24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 2
Vefefni. Efni á netinu er varðveitt frá árinu 2004. Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Landsbókasafn – Háskólabókasafn hefur í samræmi við lög um skyldu- skil vefsíðna til safna tekið afrit af íslensku efni á netinu. „Við erum í samstarfi við fyrir- tækið sem sér um öll .is-lénin, þegar við afritum efni, en við náum í eitt- hvað af blogginu líka,“ segir Krist- inn Sigurðsson, fagstjóri upplýs- ingatæknihóps Landsbókasafnsins. Gagnamagnið eykst „Við höfum safnað eilitlu af efni utan .is-síðnanna sem við höfum vitað af, en það er bara brotabrot af því sem til er á íslensku,“ segir hann, en það eru meðal annars vef- síður fyrirtækja, stofnana og sam- taka. Kristinn segir að varðveisla gagnanna hafi hafist árið 2004 og að aukning hafi verið á efninu, enda hafi lénum fjölgað gríðarlega á milli ára. „Meðalstærð skjala sem við söfnum hefur stækkað, en það er ýmislegt sem veldur því að það er erfitt að meta fjölda skjalanna sjálfra,“ segir hann. Erlend lén „Það eru um 40-50 lén sem við söfnum efni af vikulega en það eru aðallega frétta- og pólitískir vefir,“ segir Kristinn. „Við höfum verið að kynna okkur gagnasöfn annars staðar eins og Internet Archive sem safnar vefefni,“ og nefnir að það fyrirtæki safni efni á íslensku allt frá árinu 1996. Aðgangur í bígerð „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki veitt aðgang að þessu er fyrst og fremst tæknileg,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbóka- vörður. „Í sumar fáum við starfsmann frá Internet Archive til að útbúa vef- þjón fyrir verkefnið,“ segir hann og nefnir að það efni sem safnað var frá kosningum á Íslandi 2006-2007 sé líklegast til að verða aðgengilegt í fyrstu. „Það hefur reynst okkur mjög erfitt að gera textaleit að efni mögu- lega og það er fyrst núna sem hyllir undir það að aðgangur að efninu verði tæknilega framkvæmanlegur.“ Landsbókasafn safnar vefsíðum  Gagnasöfnun á íslensku vefefni hefur verið starfrækt í fjögur ár  Stefnt er að því að gefa aðgang að efninu tæknilega mögulegan ➤ Efninu á .is-léninu er safnaðsaman þrisvar á ári en útvalin lén eru afrituð vikulega. ➤ Fjallað er um söfnun vefsíðnaí reglugerð um skylduskil til safna frá árinu 2003. Reglur um aðgengi efnis eru óljósar. ➤ Unnur María Bergsveinsdóttirhefur fjallað um málið á www.hugsandi.is. GAGNASAFN VEFSÍÐNA 2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 20 Alicante 23 Barcelona 18 Berlín 28 Las Palmas 23 Dublin 19 Frankfurt 29 Glasgow 16 Brussel 24 Hamborg 20 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 20 London 23 Madrid 21 Mílanó 26 Montreal 24 Lúxemborg 26 New York 31 Nuuk 4 Orlando 25 Osló 20 Genf 23 París 27 Mallorca 25 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 9 Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað en hætt við þokulofti með norðurströndinni. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐRIÐ Í DAG 9 10 8 8 9 Léttskýjað Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en hætt við þokulofti við norður- og vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum suðvest- antil. VEÐRIÐ Á MORGUN 9 10 10 8 12 Allt að 18 stiga hiti Afhent verður 18 milljóna króna framlag fatasöfnunarverkefnis Rauða kross Íslands í dag. Þetta er hæsta framlag sem feng- ist hefur fyrir notaðan fatnað á einu ári hér á landi síðan fatasöfn- unarverkefnið hófst fyrir átta ár- um. Allur hagnaður af verkefninu fer til alþjóðlegs hjálparstarfs. Átta milljónir króna fara í verk- efni Alþjóða Rauða krossins í Pal- estínu og tíu milljónum verður varið í neyðaraðstoð í Sómalíu þar sem hundruð þúsunda Sómala þjást af matar- og vatnsskorti í kjölfar harðnandi átaka og þurrka. Alþjóða Rauði krossinn sendi frá sér neyðarbeiðni fyrir helgi vegna ástandsins í Sómalíu sem er talið mesti harmleikur sem riðið hefur yfir landið