24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra. Bensínverðið hækkaði um 6 til 7 krónur hjá stóru olíufélögunum í fyrradag. Algengt bensínverð í sjálfs- afgreiðslu nam rúmum 170 krónum á lítrann. Með þjónustu er nú algengt að greiða um 179 krónur fyrir lítrann. Minni olíufélögin fylgdu þeim stóru eftir í gær. Nú reynir á þolmörkin. Hve hátt má olíuverðið verða áður en fólk sam- einast um bílana? Þrátt fyrir metverð sjást bílstjórar einir í bílunum, eins og Íslendinga er siður. Bíll við bíl stendur á bílasölum og því heppni ef tekst að selja þá, en fjöl- skyldur ákveða hugsanlega að leggja bílum sínum nú þegar olíuverðið hækkar. Met eru sí og æ slegin í verðlagi á olíu á heimsmarkaði þessa dagana. Verðið hefur gríðarleg áhrif á pyngju almennings. Olíuverðið hefur ekki aðeins áhrif á hve mikið kostar að dæla á bílana, heldur birtist hátt elds- neytisverð einnig í hærri flutningskostnaði matvara og annarra aðfanga. Þar borga neytendur einnig brúsann á endanum. Með svo háu olíuverði má búast við því að dragi úr einkaneyslu. Það hefur áhrif á afkomu fyrirtækjanna í landinu. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka og hækka verður efnahagslægðin; samdrátturinn sem fólk finn- ur nú fyrir í samfélaginu, enn krappari en reiknað var með. Og þá þurfa yfirvöld að vera undirbúin. Það þýðir ekki að ríkið eigi að lækka álögur á eldsneyti. Verðið er lægra en í samanburðarlöndum. Hægt er að láta peningana, sem streyma af olíusölu í ríkiskassann, renna til al- mennings með öðrum hætti en að treysta olíufélög- unum til að skila skattinum til neytenda með lægra eldsneytisverði. Stjórnvöld hafa vonandi lært af biturri reynslu að treysta kaupmönnum varlega fyrir því að skila lægri skatti út í verðlagið, samanber þegar matarskatturinn var lækkaður í sjö prósent í mars í fyrra. Það er ekki eðli viðskipta að gefa ágóða frá sér. Þá verður að horfa á staðreyndir. Landinn kýs einkabílinn. En hækki olíuverðið enn á heimsmarkaði kemur að því að einhverjir verða að kjósa peninginn umfram þægindin og ferðast með strætó. Almenningssamgöngur hafa ekki verið draumur sérhvers manns. En verður þá ekki að biðja um að strætó skili fólki á leiðarenda fljótt og örugglega? Hver borgar bensínbrúsann? Það, sem er svo fáránlegt í þessu öllu saman, er að allir aðrir en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sáu að Hanna Birna var eina manneskjan sem hafði það sem þarf til að verða borgarstjóri. Hún á mjög vandasamt verk fyrir höndum, en þá á ég ekki við að hún eigi ekki eftir að valda því að vera borgarstjóri því ég efa ekki að það geti hún gert og jafn- vel ágætlega, það eru ólátabelg- irnir í meirihlutanum í Reykjavík sem ég hef áhyggjur af. Finnst mér líklegast að hún byrji að undirbúa sig með því að lesa uppeldisbækur áður ... Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold.blog.is BLOGGARINN Vandasamt verk Þessar áhyggjur Samfylking- arinnar nú af stöðu lítilmagnans í réttarríkinu Íslandi gagnvart rík- isvaldinu með því að máta mál milljarðamæring- anna í Baugi inn í þá stöðu eru af- káralegar. Baugs- menn hafa átt greiðan aðgang að fjölmiðlum og þeim hefur held- ur ekki orðið skotaskuld úr því að greiða fyrir fima lagavörn og bestu sérfræðiaðstoð erlendis frá … Það er greinilegt að forystu Sam- fylkingarinnar þykir að þeir með þykkari veskin eigi að vera jafnari fyrir lögunum en aðrir.“ Sigurjón Þórðarson sigurjonth@blog.is Þykk veski Forystumenn borgarstjórnar- flokksins gripu reyndar fyrst til þess ráðs að kenna umræðunni um: Umræðan hefði verið sjálfstæð- ismönnum afar erfið! Þegar hinir al- mennu sjálf- stæðismenn – sem hingað til hafa verið tald- ir afar hollir sínum flokki – héldu hins vegar áfram að refsa borgarfulltrúunum gat hóp- urinn ekki lengur stungið höfð- inu í sandinn. Þeir litu í eigin barm. Hættu að berjast um borgarstjórastólinn að ári og sameinuðust um að Hanna Birna yrði þar í forystu. Arna Schram arna.eyjan.is Erfið umræða Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Heimaþjónusta við sjúklinga sem eru í meðferð vegna krabbameins snýst mun fremur um lífsgæði en um peninga. Það er hins vegar aukabónus að kostnaður samfélagsins við slíka þjónustu er minni en ef viðkomandi sjúklingur er inniliggjandi á sjúkrahúsi. Í grein í 24 stundum í gær er greint frá meist- araprófsrannsókn í heilsuhagfræði, sem Ragna Dóra Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur gerði. Þar kom fram að heimaþjónusta frá Landspítala sem hluti af meðferð við brjóstakrabbameini kosti hið opinbera að meðaltali um helminginn af því sem meðferðin kostar, fari hún að öllu fram á spítalanum. Ríflega 20 ár eru síðan skipulögð sérhæfð heimahjúkrun við krabbameinssjúka var sett á laggirnar sem í fyrstu var tilraunaverkefni sérhæfðra hjúkrunarfræðinga sem sinntu hjúkrun deyjandi sjúklinga í heimahúsum. Árið 1989 var gerður samningur milli félaga hjúkrunarfræð- inga og TR og fóru þá þessir hjúkrunarfræðingar inn á þann samning. Samningurinn hefur reynst mikið lukku- spor og hafa hundruð sjúklinga og fjölskyldna þeirra notið hennar. Mikil viðhorfsbreyting kom í kjölfarið og nú þykir það hluti af lífsgæðum að fá hjúkrunarþjónustu heim. Þjónustan er ekki bundin við líknarhjúkrun, en hún er einnig innan annarra sérsviða hjúkrunar. Fyrir nokkrum árum tók Landspítalinn upp sambærilega þjónustu og fluttust m.a. hjúkrunarfræðingar sem áður höfðu starfað með Krabbameinsfélaginu yfir til spít- alans. Hún hefur aukist að umfangi. Því ber að fagna. Fyrir nokkrum árum gerðu Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga og Tryggingastofnun ríkisins sameig- inlega úttekt á þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkr- unarfræðinga í heimahúsum sem voru á samningi aðila. Jafnframt var gerður samanburður á kostnaði við þessa þjónustu, væri hún veitt inni á sjúkrahúsi. Niðurstaðan var sambærileg og í rannsókn Rögnu Dóru. Hér er um gæðaþjónustu að ræða sem er fjárhagslega hagkvæm fyrir samfélagið og eykur lífsgæði þeirra sem hennar njóta. Ekkert ætti því að vera að vanbúnaði að þróa slíka þjónustu áfram. Það er hagur allra. Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Alþingis Þjónustan snýst um lífsgæði ÁLIT Ásta Möller astamoller @althingi.is Áratuga ending Mest selda heimilisvél heims í 65 ár Sérstök brúðkaupsgjöf Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi Íslensk matreiðslu- kennslubók í lit ásamt alþjóðlegum uppskriftum fylgir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.