24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 15 Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Íbúðalánasjóður fær sífellt fleiri beiðnir um fokheldislán frá verk- tökum sem ekki hafa selt íbúðir sem þeir eru með í byggingu. Stjórn sjóðsins fylgist nú grannt með því hvernig verktökunum gengur að standa í skilum. „Við höfum ekki orðið vör við teljandi vanskil en það verður vakt- að á næstunni,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri sjóðsins. Vilja breyta í leigufélög Á stjórnarfundi sjóðsins í vikunni kom fram að ekki aðeins eykst sóknin í fokheldislánin, heldur sitja verktakarnir lengur með lánin en áður af því að íbúðirnar seljast ekki. „Þetta eru tímabundin lán, oft til einhverra mánaða, þar til kaupandi finnst. Nú er ekki gott að vita hvað verktakarnir sitja lengi uppi með lánin, en þau fara í eðlilega inn- heimtu og byggingafyrirtækin borga þá af þeim afborganir á sama hátt og kaupandinn hefði annars gert.“ Sumir verktakanna hafa nú grip- ið til þess ráðs að breyta óseldum íbúðum í leiguíbúðir og reka þær sjálfir. Íbúðalánasjóður verður líka var við slíkar óskir og íhugar hvern- ig komið verður til móts við þær. „Þeir sem gera þetta eiga leiguíbúð- arlánarétt hjá okkur,“ segir Guð- mundur. „Menn eru að láta reyna á leigumarkaðinn núna og sá mark- aður kann að vera fyrir hendi, en spurning er þá um leiguverðið.“ Guðmundur er ekki í vafa um að heilmikil eftirspurn hljóti að vera eftir ódýrum leiguíbúðum, en er ekki viss um að sama gildi um leigu- verð sem tíðkast hafi til dæmis í Reykjavík. „Á Suðurnesjum hefur haft áhrif að þar bætast íbúðir á Vellinum við miklar byggingafram- kvæmdir. Og á Austfjörðum hefur líka reynst erfitt að selja eða leigja út húsnæði og því nokkuð um að nýjar íbúðir standi auðar.“ Vanskil aukast hægt „Vanskil hafa þó ekki aukist mik- ið og eru langt frá því sem var þegar verst lét, árið 2003 til 2004, í raun hafa skil verið afar góð, þótt það breytist eitthvað nú. Vissulega eru fleiri í vandræðum nú enn í fyrra,“ segir Guðmundur. Íbúðalánasjóður getur komið til móts við fólk í greiðsluerfiðleikum á þrjá vegu. Hægt er að fresta greiðslum í allt að þrjú ár, eða frysta lánin eins og það er kallað. Þá má skuldbreyta van- skilum sem menn eru í við sjóðinn og veita ný lán til allt að 15 ára og þá má lengja lánstímann til að minnka greiðslubyrði. Nýbyggingar Fólkið vantar í nýju húsin. Verktakar stopp í fokheldu  Verktakar sækja stíft í fokheldislán hjá Íbúðalánasjóði  Þau eru tímabundin en nú virðast verktakar sitja lengur með þau en áður ➤ Heildarútlán Íbúðalánasjóðsnámu 4,8 milljörðum í maí. Leiguíbúðalán voru tæpur 1,1 milljarður en almenn útlán námu nærri 3,8 milljörðum. ➤ Meðallán almennra útlánanámu tæplega 9,8 milljónum kr. Heildarútlán jukust um 15% á sama tíma og með- allán almennra útlána lækk- uðu um 6%. BREYTING Á ÚTLÁNUM MARKAÐURINN Í GÆR               !" #$                        !"   # $   %   &"  '()*+ '  , -. /0.  "1  2        345  "!  ! 61 ! (""  (7/  /   /81  !"!   +9 "0  1- -  :  -          ;" 1        -0   !  "                                                                                        :-  - <  = # ' 4>?@A3A4 4BC5534> 3CB54A3>A 3B5AA3>A> A44?3?? AD?B@?3 AB55?ADA>B 4?3?5B3A? A@@B?44D >4333C4D A?@@5D5@? A@3?B@A4 3?@43D>> B>5ADDD 3CB45ABD A?B335 5D3ADB A>>CCD , 53BBA@4 , , , , @>>CDDDD , , 4E54 3AE?5 @EC@ A4E4D >DED5 A?EBD ?5DEDD >3E4D @CEBD BEAA ADE>C >E4C C>E@D AEA@ 4EC? >A@EDD A5?