24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir FÓLK lifsstill@24stundir.is a Hvort lykillinn að því að eignast fallega kær- ustu sé að æfa fótbolta er ekki sjálfgefið. Hins vegar virðist það ekki skemma neitt fyrir. fréttir þær allt eins verið keppendur í Ungfrú Ísland, en þrjár þeirra hafa einmitt tekið þátt í þeirri keppni, og unnið. Frægari en eiginmennirnir Eiginkonur fótboltamanna eru mikið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Það er ekki laust við að örlítillar öf- undar gæti í garð fótboltastrákanna okkar, þegar tíndar eru til eig- inkonur þeirra og kærustur. Af myndunum að dæma gætu sem þær baða sig jafnvel meira í sviðsljósinu en eiginmenn þeirra. Þær eru dýrkaðar og dáðar eins og poppstjörnur, en þurfa jafnframt að taka mikilli gagnrýni, bæði í fjöl- miðlum og ekki síst þegar á völlinn er komið, því ekki er óalgengt að stuðningsmenn syngi niðrandi söngva um maka andstæðinganna, eins og Victoria Beckham fékk að reyna þegar David maður hennar spilaði fyrir Manchester United. Var þar sungið frjálslega um kyn- líf þeirra, á slíkan hátt sem fengi hinn slorugasta togarasjómann til að roðna. Hvort lykillinn að því að eignast fallega kærustu sé að æfa fótbolta er ekki sjálfgefið. Hins vegar virðist það ekki skemma neitt fyrir. Að gefnu tilefni má geta þess, að und- irritaður er ólofaður og sparkar reglulega í bolta með félögunum. María Baldursdóttir Fyrrverandi feg- urðardrottning og nýleg eiginkona Rún- ars Júl, sem á tímabili var landsliðs- maður í fótbolta. Ása María Reginsdóttir Er 23 ára hjúkrunarfræðinemi og kærasta Emils Hallfreðssonar, leikmanns Reggiana á Ítalíu. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Fyrr- verandi fegurðardrottning og kærasta Hauks Inga Guðnasonar, sem leikur með Fylki í Árbænum. Pattra Sriyanonge Gullfalleg 21 árs stúlka, upprunalega frá Taílandi. Er kær- asta Arnars Gunnlaugssonar, leikmanns FH. Ragna Lóa Stefánsdóttir Fyrrverandi leikmaður með KR og landsliðinu. Er eig- inkona Hermanns Hreiðarssonar, leik- manns Portsmouth í Bretlandi. Anna María Gísladóttir Þessi 27 ára snót er laganemi í Háskólanum í Reykja- vík og er gift Bjarna Guðjónssyni, leik- manni Skagamanna. Manuela Ósk Harðardóttir Er 25 ára, fyrrverandi fegurðardrottning Íslands. Er í sambúð með Grétari Rafni Steinssyni, leikmanni Bolton á Englandi. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir Tvítug Reykjavíkurmær og kærasta Rúriks Gíslasonar, atvinnumanns með Viborg í Danmörku. Ragnhildur Sveinsdóttir Er 31 árs Kópavogsmær og kærasta Eiðs Smára Guðjohnsens, leikmanns Barcelona á Spáni. Ragnhildur Gísladóttir Söngkona og listaspíra með meiru. Er með Birki Krist- inssyni, fyrrverandi markverði ÍBV, Fram og landsliðsins. Markheppni knattspyrnumanna nær út fyrir völlinn Fallegustu fótboltamakarnir Írski leikarinn Cillian Murphy hefur ekkert gott að segja um paparazzi-ljósmyndara eftir að hafa unnið með Keiru Knightley og Siennu Miller að myndinni The Edge of Love. Hann segir að við tökur á myndinni hafi þær verið stöðugt áreittar og eltar. Fokvondur út í paparazzi Það eru eflaust margir sem væru til í að fá sömu afmælisgjöf frá Pa- melu Anderson og hún gaf glaum- gosanum Hugh Hefner nú síðast. Leikkonan bakaði nefnilega handa honum köku, sem væri ekki í frá- sögu færandi, ef hún hefði ekki blásið á kertin nakin. Sérstök afmæl- isgjöf Pamelu Aftur er söngkonan Amy Winehouse að lenda í vand- ræðum í heimalandi sínu. Núna vegna myndbands- upptöku er sýnir hana syngja afar niðrandi söngtexta um aðra kynstofna en þann hvíta. Myndbandið var tekið upp af eiginmanni hennar Blake Fielder-Civil, ef- laust fyrir löngu. Breskir blaðamenn biðu fyrir utan heimili hennar í von um viðbrögð, en málið er stórt í bresku pressunni. „Ég vil ekki gera lítið úr þessu en ég er haldin eins litlum kynþátta- fordómum og hægt er,“ var það eina sem söngkonan var reiðubúin til að láta hafa eftir sér. Á myndbandinu, sem tekið er heima hjá henni, má sjá ummerki um töluverða fíkniefnanotkun. Eiginmaður hennar var svo handtekinn í fyrradag fyrir líkamsárás og fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hann hefur játað á sig alla sök. Syngur níðsöng um litaða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.