Sandler-myndum, þá er hér ekki um neina snilld að ræða. Sandler mætti vera ögn metn- aðarfyllri þegar kemur að vali á bröndurum, því sumir þeirra eru ansi slappir. Þeir sem virka best eru þegar Sandler fer langt yfir strikið, en jafnvel slík skammarstrik verða fyrirsjáanleg þegar á líður. Myndin hefur það yfirbragð að Adam Sandler vantaði peninga og Mazeltov! Sandler er fremur einhæfur gamanleikari, en á þó sína spretti. Adam Sandler þarf að hugsa sinn gang Leikstjóri: Dennis Dugan Aðalhlutverk: Adam Sandler, John Turturro, Rob Schneider. Don´t mess with the Zohan Tónlist biggi@24stundir.is Það er voðalega létt yfir myrkra- höfðingjanum Will Oldham á sjö- undu breiðskífunni er hann gefur út undir nafninu Bonnie Prince Billy. Ástin er yrkisefni og lögin bera með sér keim af að vera samin í sveitinni af manni í afar góðu andlegu jafnvægi, ef ekki bara hamingjusömum. Það er oft sagt að það sé mun erfiðara að tjá hamingju í tónlist en trega, og ég er alveg sammála því. Þegar hamingjusamir menn, sem áður sömdu bara lög í moll, semja tónlist er hætta á að þeir missi sig í klisjukenndar lýsingar á ástinni yfir tralala-sönglínum sem myndu sóma sér vel í dömubindaauglýs- ingum. Það er þó ekki tilfellið hér. Uppáhaldslagið mitt á plötunni, For Every Field There’s a Mole, er gott dæmi. Þar fer ekkert á milli mála að þarna er sami maðurinn á ferð og áður. En á sama tíma brýtur hann vissa ramma utan af sér með innkomu glaðlegra óbóa sem spila melódíur yfir hans hefðbundna kántrí er gætu hæglega verið úr dixieland-djasslagi úr mynd Woo- dys Allens. Það undarlegasta af öllu er að það svínvirkar. Það er önnur margtuggin klisja að menn geti ekki upplifað ham- ingju nema þeir deili henni með öðrum. Ég er líka sammála því. Það er einmitt það sem Oldham er að gera. Hann nær að smita hamingju sína yfir á hlustandann án þess að missa hæfileikann til þess að skera djúpt að iðrum sínum og blæða því út sem hann finnur þar. Bjart yfir myrkrahöfðingja Bonnie Prince Billy Lie Down the Light „Will Oldham skiptir úr moll yfir í dúr, og það fer honum einstaklega vel.” ÚTGÁFUTÓNLEIKAR föstudaginn 13. júní í Iðnó knúsumstumstund HVANNDALSBRÆÐUR hö nn un :g ús ti // ljó sm yn d: so ffí a Diskurinn „KNÚSUMSTUMSTUND” er fáanlegur á eftirtöldum stöðum um land allt:

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.