24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Hérna erum við stödd um mitt ár 2008og mesta frjálshyggjutímabil Íslandssög-unnar að baki. Sannarlega frábært tíma-bil. Búið að einkavæða og auka frelsi, al-menningi til hagsbóta auðvitað, og búaþannig um að hver sem er í samfélagiokkar geti orðið ríkur. Eini vandinn er aðþað er ekki alltaf rétta fólkið sem efnast og þá virðast stjórnvöld sjá sig knúin til að grípa til aðgerða. Eitt dæmið heitir Baugs- mál, farsakennd vitleysa sem virðist loks- ins hafa tekið enda. En ekki alveg. Þing- mönnum stjórnarflokkanna er augljóslega þegar farið að leiðast í þriggja mánaða sumarfríi sínu og hafa ekkert betra að gera en að halda umræðunni um Baugsmálið á lífi. Sjallarnir vilja þegja málið í hel, skiljanlega kannski, en krat- arnir vilja opinbera rannsókn á öllu klabbinu. Ég held ég tali fyrir 99% þjóð- arinnar þegar ég segi: „Þetta er komið gott.“ Það liggur í augum uppi að allt málið var meiriháttar vitleysa frá byrjun sem átti rætur sínar í öfund og biturð ör- fárra spilltra einstaklinga. Og jú vissulega kostaði þetta okkur einhvern milljarð en fjandinn hafi það úr þessu. Þurfum við að eyða enn meiri tíma og fjármunum í að komast að því hvað var gert vitlaust þegar það er svona augljóst? Geta þeir sem hlut áttu að máli ekki bara viðurkennt að þetta hafi verið meirháttar klúður? Þá geta þingmennirnir líka snúið sér að einhverju sem skiptir máli eins og þeirri staðreynd að í gær fyllti ég hinn sparneytna smábíl heimilisins fyrir tæplega 8.000 kall! Það er eitthvað sem skiptir almenning sann- arlega máli ólíkt Baugsmálinu. Erfitt að vera þingmaður í sumafríi Ágúst Bogason Fyllir sparneytna smábílinn fyrir 8.000 kall. YFIR STRIKIÐ Er Baugsmálið ekki augljóst klúður? 24 LÍFIÐ Ansi magnaður skemmtigarður er við það að opna í Þýskalandi þar sem m.a. er hægt að borða í Babel-turninum. Biblíuskemmti- garðurinn opnar »32 Framkvæmdastjóri íslenska tölvu- leikjafyrirtækisins CCP þykir áhrifamikill í heimi fjölspilunarleikja. Hilmar hjá CCP fær viðurkenningu »38 Gamanmyndin Don’t Mess with the Zohan verður seint talin ein af vel heppnaðri myndum Adam Sandlers. Adam Sandler fær tvær stjörnur »35 ● Stefán heldur áfram „Ég fór á fund með Guð- jóni Þórðarsyni og stjórnarmönnum hjá félaginu í fyrradag og eftir hann tók ég ákvörðun um að halda áfram í boltanum,“ segir Stefán Þór Þórðarson, leikmaður ÍA í Landsbankadeildinni, en hann íhugaði að hætta knattspyrnuiðk- un eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í tveimur síðustu leikjum sínum. „Við ætlum að reyna að halda áfram og einbeita okkur að fótboltanum.“ ● Ný Framsókn „Ég ætla að standa fyrir endurnýjun og nýliðun í Framsókn og virkja kraft unga fólksins svo við náum okkar markmiðum,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hún ætlar sér að undirbúa ungt fólk í flokknum til þess að takast á við næstu kosningar. „Ég mun legga mikla vinnu í innra starfið og vinna með fólkinu í gras- rótinni.“ Bryndís finnur fyrir mikl- um krafti í ungu fólki sem er tilbú- ið til að byggja upp flokkinn á ný. ● Færeyjar halda lífi í Coolio „Það gerist það lítið í Færeyjum að allir atburðir verða rosalega stórir. Þegar löngu gleymd popp- stjarna kemur til Færeyja er allt sviðsljósið á henni í margar vikur fyrir og eftir,“ segir Jens Guð, tónlistarspekúlant, er hefur oft ferðast til Færeyja að kenna skrautskrift. ABC News birti í gær grein um hvernig Færeyjar séu á meðal þeirra þjóða er halda lífinu í föllnum stjörnum á borð við Coolio sem er enn vinsæll þar. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við HEIMASÍMI NET GSM VILTU LÆKKA SÍMREIKNINGINN? FÁÐU ALLAN PAKKANN FRÁ 3.990 KR. Á MÁNUÐI www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. Frítt í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* *S am kv æ m t sk ilm ál um .

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.