24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 23 Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Fjölmörg skemmtileg námskeið eru í boði í sumar fyrir unga fólkið og þar af eru tvö athyglisverð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar geta 10-12 ára krakkar kynnst dýrunum, meðal annars með því að hjálpa til við umhirðuna, og hins vegar geta þau notið dagsins á vísindanámskeiði þar sem ýmislegt sniðugt er gert. Allir fá að gefa selunum Á dýranámskeiðinu, sem nefnist Hani, krummi, hundur, svín, kom- ast krakkarnir í tæri við dýrin í garðinum á óvenjulegan hátt sem annars gæti reynst erfitt í höf- uðborginni. Sunna Marteinsdóttir, starfsmaður hjá fræðsludeild, segir að sér hafi raunar komið á óvart hversu vel borgarbörnin stæðu sig í þessu umhverfi. „Það er enginn borgarbragur á þeim. Þau eru rosalega dugleg og gera mikið gagn,“ segir hún og bætir við að ekki sé að finna neina hræðslu í krökkunum. „Það er engin hræðsla í neinum enda eru krakkarnir sem hingað koma vinir dýranna og hafa áhuga á að komast í návígi við þau.“ Og þeim gefst svo sannarlega tækifæri til þess. „Það er mjög vinsælt að fara inn til geitanna, auk þess sem kan- ínuklappið er sívinsælt. Sama gild- ir um selina en bæði hópurinn af dýranámskeiðinu og af vísinda- námskeiðinu fá að gefa þeim. Þá fær hver og einn að gefa einu sinni og foreldrarnir koma oft til að horfa á meðan það er í gangi.“ Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að leyfa börnunum að klappa öllum dýrunum, eins og til dæmis nautgripunum, svo ekki sé minnst á refina og minkana. En eftir að námskeiðinu lýkur klukk- an þrjú á daginn mega krakkarnir fylgja dýrahirðunum þegar þeir gefa villtu dýrunum að borða, og gerast þá eins konar aðstoð- ardýrahirðar. Skjóta upp eldflaug Á vísindanámskeiðinu kynna starfsmenn garðsins spennandi hliðar vísindanna fyrir börnunum. Eru þau meðal annars frædd um rafmagnið auk þess sem tilraunir eru gerðar. Þar stendur líklega upp úr að eldflaug er skotið á loft með vatnsorku. Einnig fær hópurinn að kynnast pappírsgerð og jafnvel að búa til sinn eigin pappír. Rúsínan í pylsuendanum er svo frjáls tími í vikulok þar sem krakkarnir af báð- um námskeiðunum fá aðgang í öll tækin í Fjölskyldugarðinum og hópurinn grillar saman. Mikil aðsókn er í námskeiðin og koma sumir ár eftir ár, jafnvel oftar en einu sinni á sumri. Til að mæta þessari miklu eftirspurn eru nú haldin fleiri námskeið en nokkru sinni og eru dýranámskeiðin því í gangi í hverri viku og vísinda- námskeiðin aðra hverju viku. Þó seldist nær upp á fyrsta degi skrán- ingar en um 130 börn komust að. Því hefur enn verið bætt við auka- námskeiðum og er búist við að þau seljist fljótt upp. Það má því segja að námskeiðin hafi slegið í gegn. Skemmtileg sumarnámskeið Hani, krummi, hundur, svín Sveitalíf í borg Krakkarnir á námskeiðinu fá frábært tækifæri til að kynnast húsdýr- unum og þeim verkefnum sem húsdýrahaldi fylgja. Svefn er mikilvægur fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ekki er hægt að alhæfa um svefnþarfir hvers aldurshóps fyrir sig, þar sem svefn er einstaklingsbundinn. Þó er talið að börn 1-3 ára þurfi um 10-13 tíma svefn. Þá eru börn frá 3-5 ára sögð þurfa 9-11 tíma og börn frá 6-10 þurfa minnst tíu tíma svefn. Táningar þurfa 8-9 tíma, þó oft séu þeir fleiri, sér- staklega um helgar. Svefntími barna mismunandi Samkvæmt nýrri rannsókn virðist það slæmt fyrir sköpunargáfu barna að hafa sífellt ofan af fyrir þeim. Líkt og flestir foreldrar kannast við, þá þykir það jafnan einföld lausn að planta þeim fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna, því þá heyrist minnst í þeim. Sam- kvæmt rannsókninni er þó hollara að leyfa þeim sjálfum að finna út úr því hvað þau vilja gera. Það eyk- ur sköpunargáfu og þroska. Hollt að láta barninu leiðast Eitt það mikilvægasta og sennilega erfiðasta í hlutverki foreldra er að setja barni sínu takmörk. Samt er það nokkuð sem barnið þarf nauð- synlega að læra, eigi það að verða ábyrgur fullorðinn einstaklingur. Það er af og frá að það að setja barninu takmörk geri það að verk- um að nándin á milli foreldra og barns sé minni. Þvert á móti sýna rannsóknir að börnum sem eru beitt hæfilegum aga líður vel. Hæfilegur agi og takmörk Sum börn þykja mjög matvönd og eiga foreldrarnir í mestu vand- ræðum með að koma ofan í þau vissum matartegundum. Mik- ilvægast er að sýna þolinmæði í slíkum tilfellum, þó að slíkt geti reynst erfitt, og setja gott fordæmi. Engar mútur Sýndu barninu að þér finnist hollur matur góður og þá sér- staklega flestar tegundir grænmetis (jafnvel þó svo sé ekki í raun). Mundu líka að barnið hefur lítinn maga og ræður því betur við litlar máltíðir og hollt snarl inn á milli frekar en kúfaða diska þrisvar á dag. Það er líka skynsamlegt að hafa reglu á matartímum barnsins og venja það smátt og smátt við fjölbreytni í bland við það sem því líkar þegar við. Að segja ef þú borðar brokkolíið færðu íspinna virkar yfirleitt ekki því þótt það fái barnið til að borða matinn er ekki þar með sagt að því finnist hann góður og að það fáist til að borða hann aftur. Ekki belgja barnið út Eins ætti að varast að belgja barnið út af drykkjum eins og vatni, mjólk eða djús áður en borðað er. Mundu að gefast ekki upp strax og bjóða eitthvað í stað- inn eins og t.d. helling af ávöxtum í staðinn fyrir grænmeti eða jógúrt eða ost ef barninu finnst ekki gott að drekka mjólk. Þá verður að taka tillit til þess ef barnið er að taka tennur eða er slappt og illt í háls- inum eða maganum. Börn sem virðast matvönd geta líka stundum verið börn sem einfaldlega borða hægt og þá verður að leyfa þeim að taka sinn tíma í að borða. Ef barn- ið er ómögulegt og óþekkt skaltu taka matinn í burtu og bjóða hann jafnvel síðar meir, en ekki bjóða barninu snarl skömmu síðar. maria@24stundir.is Þolinmæði og gott fordæmi mikilvægast Matvendni er erfið Matvendni Sum börn vilja ekkert. Á þessum árstíma eru börn út um allt og því mikilvægt að aka var- lega. Flestir kannast við gamla slagorðið: á eftir bolta kemur barn, en það á ekki síst við á sumrin. Í ærslum leiksins gleyma börn gjarnan öllum þeim reglum sem þau hafa lært og hlaupa yfir götur án þess að líta til hliðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að aka hægt á svæðum þar sem börn gætu verið á ferli. Á eftir bolta kemur barn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.