>EDD 3D@EDD , A5CEDD , , , , 5BDDEDD , 5EDD 4E4> 3>EA5 @ECC A4E45 >DE>D A?E45 ?55EDD >3E?D CDEDD BEA4 ADE35 >E?A C3E5D AE>D ?EDA >ACEDD A5@5EDD 3ABEDD DE@D A4AEDD AEDD A@EDD , @EBC 5BB5EDD ADEDD 5E5D /0  - A4 A5 ?5 B3 C 3 ?5 ?4 5 AD 3> AB @ 4 4 A A A , AC , , , , 5 , , F" - "- AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ AD4>DD@ >D5>DD@ AD4>DD@ AD3>DD@ B4>DD@ 4A>>DD? 34>DD@ AD4>DD@ B4>DD@ ?3>DD@ ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 1.456 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Færeyjabanka eða um 1,9%. Bréf í Eimskipafélaginu hækkuðu um 0,25%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Teymi, 6,23%. Bréf í SPRON lækk- uðu um 6,14% og bréf í Bakkavör Group um 3,79%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,99% og stóð í 4.512,35 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,9% og þýska DAX-vísitalan um 0,7%. Einkaneysla virðist vera að dragast saman, samkvæmt frétt frá Rann- sóknasetri verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun á föstu verðlagi jókst um 2,4% í maí miðað við sama mánuð í fyrra og um 7,1% frá því í apríl. Árstíða- og dagaleiðrétt hefur veltan þó minnkað sam- anborið við apríl sl. og maí í fyrra, en í maí á þessu ári voru fimm föstu- og laugardagar, samanborið við fjóra í apríl sl. og maí í fyrra. Er þetta annar mánuðurinn í röð sem neyslan minnkar. hos Einkaneysla minnkar Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neyslu- verðs aukist um 0,6% á milli maí og júní og að árs- verðbólga muni þannig aukast úr 12,3% í 12,4%. Þetta er meiri aukning en deildin hafði áður spáð. „Ástæða þess að við spáum nú meiri verðbólgu orsak- ast fyrst og fremst af því að gengi krónunnar hefur gef- ið eftir á ný sem mun koma fram í verðhækkun vöru með lítinn veltuhraða eins og eldsneyti,“ segir í tilkynningu. „ Dreggj- ar verðhækkunar vegna gengislækkunar fyrr á árinu eru enn að dreitla inn í verð innfluttrar vöru en stærsta gusan kom fram í aprílmælingu [vísitölu neysluverðs]. Verðhækkun eldsneytis hefur haldið áfram er- lendis og áhrif þess verða nokkur í júní. Innlendur kostnaðarþrýst- ingur er einnig enn til staðar en við reiknum með að það muni draga úr honum þegar líður á árið.“ hos Spá aukinni verðbólgu Eftir dýfu gærdagsins hefur Úr- valsvísitalan ekki verið lægri í tæp þrjú ár. Vísitalan lækkaði í gær um 2%, og var lokagildi hennar 4.512,35 stig. Lægri hefur hún ekki verið frá því 17. ágúst 2005 þegar loka- gildi hennar var 4.496 stig. Um síðustu áramót stóð Úrvals- vísitalan í 6.318,02 stigum og hef- ur því lækkað um tæp 30% það sem af er ári. hos Vísitalan ekki lægri í þrjú ár SPRON segir að synjun Fjármála- eftirlitsins um kaup Sparisjóðs Mýrasýslu á 3% hlut í Icebank af SPRON og Byr hafi óveruleg áhrif á eiginfjárstöðu SPRON. Hlutur SPRON í sölunni var 1,17%. Í tilkynningu kemur fram að það skýrist af því að hluturinn í Ice- bank var dreginn frá eiginfjár- stofni SPRON í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2008 en ekki færður sem krafa á Sparisjóð Mýrasýslu. Vegna þessa hefur SPRON gjald- fært 214 milljónir króna. Eigin- fjárhlutfall CAD breytist óveru- lega eða um 0,01%. mbl.is Ákvörðun FME hefur lítil áhrif FÉ OG FRAMI vidskipti@24stundir.is a Stjórn sjóðsins fylgist nú grannt með því hvernig verktökunum gengur að standa í skilum. SALA JPY 0,73 1,30% EUR 119,99 0,48% GVT 154,45 0,88% SALA USD 77,36 1,96% GBP 150,39 0,81% DKK 15,99 0,49% Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsalan er hafin á vor og sumarlista 2008 www.friendtex.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.