á undanförnum áratug. Fatasöfnun Rauða krossins Skilaði 18 milljónum Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs sett reglur til að aðstoða þolendur náttúruhamfara með frestun eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins. Þetta er gert vegna Suðurlands- skjálftans til að styðja fólk í vanda og koma í veg fyrir greiðsluerfið- leika þess. Innbú fólks er í rúst, sumir geta ekki búið heima, þurfa að kaupa allt frá bollum og diskum upp í stærri muni sem fóru í mask. Margt af þessu fólki er að bíða eftir greiðslum úr tryggingum, án þess að vita enn hverjar þær verða. Skil- yrði fyrir heimild er að tjón á íbúð viðkomandi af völdum náttúru- hamfara hafi verið tilkynnt til vá- tryggjanda eða Viðlagatryggingar Íslands. beva@24stundir.is Íbúðalánasjóður aðstoðar á hamfarasvæðum Lánafrysting vegna Suðurlandsskjálfta Ólafur Skúlason biskup lést að kvöldi mánu- dags, 78 ára að aldri. Ólafur fæddist í Birt- ingaholti 29. desember 1929, sonur hjónanna Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddleifssonar. Hann ólst upp í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og hélt að því loknu til náms við guðfræðideild HÍ. Árið 1955 var hann vígður prestur Vestur- Íslendinga í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og starfaði þar til ársins 1959. Gegndi hann um tíma þjónustu í Keflavíkurkirkju en árið 1960 var hann skipaður fyrsti æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar. Árið 1964 var hann settur í embætti í Bústaðasókn og þjónaði þar í aldarfjórðung. Ólafur var kjörinn til margra trúnaðarstarfa. Hann var um tíma formaður Prestafélags Íslands, dómprófastur í Reykjavík og vígslubiskup í Skálholti. Árið 1989 var Ólafur kjörinn biskup og gegndi hann þeirri þjónustu til ársins 1997. Á þeim tíma sat hann einnig í stjórn Lútherska heimssambandsins. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Ebba Guðrún Brynhildur Sigurð- ardóttir og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Ólafur Skúlason biskup látinn Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Skógrækt- arfélag Reykjavíkur hafa samið um gróðursetningu 460 þúsund skóg- arplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Plantað verður næstu 3 ár og greiðir borgin 20 milljónir fyrir gróðursetningu árið 2008. Planta hálfri milljón trjáa Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa óskað eftir því við Árna M. Mathiesen, fyrsta þingmann kjördæmisins, að hann boði alþingismenn Suður- kjördæmis til fundar vegna nýaf- staðinna jarðskjálfta. Í bréfi sem Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson skrifa undir er óskað eftir því að boðaðir verði á fundinn fulltrúar þeirra sveitar- félaga sem harðast urðu úti í skjálftunum, forystumenn SASS, Viðlagatryggingar og Almanna- varna. Þar verði farið yfir afleið- ingar jarðskjálftanna og staða mála rædd með heimamönnum. Þingmenn vilja þinga um skjálfta STUTT ● Nýr samstarfsráðherra Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur við af Össuri Skarphéðinssyni iðn- aðarráðherra sem norrænn samstarfsráðherra, að því er kemur fram á vef Norð- urlandaráðs. ● Til Færeyja Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór ásamt sendinefnd í formlega heimsókn til Þórshafnar í Færeyjum á mánudag. Til- gangurinn er meðal annars að funda vegna úthlutunar úr Samstarfssjóði Nuuk- Reykjavíkur-Þórshafnar og efla tengslin milli borganna. Heimsókninni lýkur á föstu- dag. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Japönskum slökkviliðsmanni hefur verið vikið úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði ekki bílpróf þau 20 ár sem hann starfaði í borginni Ta- kaoka. Á starfsferli sínum ók maðurinn slökkvibíl nærri 100 sinnum í neyðarútköllum og sjúkrabíl rösklega 300 sinnum. aij Blekkingar í áratugi Bílprófslaus á brunabíl SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.