24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 26
Á vef Neytendasamtakanna kem- ur fram að þeim hafi borist fjöl- margar fyrirspurnir frá fólki sem finnst hart að þurfa að borga þóknun fyrir að taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi. Þóknunin nemur 1,5% af úttekt- arupphæðinni og kemur það mörgum í opna skjöldu þar sem úttekt á eigin fé hefur hingað til verið gjaldfrjáls. Neytendasamtökin telja að rök bankanna fyrir gjaldtökunni séu veik og hafa sent þeim fyrirspurn og beðið um rökstuðning fyrir gjaldtökunni. hh Þóknun fyrir út- tekt á gjaldeyri ings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar en Sigurður segir að óskynsamlegar ákvarðanir í bílakaupum undanfarin ár komi í bakið á landsmönnum núna. Pallbílarnir horfnir af götunum „Í dag þarf maður að hafa sig allan við að finna pallbíla á göt- unum. Þeir eru greinilega komnir inn í bílskúra eða safnast upp á bílasölum. Menn voru að nýta sér gat sem var í tollalögum og horfðu kannski ekki alveg á heildarpakk- ann. Í sjálfu sér voru þetta góð bílakaup á sínum tíma með hag- stæðum lögum og ódýrum dollara, en reksturinn var íþyngjandi þá og er núna óyfirstíganlegur fyrir marga.“ Toppnum náð varðandi notkun Sigurður telur að vakning sé að verða í hugum landsmanna og menn séu í auknum mæli að átta sig á því að sparnaður á eldsneyti fer vel með budduna og umhverfið á sama tíma. „Ég er nokkuð bjart- sýnn. Ég held að toppnum sé náð Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Ég finn mikið fyrir því að fólk sé farið að huga meira að eldsneyt- isverði og bensíneyðslu. Við erum með reiknivélar sem reikna út eyðslu og annað á vefnum okkar, www.orkusetur.is, og notkun á þeim hefur til dæmis margfaldast að undanförnu. Maður hefur reyndar ekki undan að hækka elds- neytisverðið í gagnagrunninum þessa dagana,“ segir Sigurður Frið- leifsson, framkvæmdastjóri Orku- setursins sem hefur aðsetur á Ak- ureyri. Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almenn- varðandi eldsneyt- isnotkun Íslend- inga. Hún fer minnkandi með betri bílum, skyn- samlegri notkun og fólk mun nota almennings- samgöngur meira og hreyfa sig,“ segir Sigurður. „Ég get lofað því að hægt verður að fá rafmagnsbíl innan fimm ára, en fólk verður að passa sig á því að vera ekki alltaf að bíða eftir ein- hverri töfralausn sem mun laga allt, það er einfaldlega rosalega mikil þróun í bensín- og dísilbílum og þeir eru að batna.“ 24 stundir notuðu heimasíðu Orkusetursins til að bera saman eldsneytiseyðslu nokkurra algengra bílategunda og má sjá afraksturinn hér að neðan. Góð ráð til að spara eldsneyti: Forðastu öfgar í aksturs- lagi Ekki taka hratt af stað og snögghemla, slíkt getur aukið eyðslu um 40% og sparar lítinn ferðatíma. Dragðu úr hraðakstri Hægt er að minnka eldsneytisnotkun um 10-15% með því að aka á 90 km/klst. frekar en 105 km/klst. Forðastu lausagang Ef bif- reið er lagt í meira en 30 sek- úndur borgar sig alltaf að drepa á vélinni. Aktu í hæsta mögulega gír Því minna sem vélin reynir á sig því minna eyðir hún. Hafðu réttan loftþrýsting í dekkjum Sparar eldsneyti og eykur endingartíma dekkjanna. Hafðu vélina rétt stillta Vanstillt vél getur notað allt að 50% meira eldsneyti en vel stillt vél. Þvoðu og bónaðu bílinn Öll smáatriði skipta máli og skítugur bíll getur eytt allt að 7% meira eldsneyti en hreinn og gljáandi bíll. Enga óþarfa þyngd Sama og með okkur mannfólkið, aukin þyngd veldur aukinni áreynslu. Fjarlægðu toppa og toppgrindur sem eru ekki í notkun. Upplýsingar fengnar á www.orkusetur.is Eldsneytissparnaður Það eru til ýmsar leiðir til að spara eldsneyti og skítugur bíll getur eytt allt að 7% meira en hreinn bíll. Á vef Orkuseturs má finna fjölda áhugaverðra leiða til að minnka eldsneytiskostnað Mörg góð ráð til að spara eldsneyti Á vef Orkusetursins má finna ýmis góð ráð til að minnka eldsneytiskostn- að heimilanna. Fram- kvæmdastjórinn, Sig- urður Friðleifsson, telur að Íslendingar hafi náð toppnum í eldsneyt- isnotkun. Sigurður Friðleifsson 26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Réttindi flugfarþega Farþegar sem ferðast í gegnum flugvelli hafa ýmis réttindi komi eitthvað óvænt upp á á borð við seinkun. Á Íslandi er miðað við þriggja klukkustunda seinkun á algengustu flugferðunum, til dæmis til Kaupmannahafnar og Lundúna. Farþegar eiga rétt á hressingu og máltíðum í sam- ræmi við lengd tafarinnar og sé um að ræða töf yfir nótt eiga far- þegar rétt á hótelgistingu og flutningi milli flugstöðvar og gistiaðstöðu. Verði farþegar fyrir einhvers konar tjóni af völdum seinkunar á flugi er almenna reglan sú að þeir eiga að fá það tjón bætt. Flugrekandi getur þó gert ýmsar ráðstafanir til að kom- ast hjá bótaskyldu. hh LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég er þónokkuð bjartsýnn. Ég held að toppn- um sé náð varðandi eldsneytisnotkun Íslend- inga. Hún fer minnkandi með betri bílum og skyn- samlegri notkun. neytendur Gazprom, stærsta fyrirtæki Rúss- land og einvaldur á gasmarkaði þar í landi, spáir því að olíu- tunnan muni fara upp í 250 doll- ara árið 2009. Tunnan hækkaði nýlega upp í 139,12 dollara sem er met en aðrir á markaðnum eru öllu bjartsýnni í spám sínum en Rússarnir. hh Tunnan í 250 dollara 2009 KOSTNAÐUR VIÐ AÐ KEYRA Á MILLI REYKJAVÍKUR OG EGILSSTAÐA Tegund Gírskipting Vél Kostnaður Audi A4 Beinskiptur 2,0 Bensínvél 6.993 kr. BMW 520 Beinskiptur 2,0 Bensínvél 7.881 kr. Toyota Aygo Beinskiptur 1,4 Dísilvél 4.107 kr. Reva 1 Sjálfskiptur Rafmagnsvél 449 kr. Toyota Avensis Sjálfskiptur 2,0 Bensínvél 7.992 kr. Toytota Avensis Beinskiptur 2,0 Dísilvél 5.557 kr. Volkswagen Passat Sjálfskiptur 2,0 Dísilvél 6.281 kr. Dodge Ram pallbíll Sjálfskiptur 5,7 Bensínvél 15.319 kr. Ford F150 pallbíll Sjálfskiptur 4,6 Bensínvél 14.542 kr. Porsche Cayenne Sjálfskiptur 4,5 Bensínvél 13.210 kr. Range Rover Sjálfskiptur 4,5 Bensísvél 13.543 kr. Lexus RX400 Hybrid Sjálfskiptur 3,3 Hybridvél 8.436 kr.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.